Í miklum ógöngum með umgjörð áfengissölu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2022 10:40 Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra. Hann telur tímabært að endurskoða áfengisslöggjöfina. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, telur að nýleg umræða um áfengissölu hér á landi og sú staðreynd að verslun með áfengi fyrir utan verslanir ÁTVR virðist spretta upp, sýni að umgjörð áfengissölu hér á landi sé í miklum ógöngum. ÁTVR hefur einkaleyfi til smásölu á áfengi hér á landi, auk handhafa vínveitingaleyfis. Að undanförnu hafa hins vegar ýmsar vefverslanir með áfengi sprottið upp, í óþökk ÁTVR sem hefur reynt að sporna gegn þessari þróun, án árangurs hingað til. Þá hefur verslun 10-11 í komusalnum í Leifsstöð fengið áfengissöluleyfi. Verslunin selur belgíska bjórinn Stella Artois. Í Bítinu á Bylgjunni í gær var svo rætt við Hjörvar Gunnarsson, einn af eigendum Acan.is, sem sagði það í raun vera lítið mál að stofna vefverslun með áfengi hér á landi. Jón Gunnarson dómsmálaráðherra var svo til svara í Bítinu í morgun, þar sem hann var meðal annar spurður út í fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi, í ljósi þessara vendinga. Verslun og þjónusta að breytast „Þetta sýnir okkur í hversu miklar ógöngur við erum komin í í þessum málum og þá umgjörð sem um þetta gildir. Við höfum ekki breytt lögum um áfengissölu hér í áratugi. Þetta eru mjög gömul lög sem allt okkar kerfi byggir á í þessu,“ sagði Jón. Fyrirkomulag verslunar og þjónustu væri að breytast og löggjöfin þyrfti að fylgja með. „Við getum öll horft í eigin barm og séð hvernig aðstæður í allri verslun og þjónustu hafa breyst á undanförnum árum, auðvitað löngu tímabært að við sláum nýjum takt í sölu á þessum vörum eins og öðrum,“ sagði Jón. Í þættinum minntist Jón á að einkasala ríkisins á áfengi hafi á sínum tíma verið byggð á lýðheilsusjónarmiðum, þar sem hugað var að því að tempra aðgengi að áfengi. „Við getum svo velt því fyrir okkur hvort við höfum verið að fylgja því í hvívetna þar sem að við erum stöðugt að fjölga útsölustöðum Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins,“ sagði Jón. Verið væri að skoða þessi mál í ráðuneytinu. „Ég hef verið að láta skoða þetta í ráðuneytinu á hvaða grunni við byggjum þessar reglur okkar og hvort við séum reyndar komin út fyrir þann ramma og þær reglur sem lágu grundvallar að fá þetta einkasöluleyfi á sínum tíma.“ Verslun Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Segir vínveitingaleyfi 10-11 til marks um úrelta áfengislöggjöf Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir þá staðreynd að verslun 10-11 í Leifsstöð sé með vínveitingaleyfi draga það fram hversu gölluð og úrelt áfengislöggjöfin sé. Hann segir málið ekki endilega snúast um áfengi, heldur frelsi til að selja vöru og þjónustu sem almenningur kalli eftir. 28. apríl 2022 11:32 Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2. júlí 2021 15:38 ÁTVR kvartar formlega undan vefverslunum ÁTVR hefur tilkynnt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi um meint brot Bjórlands, Brugghússins Steðja og Sante ehf. Áfengisverslunin telur þessa aðila hafa gerst brotlega við áfengislög. 9. júní 2021 10:26 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
ÁTVR hefur einkaleyfi til smásölu á áfengi hér á landi, auk handhafa vínveitingaleyfis. Að undanförnu hafa hins vegar ýmsar vefverslanir með áfengi sprottið upp, í óþökk ÁTVR sem hefur reynt að sporna gegn þessari þróun, án árangurs hingað til. Þá hefur verslun 10-11 í komusalnum í Leifsstöð fengið áfengissöluleyfi. Verslunin selur belgíska bjórinn Stella Artois. Í Bítinu á Bylgjunni í gær var svo rætt við Hjörvar Gunnarsson, einn af eigendum Acan.is, sem sagði það í raun vera lítið mál að stofna vefverslun með áfengi hér á landi. Jón Gunnarson dómsmálaráðherra var svo til svara í Bítinu í morgun, þar sem hann var meðal annar spurður út í fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi, í ljósi þessara vendinga. Verslun og þjónusta að breytast „Þetta sýnir okkur í hversu miklar ógöngur við erum komin í í þessum málum og þá umgjörð sem um þetta gildir. Við höfum ekki breytt lögum um áfengissölu hér í áratugi. Þetta eru mjög gömul lög sem allt okkar kerfi byggir á í þessu,“ sagði Jón. Fyrirkomulag verslunar og þjónustu væri að breytast og löggjöfin þyrfti að fylgja með. „Við getum öll horft í eigin barm og séð hvernig aðstæður í allri verslun og þjónustu hafa breyst á undanförnum árum, auðvitað löngu tímabært að við sláum nýjum takt í sölu á þessum vörum eins og öðrum,“ sagði Jón. Í þættinum minntist Jón á að einkasala ríkisins á áfengi hafi á sínum tíma verið byggð á lýðheilsusjónarmiðum, þar sem hugað var að því að tempra aðgengi að áfengi. „Við getum svo velt því fyrir okkur hvort við höfum verið að fylgja því í hvívetna þar sem að við erum stöðugt að fjölga útsölustöðum Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins,“ sagði Jón. Verið væri að skoða þessi mál í ráðuneytinu. „Ég hef verið að láta skoða þetta í ráðuneytinu á hvaða grunni við byggjum þessar reglur okkar og hvort við séum reyndar komin út fyrir þann ramma og þær reglur sem lágu grundvallar að fá þetta einkasöluleyfi á sínum tíma.“
Verslun Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Segir vínveitingaleyfi 10-11 til marks um úrelta áfengislöggjöf Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir þá staðreynd að verslun 10-11 í Leifsstöð sé með vínveitingaleyfi draga það fram hversu gölluð og úrelt áfengislöggjöfin sé. Hann segir málið ekki endilega snúast um áfengi, heldur frelsi til að selja vöru og þjónustu sem almenningur kalli eftir. 28. apríl 2022 11:32 Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2. júlí 2021 15:38 ÁTVR kvartar formlega undan vefverslunum ÁTVR hefur tilkynnt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi um meint brot Bjórlands, Brugghússins Steðja og Sante ehf. Áfengisverslunin telur þessa aðila hafa gerst brotlega við áfengislög. 9. júní 2021 10:26 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Segir vínveitingaleyfi 10-11 til marks um úrelta áfengislöggjöf Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir þá staðreynd að verslun 10-11 í Leifsstöð sé með vínveitingaleyfi draga það fram hversu gölluð og úrelt áfengislöggjöfin sé. Hann segir málið ekki endilega snúast um áfengi, heldur frelsi til að selja vöru og þjónustu sem almenningur kalli eftir. 28. apríl 2022 11:32
Nýja vínbúðin fer í samkeppni við ÁTVR Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er komin með nýjan samkeppnisaðila, sem stílar inn á íslenskan markað. Netverslunin Nýja vínbúðin opnaði fyrir um tveimur vikum en það er viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson sem rekur hana. Sverrir á litríka viðskiptasögu að baki en hann hefur meðal annars keypt gull og veitt 95 prósenta fasteignalán. 2. júlí 2021 15:38
ÁTVR kvartar formlega undan vefverslunum ÁTVR hefur tilkynnt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi um meint brot Bjórlands, Brugghússins Steðja og Sante ehf. Áfengisverslunin telur þessa aðila hafa gerst brotlega við áfengislög. 9. júní 2021 10:26