Er Sjálfstæðisflokkurinn hættur að styðja valfrelsi í skólum? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 6. maí 2022 10:02 Í Garðabæ áttu sjálfstætt starfandi skólar best með að starfa. Hér hefur stjórnmálafólk staðið með rekstrarumhverfi þeirra. Þeir hafa sagt hátt og skýrt að með hverju grunnskólabarni eigi að fylgja 100% framlag, óháð þeim skóla sem valinn er. Á móti hefur innheimta skólagjalda verið óheimiluð. Með þessu hefur rekstrarumhverfi sjálfstætt starfandi skólanna löngum verið sambærilegt öðrum skólum. Ég hef verið stolt af þessari stöðu í Garðabæ og vil verja hana því ég trúi að foreldrar eiga að hafa val fyrir börnin sín. Á undanförnum árum hefur þó sigið á ógæfuhliðina hér í Garðabæ. Við stöndum frammi fyrir því að framlag til sjálfstætt starfandi skóla er að nálgast hin hefðbundnu 75%, sem önnur sveitarfélög greiða. Sjálfstæðir skólar í Garðabæ ekki lengur fullfjármagnaðir Rekstrarumhverfi sjálfstæðra skóla í öðrum sveitarfélögum eru þó verið tryggari, því að þeir skólar hafa samhliða getað sótt skólagjöld fyrir eftirstandandi 25% af kostnaði. Við vijlum ekki taka upp skólagjöld í Garðabæ. En þá þarf fullt fjármagn líka að fylgja. Forysta Garðabæjar í þessu máli og sú prinsipp afstaða að bjóða foreldrum upp á frjálst val er að hverfa. Í stað þess að vera þeim staður grósku og vaxtar stefnir Garðabær í að verða fjandsamlegt sjálfstætt starfandi grunnskólum. Óvissa um húsnæði Á sama tíma er óvissa um framtíð um 40 nemenda á miðstigi, því að Garðabær svarar ekki óskum Hjallastefnunnar um stækkun húsnæðis, því skólinn er löngu sprunginn. Það er greinilegt að það er af sem áður var að Sjálfstæðisflokkurinn og Garðabær sé vitinn sem aðrir hafa getað fylgt þegar að kemur að valfrelsi í skólum. Hafnarfjörður og Reykjavík stíga fram Fréttir berast úr öðrum sveitarfélögum um að þau hafi ákveðið að standa sig betur í þessum málum. Meira að segja Hafnarfjörður hefur ákveðið að láta 100% framlag af landsmeðaltali fylgja barni í sjálfstætt starfandi skóla. Reykjavík ákvað svo í gær að tryggja órofið skólastarf í Öskju og auka húsnæðisstuðning við Hjallaskólann, auk þess sem samið var um framtíðarlausn skólasamfélagsins. Hér blasir við alveg nýr veruleiki. Sveitarfélög sem hingað til hafa ekki þótt í hópi þeirra framsæknu í stuðningi við rekstrarumhverfi sjálfstætt starfandi grunnskóla eru að stíga fram og bæta við stuðninginn. Sveitarfélagið sem hefur þar verið í forystu er hins vegar að láta eftir síga og það er enginn innan meirihluta Sjálfstæðisflokksins þar sem stendur upp og ver þennan valkost foreldra, að geta sent börnin sín í sjálfstæðan skóla. Af sem áður var Fyrir tveimur áratugum bjó í Garðabæ framsækni og kjarkur til þess að fara nýjar leiðir. Að brjótast út úr kerfinu, vera hreyfiafl nýrra hugmynda í skólamálum og tryggja fjölbreytt rekstrarform. Þess í stað er í dag að teiknast upp mynd ómöguleikans. Ómöguleika sjálfstætt starfandi grunnskóla til að vaxa og blómstra í umhverfi þar sem staðið er með fjölbreytileikanum. Ómöguleika þess að í Garðabæ verði alvöru valfrelsi um skóla fyrir börn og foreldra. Því hljóta Garðbæingar að spyrja, er Sjálfstæðisflokkurinn hættur að styðja sjálfstæði í skólum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Viðreisn Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Í Garðabæ áttu sjálfstætt starfandi skólar best með að starfa. Hér hefur stjórnmálafólk staðið með rekstrarumhverfi þeirra. Þeir hafa sagt hátt og skýrt að með hverju grunnskólabarni eigi að fylgja 100% framlag, óháð þeim skóla sem valinn er. Á móti hefur innheimta skólagjalda verið óheimiluð. Með þessu hefur rekstrarumhverfi sjálfstætt starfandi skólanna löngum verið sambærilegt öðrum skólum. Ég hef verið stolt af þessari stöðu í Garðabæ og vil verja hana því ég trúi að foreldrar eiga að hafa val fyrir börnin sín. Á undanförnum árum hefur þó sigið á ógæfuhliðina hér í Garðabæ. Við stöndum frammi fyrir því að framlag til sjálfstætt starfandi skóla er að nálgast hin hefðbundnu 75%, sem önnur sveitarfélög greiða. Sjálfstæðir skólar í Garðabæ ekki lengur fullfjármagnaðir Rekstrarumhverfi sjálfstæðra skóla í öðrum sveitarfélögum eru þó verið tryggari, því að þeir skólar hafa samhliða getað sótt skólagjöld fyrir eftirstandandi 25% af kostnaði. Við vijlum ekki taka upp skólagjöld í Garðabæ. En þá þarf fullt fjármagn líka að fylgja. Forysta Garðabæjar í þessu máli og sú prinsipp afstaða að bjóða foreldrum upp á frjálst val er að hverfa. Í stað þess að vera þeim staður grósku og vaxtar stefnir Garðabær í að verða fjandsamlegt sjálfstætt starfandi grunnskólum. Óvissa um húsnæði Á sama tíma er óvissa um framtíð um 40 nemenda á miðstigi, því að Garðabær svarar ekki óskum Hjallastefnunnar um stækkun húsnæðis, því skólinn er löngu sprunginn. Það er greinilegt að það er af sem áður var að Sjálfstæðisflokkurinn og Garðabær sé vitinn sem aðrir hafa getað fylgt þegar að kemur að valfrelsi í skólum. Hafnarfjörður og Reykjavík stíga fram Fréttir berast úr öðrum sveitarfélögum um að þau hafi ákveðið að standa sig betur í þessum málum. Meira að segja Hafnarfjörður hefur ákveðið að láta 100% framlag af landsmeðaltali fylgja barni í sjálfstætt starfandi skóla. Reykjavík ákvað svo í gær að tryggja órofið skólastarf í Öskju og auka húsnæðisstuðning við Hjallaskólann, auk þess sem samið var um framtíðarlausn skólasamfélagsins. Hér blasir við alveg nýr veruleiki. Sveitarfélög sem hingað til hafa ekki þótt í hópi þeirra framsæknu í stuðningi við rekstrarumhverfi sjálfstætt starfandi grunnskóla eru að stíga fram og bæta við stuðninginn. Sveitarfélagið sem hefur þar verið í forystu er hins vegar að láta eftir síga og það er enginn innan meirihluta Sjálfstæðisflokksins þar sem stendur upp og ver þennan valkost foreldra, að geta sent börnin sín í sjálfstæðan skóla. Af sem áður var Fyrir tveimur áratugum bjó í Garðabæ framsækni og kjarkur til þess að fara nýjar leiðir. Að brjótast út úr kerfinu, vera hreyfiafl nýrra hugmynda í skólamálum og tryggja fjölbreytt rekstrarform. Þess í stað er í dag að teiknast upp mynd ómöguleikans. Ómöguleika sjálfstætt starfandi grunnskóla til að vaxa og blómstra í umhverfi þar sem staðið er með fjölbreytileikanum. Ómöguleika þess að í Garðabæ verði alvöru valfrelsi um skóla fyrir börn og foreldra. Því hljóta Garðbæingar að spyrja, er Sjálfstæðisflokkurinn hættur að styðja sjálfstæði í skólum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun