„Tíminn læknar ekkert öll sár. Og það er allt í lagi“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. maí 2022 10:00 Jon Emil var nýútskrifaður úr atvinnuflugmannsnáminu þegar slysið átti sér stað. Hér er hann með foreldrum sínum. Öll þrjú létust í slysinu við Múlakot. Mynd/Ida Björg Wessman Mikill harmleikur átti sér stað 9. júní 2019 þegar lítil einkaflugvél hrapaði við Múlakot í Fljótshlíð. Um borð var fjölskylda Idu Bjargar Wessman; báðir foreldrar hennar, tveir bræður og kærasta annars bróðurins. Foreldrar Idu, Ægir-Ib og Ellen Dahl Wessman, og yngri bróðir hennar, Jon Emil Wessman, létust í slysinu. Miðjubarnið Thor Ib og kærasta Jons Emils voru flutt alvarlega slösuð á sjúkrahús. „Sorgin er ennþá mjög stór,“ segir Ida Björg í samtali við þáttastjórnendur hlaðvarpsins Eftirmála, þar sem fjallað er um stór fréttamál síðustu ára. „Sorgin og söknuðurinn er ekkert minni í dag.“ Í þættinum um flugslysið við Múlakot lýsir Ida því hvernig það var að fá þær fréttir að foreldrar hennar og bróðir væru látin, hvaða áhrif slysið hafði á hana og flugheiminn á Íslandi og eftirmála atviksins, sem er enn sér ekki fyrir endan á. Ósvöruð símtöl Ægir-Ib var afar reynslumikill flugmaður og Jon Emil nýútskrifaður úr atvinnuflugnáminu, þrátt fyrir að vera rétt rúmlega tvítugur. Fjölskyldan var að byggja bústað í Múlakoti, þar sem er að finna flugbraut og samfélag flugáhugafólks. Fjölskyldan var afar náin og nýbúin að verja páskunum saman. Slysið átti sér stað á sunnudegi en fyrir helgina höfðu synir Idu verið í pössun hjá afa og ömmu Wessman, þar sem Ida var í svokallaðri endurkomuþjálfun hjá Icelandair eftir að hafa verið í fæðingarorlofi. Fjölskyldan á góðri stundu; á myndinni má sjá Ægi-Ib, Ellen, Idu, Thor, Jon Emil og eldri son Idu. Mynd/Ida Björg Wessman Ida og litla fjölskyldan hennar bjuggu á þessum tíma á neðri hæðinni í húsi þar sem bróðir mannsins hennar og fjölskylda hans bjuggu fyrir ofan þau. „Hann sem sagt kemur niður og bankar bara á herbergishurðina og segir að Arnar, maðurinn minn, sé að reyna að ná í mig. Hann er kokkur og var á vakt þetta kvöldið,“ segir Ida um það hvernig hún fékk fregnir af slysinu. „Og ég sem sagt fer bara á fætur og hringi í Arnar og þá segir hann mér að vinur pabba sé að reyna að ná í mig. Og ég horfi þá á símann og sé að hann er búinn að reyna að hringja í mig og hringi til baka og þá segir hann mér að það hafi orðið slys.“ Ida fékk ekki miklar upplýsingar í fyrstu en skömmu síðar hringdi vinurinn aftur og sagði henni þá frá því að Thor hefði verið fluttur á sjúkrahús en að foreldrar hennar og Jon Emil væru látin. Strax komin að skipuleggja útför og huga að erfðamálum Fyrsta hugsun Idu var að láta fjölskyldur foreldra sinna vita; fjölskyldu Ægis-Ib í Noregi og fjölskyldu Ellenar í Danmörku. Bróðir Ægis og systir Ellenar sögðust myndu koma til Íslands eins fljótt og þau gætu. Skömmu síðar bankaði lögreglan á dyrnar. „Ég man nú ekki mikið eftir því en niðurstaðan er að við ætlum í bæinn að kíkja á bróður minn, sem er þá á gjörgæslu,“ segir Ida. Á sjúkrahúsinu tóku á móti henni æskuvinir föður hennar, sem höfðu þá frétt af slysinu. Hún segir stuðning þeirra hafa verið ómetanlegan. Ida segist allt í einu hafa verið komin í aðstæður sem hún réði varla við en auk þess að syrgja foreldra sína og bróður hafi hún strax þurft að fara að huga að útför þeirra og erfðamálum. Thor, sem hafði slasast illa í andliti og á mjöð, fór strax í stóra aðgerð daginn eftir þar sem allt gekk vel en Idu beið að taka ákvörðun um það hvort hún vildi sjá líkamsleifar hinna látnu. Þau voru illa farin en Ida ákvað að fá að sjá móður sína. „Af því að ég þurfti smá svona að sjá þetta... þú veist, að þetta væru þau. Og hún var bara svona minnst slösuð í rauninni. Og það var ekkert þannig séð neitt öðruvísi. En ég man eftir. Og ég sé ekkert eftir því. En ég sé heldur ekkert eftir því að hafa ekki viljað sjá neitt meira.“ Hefði aldrei „tekið sénsinn“ Ida segist aldrei hafa leyft sér að velta því fyrir sér hvort Thor myndi lifa eða deyja; „ég leyfði hausnum mínum ekki að fara þangað,“ segir hún. Sjálf hafi hún einblínt á það að halda áfram fyrir börnin sín, að vera til staðar fyrir þau. Hún segist enn fremur ekki hafa velt því mikið fyrir sér nákvæmlega hvað gerðist. „Það skiptir engu máli. Þetta gerðist og hvað sem gerðist þá er það ekkert að fara að snúa neinu við,“ segir Ida. „Þau eru farin og þau koma ekki aftur og að fara að velta sér upp úr einhverjum svona hlutum skiptir engu máli.“ Það var ekki fyrr en rannsóknarnefnd samgönguslysa gaf út skýrslu um slysið sem Ida gaf sér tíma til að íhuga málið en þá fann hún fyrir þörf til að melta niðurstöðuna og ræða við aðra. Eldsneytisskortur varð til þess að annar hreyfill vélarinnar stoppaði, svo hinn. Þegar það gerðist hrapaði vélin til jarðar úr um 200 metra hæð.Vísir/Stöð 2 Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að slysið mætti rekja til eldsneytisþurrðar, það er að segja eldsneytisskorts. Ida segir mögulegt að mælirinn í vélinni hafi ekki sýnt rétta stöðu á tanknum og mögulega hafi þreyta eftir langan dag og erfitt tímabil átt einhvern þátt að máli. Hins vegar sé alveg ljóst í hennar huga að pabbi hennar, sem var alltaf umhugað um öryggi, ekki síst þegar kom að fjölskyldunni, hefði aldrei „tekið sénsinn“. Nákvæmlega hvað gerðist verður þó alltaf á huldu, segir Ida, þar sem engar upptökur séu til staðar úr stjórnklefanum, líkt og tíðkast í farþegaþotum. „Þetta er náttúrulega bara það sem vantar kannski til að gefa heildarmyndina af þessu slysi,“ segir hún. „Af því að þó svo að á pappír sé þetta eldsneytisþurrð þá er ég alveg 100 prósent viss um að það liggur eitthvað annað þarna á bakvið. En það er ekki nein leið til að vita hvað það er.“ Stendur í málaferlum við breskt tryggingafélag Ida segist hafa orðið nokkuð hissa þegar hún sá niðurstöðurnar. „Af því að mér fannst þetta vera mistök. Þetta eru mistök, það er alveg klárt, alveg sama hver ástæðan á bakvið mistökin er, þá eru þetta mistök. Og þetta er náttúrulega pabbi minn og ég hef alltaf litið mjög upp til hans og einhvern veginn... jú, jú, maður veit alveg að hann getur gert mistök en þetta eru stór mistök og ég eiginlega... Mér fannst þetta mjög skrýtið.“ Ida ræddi málið við fyrrverandi samstarfsmenn föður síns, sem einnig voru hissa, enda það fyrsta sem menn læra í flugnámi að eldsneyti á jörðu niðri gagnist ekki í háloftunum. Í samtali við þáttastjórnendur Eftirmála sagðist Ida ekki leyfa sér að hugsa mikið um síðustu stundir foreldra sinna og bróður. Hún sé hins vegar sannfærð um að þau hafi ekki vitað að eldsneytið var á þrotum og að aðeins sekúndubrot hafi liðið frá því að báðir hreyflar vélarinnar höfðu gefið sig þar til hún hrapaði til jarðar. Niðurstaða rannsóknarnefndarinnar varð til þess að Ida og bróðir hennar hafa nú neyðst til að höfða mál gegn bresku tryggingarfélagi föður síns, sem neitar að greiða út líf- og slysatrygginguna sem var keypt á vélina á þeim forsendum að slysið orsakaðist vegna eldsneytisskorts. Ida bendir hins vegar á að lögum samkvæmt séu skýrslur rannsóknarnefndar samgönguslysa gerðar til að læra af þeim og það sé bannað að nota þær í dómsmálum. Aðspurð segist hún óneitanlega hafa íhugað að leggja flugið á hilluna. Það sé hins vegar tvennt ólíkt að fljúga lítilli einkaflugvél annars vegar og stórri farþegaþotu hins vegar; eins og að bera saman hjól og vörubíl. Hún hafi ekki sinnt einkafluginu frá því að slysið átti sér stað en það sé ekki vegna hræðslu, heldur vegna þess að þetta var sameiginlegt áhugamál fjölskyldunnar og hún hafi orðið því fráhuga eftir að hafa misst foreldra sína og bróður. Sorgin í raun kærleikur Ida segir útförina óneitanlega hafa verið erfiða en það hafi í raun verið eina skiptið sem hún upplifði missinn sem einn stóran viðburð. „Ég hef í rauninni aldrei hugsað um slysið sem svona heildarpakka. Þetta er bara... Ég missti mömmu mína, og pabba minn, og bróður minn... Jú, þetta var á sama degi en ég einhvern veginn hef ósjálfrátt brotið þetta niður. Þannig að eðlilega var þá líka jarðarförin kannski erfið, því þar var þetta mjög svona sjónrænt að þetta væru þau öll þrjú. Einhvern veginn allt sem kom á undan því og eftir hef ég tekið allt svona í sundur.“ Sorgin er ennþá stór, segir Ida, og hún fylgi henni alltaf í hinu daglega lífi. „Þetta er í raun samt kærleikur ef maður pælir í því,“ segir hún. „Af því að sorgin væri ekki svona mikil ef maður hefði ekki elskað þau svona mikið og ef það hefði ekki verið svona náið sambandið. Þannig að einhvern veginn fyndist mér líka pínu skrýtið ef sorgin væri ekki.“ Ida segir sorgina ekki þurfa að vera hamlandi, hún bara sé. „Tíminn læknar ekkert öll sár,“ segir hún. „Og það er allt í lagi. Þetta má bara vera svona.“ Eftirmál Flugslys við Múlakot Samgöngur Samgönguslys Fréttir af flugi Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Foreldrar Idu, Ægir-Ib og Ellen Dahl Wessman, og yngri bróðir hennar, Jon Emil Wessman, létust í slysinu. Miðjubarnið Thor Ib og kærasta Jons Emils voru flutt alvarlega slösuð á sjúkrahús. „Sorgin er ennþá mjög stór,“ segir Ida Björg í samtali við þáttastjórnendur hlaðvarpsins Eftirmála, þar sem fjallað er um stór fréttamál síðustu ára. „Sorgin og söknuðurinn er ekkert minni í dag.“ Í þættinum um flugslysið við Múlakot lýsir Ida því hvernig það var að fá þær fréttir að foreldrar hennar og bróðir væru látin, hvaða áhrif slysið hafði á hana og flugheiminn á Íslandi og eftirmála atviksins, sem er enn sér ekki fyrir endan á. Ósvöruð símtöl Ægir-Ib var afar reynslumikill flugmaður og Jon Emil nýútskrifaður úr atvinnuflugnáminu, þrátt fyrir að vera rétt rúmlega tvítugur. Fjölskyldan var að byggja bústað í Múlakoti, þar sem er að finna flugbraut og samfélag flugáhugafólks. Fjölskyldan var afar náin og nýbúin að verja páskunum saman. Slysið átti sér stað á sunnudegi en fyrir helgina höfðu synir Idu verið í pössun hjá afa og ömmu Wessman, þar sem Ida var í svokallaðri endurkomuþjálfun hjá Icelandair eftir að hafa verið í fæðingarorlofi. Fjölskyldan á góðri stundu; á myndinni má sjá Ægi-Ib, Ellen, Idu, Thor, Jon Emil og eldri son Idu. Mynd/Ida Björg Wessman Ida og litla fjölskyldan hennar bjuggu á þessum tíma á neðri hæðinni í húsi þar sem bróðir mannsins hennar og fjölskylda hans bjuggu fyrir ofan þau. „Hann sem sagt kemur niður og bankar bara á herbergishurðina og segir að Arnar, maðurinn minn, sé að reyna að ná í mig. Hann er kokkur og var á vakt þetta kvöldið,“ segir Ida um það hvernig hún fékk fregnir af slysinu. „Og ég sem sagt fer bara á fætur og hringi í Arnar og þá segir hann mér að vinur pabba sé að reyna að ná í mig. Og ég horfi þá á símann og sé að hann er búinn að reyna að hringja í mig og hringi til baka og þá segir hann mér að það hafi orðið slys.“ Ida fékk ekki miklar upplýsingar í fyrstu en skömmu síðar hringdi vinurinn aftur og sagði henni þá frá því að Thor hefði verið fluttur á sjúkrahús en að foreldrar hennar og Jon Emil væru látin. Strax komin að skipuleggja útför og huga að erfðamálum Fyrsta hugsun Idu var að láta fjölskyldur foreldra sinna vita; fjölskyldu Ægis-Ib í Noregi og fjölskyldu Ellenar í Danmörku. Bróðir Ægis og systir Ellenar sögðust myndu koma til Íslands eins fljótt og þau gætu. Skömmu síðar bankaði lögreglan á dyrnar. „Ég man nú ekki mikið eftir því en niðurstaðan er að við ætlum í bæinn að kíkja á bróður minn, sem er þá á gjörgæslu,“ segir Ida. Á sjúkrahúsinu tóku á móti henni æskuvinir föður hennar, sem höfðu þá frétt af slysinu. Hún segir stuðning þeirra hafa verið ómetanlegan. Ida segist allt í einu hafa verið komin í aðstæður sem hún réði varla við en auk þess að syrgja foreldra sína og bróður hafi hún strax þurft að fara að huga að útför þeirra og erfðamálum. Thor, sem hafði slasast illa í andliti og á mjöð, fór strax í stóra aðgerð daginn eftir þar sem allt gekk vel en Idu beið að taka ákvörðun um það hvort hún vildi sjá líkamsleifar hinna látnu. Þau voru illa farin en Ida ákvað að fá að sjá móður sína. „Af því að ég þurfti smá svona að sjá þetta... þú veist, að þetta væru þau. Og hún var bara svona minnst slösuð í rauninni. Og það var ekkert þannig séð neitt öðruvísi. En ég man eftir. Og ég sé ekkert eftir því. En ég sé heldur ekkert eftir því að hafa ekki viljað sjá neitt meira.“ Hefði aldrei „tekið sénsinn“ Ida segist aldrei hafa leyft sér að velta því fyrir sér hvort Thor myndi lifa eða deyja; „ég leyfði hausnum mínum ekki að fara þangað,“ segir hún. Sjálf hafi hún einblínt á það að halda áfram fyrir börnin sín, að vera til staðar fyrir þau. Hún segist enn fremur ekki hafa velt því mikið fyrir sér nákvæmlega hvað gerðist. „Það skiptir engu máli. Þetta gerðist og hvað sem gerðist þá er það ekkert að fara að snúa neinu við,“ segir Ida. „Þau eru farin og þau koma ekki aftur og að fara að velta sér upp úr einhverjum svona hlutum skiptir engu máli.“ Það var ekki fyrr en rannsóknarnefnd samgönguslysa gaf út skýrslu um slysið sem Ida gaf sér tíma til að íhuga málið en þá fann hún fyrir þörf til að melta niðurstöðuna og ræða við aðra. Eldsneytisskortur varð til þess að annar hreyfill vélarinnar stoppaði, svo hinn. Þegar það gerðist hrapaði vélin til jarðar úr um 200 metra hæð.Vísir/Stöð 2 Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að slysið mætti rekja til eldsneytisþurrðar, það er að segja eldsneytisskorts. Ida segir mögulegt að mælirinn í vélinni hafi ekki sýnt rétta stöðu á tanknum og mögulega hafi þreyta eftir langan dag og erfitt tímabil átt einhvern þátt að máli. Hins vegar sé alveg ljóst í hennar huga að pabbi hennar, sem var alltaf umhugað um öryggi, ekki síst þegar kom að fjölskyldunni, hefði aldrei „tekið sénsinn“. Nákvæmlega hvað gerðist verður þó alltaf á huldu, segir Ida, þar sem engar upptökur séu til staðar úr stjórnklefanum, líkt og tíðkast í farþegaþotum. „Þetta er náttúrulega bara það sem vantar kannski til að gefa heildarmyndina af þessu slysi,“ segir hún. „Af því að þó svo að á pappír sé þetta eldsneytisþurrð þá er ég alveg 100 prósent viss um að það liggur eitthvað annað þarna á bakvið. En það er ekki nein leið til að vita hvað það er.“ Stendur í málaferlum við breskt tryggingafélag Ida segist hafa orðið nokkuð hissa þegar hún sá niðurstöðurnar. „Af því að mér fannst þetta vera mistök. Þetta eru mistök, það er alveg klárt, alveg sama hver ástæðan á bakvið mistökin er, þá eru þetta mistök. Og þetta er náttúrulega pabbi minn og ég hef alltaf litið mjög upp til hans og einhvern veginn... jú, jú, maður veit alveg að hann getur gert mistök en þetta eru stór mistök og ég eiginlega... Mér fannst þetta mjög skrýtið.“ Ida ræddi málið við fyrrverandi samstarfsmenn föður síns, sem einnig voru hissa, enda það fyrsta sem menn læra í flugnámi að eldsneyti á jörðu niðri gagnist ekki í háloftunum. Í samtali við þáttastjórnendur Eftirmála sagðist Ida ekki leyfa sér að hugsa mikið um síðustu stundir foreldra sinna og bróður. Hún sé hins vegar sannfærð um að þau hafi ekki vitað að eldsneytið var á þrotum og að aðeins sekúndubrot hafi liðið frá því að báðir hreyflar vélarinnar höfðu gefið sig þar til hún hrapaði til jarðar. Niðurstaða rannsóknarnefndarinnar varð til þess að Ida og bróðir hennar hafa nú neyðst til að höfða mál gegn bresku tryggingarfélagi föður síns, sem neitar að greiða út líf- og slysatrygginguna sem var keypt á vélina á þeim forsendum að slysið orsakaðist vegna eldsneytisskorts. Ida bendir hins vegar á að lögum samkvæmt séu skýrslur rannsóknarnefndar samgönguslysa gerðar til að læra af þeim og það sé bannað að nota þær í dómsmálum. Aðspurð segist hún óneitanlega hafa íhugað að leggja flugið á hilluna. Það sé hins vegar tvennt ólíkt að fljúga lítilli einkaflugvél annars vegar og stórri farþegaþotu hins vegar; eins og að bera saman hjól og vörubíl. Hún hafi ekki sinnt einkafluginu frá því að slysið átti sér stað en það sé ekki vegna hræðslu, heldur vegna þess að þetta var sameiginlegt áhugamál fjölskyldunnar og hún hafi orðið því fráhuga eftir að hafa misst foreldra sína og bróður. Sorgin í raun kærleikur Ida segir útförina óneitanlega hafa verið erfiða en það hafi í raun verið eina skiptið sem hún upplifði missinn sem einn stóran viðburð. „Ég hef í rauninni aldrei hugsað um slysið sem svona heildarpakka. Þetta er bara... Ég missti mömmu mína, og pabba minn, og bróður minn... Jú, þetta var á sama degi en ég einhvern veginn hef ósjálfrátt brotið þetta niður. Þannig að eðlilega var þá líka jarðarförin kannski erfið, því þar var þetta mjög svona sjónrænt að þetta væru þau öll þrjú. Einhvern veginn allt sem kom á undan því og eftir hef ég tekið allt svona í sundur.“ Sorgin er ennþá stór, segir Ida, og hún fylgi henni alltaf í hinu daglega lífi. „Þetta er í raun samt kærleikur ef maður pælir í því,“ segir hún. „Af því að sorgin væri ekki svona mikil ef maður hefði ekki elskað þau svona mikið og ef það hefði ekki verið svona náið sambandið. Þannig að einhvern veginn fyndist mér líka pínu skrýtið ef sorgin væri ekki.“ Ida segir sorgina ekki þurfa að vera hamlandi, hún bara sé. „Tíminn læknar ekkert öll sár,“ segir hún. „Og það er allt í lagi. Þetta má bara vera svona.“
Eftirmál Flugslys við Múlakot Samgöngur Samgönguslys Fréttir af flugi Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira