Opinbert óréttlæti Friðrik Jónsson skrifar 6. maí 2022 07:00 Fyrsti maí er að baki og tími til að ræða staðreyndir og áskoranir á íslenskum vinnumarkaði. Talsmenn einkareksturs sem allsherjarlausnar hafa undanfarið birt fréttir og skoðanagreinar með vafasömum fullyrðingum um laun á opinberum markaði og hættulega fjölgun opinberra starfsmanna. Þessi trúarbrögð njóta jafnframt töluverðrar hylli hjá sumum forsvarsmönnum atvinnulífsins sem ítrekað hafa komið fram og talað gegn opinbera markaðnum og úrskurðað laun opinberra starfsmanna „of há“. Eftir nýjasta klúðrið tengt einkavæðingu banka myndi maður ætla að gagnrýnendur opinbers rekstrar myndu aðeins læðast með veggjum, að minnsta kosti til skamms tíma og viðurkenna að ákveðna jafnvægislist þarf í velferðarsamfélögum svo kostir einkamarkaðar og opinbers reksturs njóti sín. Eru karlar 75% verðmætari? Ríki og sveitarfélög eru oft eini vinnuveitandinn hjá stórum hluta opinberra starfsmanna og því hafa markaðslaun sem endurspegla hagrænt virði aldrei verið ákvörðuð. Þetta á m.a. við laun 40% kvenna á vinnumarkaði eða þeirra sem starfa í fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu. Á árinu 2020 var reglulegt tímakaup háskólamenntaðra kvenna hjá sveitarfélögum um 3.400 krónur á klukkustund en á sama tíma var tímakaup háskólamenntaðra karla (án stjórnenda) á almennum markaði um 6.000 krónur eða 75% hærra. Lægst launuðustu sérfræðingar á íslenskum vinnumarkaði finnast sem sagt í þessum „kvennastéttum“ sveitarfélaganna. Nær útilokað er að einkamarkaður gæti náð fram slíkri „hagkvæmni“ og síst á kostnað launafólksins sem vinnur þessi störf hlutfallslega ódýrt í þágu samfélagsins. Hin sorglega staðreynd er að þessir sérfræðingar – í yfirgnæfandi meirihluta konur – niðurgreiða í reynd og raun vinnuafl sitt í okkar þágu – og í þágu íslensks atvinnulífs. Hagsmunir atvinnulífsins felast í öflugri opinberri þjónustu Þó svo að einkavæðing eigi sums staðar við og sé samfélaginu hagfelld, að því gefnu að til hennar sé vandað, erum við öll blessunarlega sammála um að grunnþjónusta skuli veitt af opinberum aðilum að meginstofni. Annað myndi enda hafa einkar skaðleg áhrif á samfélagið í heild sinni, minnka framleiðni í grunnþjónustu og auka kostnað okkar skattgreiðenda. Það er einfaldlega þannig að hagsmunir íslensks atvinnulífsins hvíla á stoðum öflugrar opinberrar þjónustu. Sé það markmið atvinnulífsins í haust að semja um sjálfbærar launahækkanir og stuðla að skilvirkri nýtingu skattfjár væri þeim nær að endurskoða einhæfan málflutning sinn sem byggist m.a. á vafasömum fullyrðingum um launastig og virðingarleysi fyrir opinberum störfum. Það verður enda að teljast harla ólíklegt að starfsmenn á opinberum markaði mæti samningsfúsir til leiks á næsta ári ef sífellt er talað niður til þeirra af forsvarsmönnum atvinnulífsins. Nýja þjóðarsáttin – nýtt virðismat Stóra verkefni okkar allra fram undan, verkalýðshreyfingar og atvinnulífs, er að verja þann þó góða árangur sem náðst hefur á síðustu árum í að auka kaupmátt launafólks. En við þurfum einnig að átta okkur á að það er ójafnt gefið í íslensku samfélagi og þar hallar verulega á konur. Á næstu árum þurfa atvinnulíf og heildarsamtök því að vinna saman að samfélagssátt og leiðrétta skakkt verðmætamat „kvennastarfa“ á opinberum markaði. Samhliða því þurfum við í sameiningu að hemja mögulegt höfrungahlaup sem af leiðréttingunni gæti hlotist. Til þess að það takist þarf að skilning meðal almennings og atvinnulífs á því kerfisbundna óréttlæti sem tíðkast í virðismati „kvennastarfa“ á opinbera markaðnum. Ójöfn launasetning, þar sem hallar á konur á opinberum markaði, er einfaldlega ekki verjandi fyrir íslenskt samfélag lengur – og hefur reyndar aldrei verið það. Karlarnir á almenna markaðnum eru ekki 75% verðmætari en konurnar á opinbera markaðnum. Punktur. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Jónsson Vinnumarkaður Kjaramál Jafnréttismál Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Fyrsti maí er að baki og tími til að ræða staðreyndir og áskoranir á íslenskum vinnumarkaði. Talsmenn einkareksturs sem allsherjarlausnar hafa undanfarið birt fréttir og skoðanagreinar með vafasömum fullyrðingum um laun á opinberum markaði og hættulega fjölgun opinberra starfsmanna. Þessi trúarbrögð njóta jafnframt töluverðrar hylli hjá sumum forsvarsmönnum atvinnulífsins sem ítrekað hafa komið fram og talað gegn opinbera markaðnum og úrskurðað laun opinberra starfsmanna „of há“. Eftir nýjasta klúðrið tengt einkavæðingu banka myndi maður ætla að gagnrýnendur opinbers rekstrar myndu aðeins læðast með veggjum, að minnsta kosti til skamms tíma og viðurkenna að ákveðna jafnvægislist þarf í velferðarsamfélögum svo kostir einkamarkaðar og opinbers reksturs njóti sín. Eru karlar 75% verðmætari? Ríki og sveitarfélög eru oft eini vinnuveitandinn hjá stórum hluta opinberra starfsmanna og því hafa markaðslaun sem endurspegla hagrænt virði aldrei verið ákvörðuð. Þetta á m.a. við laun 40% kvenna á vinnumarkaði eða þeirra sem starfa í fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu. Á árinu 2020 var reglulegt tímakaup háskólamenntaðra kvenna hjá sveitarfélögum um 3.400 krónur á klukkustund en á sama tíma var tímakaup háskólamenntaðra karla (án stjórnenda) á almennum markaði um 6.000 krónur eða 75% hærra. Lægst launuðustu sérfræðingar á íslenskum vinnumarkaði finnast sem sagt í þessum „kvennastéttum“ sveitarfélaganna. Nær útilokað er að einkamarkaður gæti náð fram slíkri „hagkvæmni“ og síst á kostnað launafólksins sem vinnur þessi störf hlutfallslega ódýrt í þágu samfélagsins. Hin sorglega staðreynd er að þessir sérfræðingar – í yfirgnæfandi meirihluta konur – niðurgreiða í reynd og raun vinnuafl sitt í okkar þágu – og í þágu íslensks atvinnulífs. Hagsmunir atvinnulífsins felast í öflugri opinberri þjónustu Þó svo að einkavæðing eigi sums staðar við og sé samfélaginu hagfelld, að því gefnu að til hennar sé vandað, erum við öll blessunarlega sammála um að grunnþjónusta skuli veitt af opinberum aðilum að meginstofni. Annað myndi enda hafa einkar skaðleg áhrif á samfélagið í heild sinni, minnka framleiðni í grunnþjónustu og auka kostnað okkar skattgreiðenda. Það er einfaldlega þannig að hagsmunir íslensks atvinnulífsins hvíla á stoðum öflugrar opinberrar þjónustu. Sé það markmið atvinnulífsins í haust að semja um sjálfbærar launahækkanir og stuðla að skilvirkri nýtingu skattfjár væri þeim nær að endurskoða einhæfan málflutning sinn sem byggist m.a. á vafasömum fullyrðingum um launastig og virðingarleysi fyrir opinberum störfum. Það verður enda að teljast harla ólíklegt að starfsmenn á opinberum markaði mæti samningsfúsir til leiks á næsta ári ef sífellt er talað niður til þeirra af forsvarsmönnum atvinnulífsins. Nýja þjóðarsáttin – nýtt virðismat Stóra verkefni okkar allra fram undan, verkalýðshreyfingar og atvinnulífs, er að verja þann þó góða árangur sem náðst hefur á síðustu árum í að auka kaupmátt launafólks. En við þurfum einnig að átta okkur á að það er ójafnt gefið í íslensku samfélagi og þar hallar verulega á konur. Á næstu árum þurfa atvinnulíf og heildarsamtök því að vinna saman að samfélagssátt og leiðrétta skakkt verðmætamat „kvennastarfa“ á opinberum markaði. Samhliða því þurfum við í sameiningu að hemja mögulegt höfrungahlaup sem af leiðréttingunni gæti hlotist. Til þess að það takist þarf að skilning meðal almennings og atvinnulífs á því kerfisbundna óréttlæti sem tíðkast í virðismati „kvennastarfa“ á opinbera markaðnum. Ójöfn launasetning, þar sem hallar á konur á opinberum markaði, er einfaldlega ekki verjandi fyrir íslenskt samfélag lengur – og hefur reyndar aldrei verið það. Karlarnir á almenna markaðnum eru ekki 75% verðmætari en konurnar á opinbera markaðnum. Punktur. Höfundur er formaður BHM.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun