Sydney Carr gekk í raðir ÍBV seint á síðasta ári og átti að hjálpa til við að bæta sóknarleik liðsins eftir að hafa raðað inn mörkum í bandaríska háskólaboltanum. Sydney var á sínum tíma valin í bæði U-17 og U-19 ára landslið Bandaríkjanna á sínum tíma.
Sydney hafði leikið fjóra leiki með ÍBV í Lengjubikarnum og var svo í byrjunarliði liðsins þegar Stjarnan kom í heimsókn til Vestmannaeyja í 1. umferð Bestu deildar kvenna. Varð hún fyrir því óláni að meiðast illa upphafi leiks og var í kjölfarið tekin af velli.
Samkvæmt heimildum Vísis kom í kjölfarið í ljós að um slitið krossband í hné væri að ræða og ljóst að Sydney Carr spilar ekki meira með ÍBV í sumar.
Íþróttadeild Vísis spáði ÍBV 7. sæti Bestu deildar kvenna í ár. Þegar tveimur umferðum er lokið eru Eyjakonur með eitt stig eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við Stjörnuna og tapað 0-1 gegn Selfossi en báðir leikir fóru fram í Eyjum.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.