Ölgerðin hélt langþráða árshátíð í tékkneskum kastala Eiður Þór Árnason skrifar 4. maí 2022 14:19 Spænski salurinn í Prag kastala er einkar glæsilegur. Aðsend Árshátíð Ölgerðarinnar var haldin með pompi og prakt í Prag í Tékklandi á laugardag þar sem 450 starfsmenn komu saman í Prag kastala. Það færist nú í aukana að fyrirtæki haldi starfsmannafögnuði sína á erlendri grundu en skömmu á undan Ölgerðinni hélt verkfræðistofan Efla árshátíð sína í Marrakesh í Marokkó. Árshátíð Ölgerðarinnar fór fram í spænska salnum svokallaða, hátíðarsal sem hefur meðal annars verið notaður fyrir móttökur Tékklandsforseta. Salurinn var byggður á árunum 1602 til 1606 og er með tólf metra lofthæð en kastalann má finna á heimsminjaskrá UNESCO. Eva Ruza og Hjálmar Örn sáu þar um veislustjórnun og Siggi Gunnars þeytti skífum. Þetta var í fyrsta sinn í þrjú ár sem Ölgerðin hélt árshátíð og segir Jóhanna Laufdal Friðriksdóttir, mannauðsstjóri fyrirtækisins, að heimsfaraldurinn hafi auðvitað sett þar strik í reikninginn líkt og hjá öðrum stórum fyrirtækjum. Ölgerðin hafi þess í stað lagt fé til hliðar í árshátíðarsjóð og svo nýtt tækifærið til þess að fara utan. Mikið líf og fjör var á laugardagskvöld. Aðsend „Með þessu þakkaði Ölgerðin starfsfólkinu sínu fyrir frábæra vinnu við þær afar krefjandi aðstæður sem ríkt hafa undanfarin misseri og hafa meðal annars kostað það að starfsfólkið hefur ekki getað haldið árshátíðir eða komið saman,“ segir Jóhanna. Óhætt sé að segja að starfsfólkið hafi skemmt sér konunglega um helgina. Íslendingar orðnir ferðasjúkir Þór Bæring Ólafsson, annar eigenda ferðaskrifstofunnar Komdu með, segir að það hafi færst mjög í aukana eftir afléttingar sóttvarnatakmarkanna að fyrirtæki reyni að gera vel við starfsfólk sitt og leggi land undir fót. „Það er búið að vera hálfgerð sprenging í þeim efnum. Það eru ansi mörg fyrirtæki sem eru akkúrat í þessari stöðu núna að vilja fara út með fólkið enda ekki búið að fara neitt í tvö til þrjú ár og margir ekki einu sinni búnir að halda árshátíð svo eðlilega er reynt að gera þetta svolítið flott núna.“ Siggi Gunnars hélt uppi fjörinu.Aðsend Þór segir að Komdu með hafi skipulagt um tíu slíkar árshátíðir fyrir íslensk fyrirtæki upp á síðkastið og fjölmargar ferðir séu á dagskránni í haust. „Þetta er að vakna aftur til lífsins, það er alveg á hreinu.“ Misjafnt sé hvert fyrirtæki séu að fara en stærri fyrirtæki á borð við Ölgerðina taki oftast leiguvélar undir starfsfólk sitt. Auk þess að skipuleggja ferðir til Prag hefur fyrirtæki Þórs farið með starfsmannahópa á árshátíðir í Alicante, London, Berlín, París og Kaupmannahöfn og Split í Króatíu. Þá hefur fréttastofa upplýsingar um að fyrirtæki hafi sömuleiðis gert sér ferðir til Amsterdam og Brighton á Englandi. Spænski salurinn var kláraður árið 1606 og hefur verið vel haldið við. Aðsend Þór segir að í flestum tilvikum séu þetta helgarferðir þar sem fólk gisti í tvær eða þrjár nætur erlendis. Utanlandsferðirnar einskorðist ekki við ákveðin svið íslensks atvinnulífs heldur sé um að ræða fjölbreyttan hóp fyrirtækja. „Mér finnst vera mikill vilji hjá starfsmannafélögum, sem eru oft búin að safna upp peningum, til að gera eitthvað fyrir starfsfólkið. Það er mikill ferðavilji hjá fólki. Íslendingar eru bara ferðasjúkir núna.“ Árshátíð Ölgerðarinnar í kastala í Prag segir mér að það sé +- 8 mánuðir í næsta hrun.Njótum sumarsins pic.twitter.com/wW0C2SZbhd— Sindri Geir (@sindrigeir) April 30, 2022 Eva Ruza og Hjálmar Örn sáu um veislustjórn.Aðsend Hjónin Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, og Marín Magnúsdóttir athafnakona létu sig ekki vanta. Aðsend DJ Sóley fékk frí frá skífuþeytingum þetta kvöldið og dansaði þeim mun meira í staðinn. Sóley er vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni. Samkvæmislífið Tékkland Íslendingar erlendis Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Fleiri fréttir Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Sjá meira
Árshátíð Ölgerðarinnar fór fram í spænska salnum svokallaða, hátíðarsal sem hefur meðal annars verið notaður fyrir móttökur Tékklandsforseta. Salurinn var byggður á árunum 1602 til 1606 og er með tólf metra lofthæð en kastalann má finna á heimsminjaskrá UNESCO. Eva Ruza og Hjálmar Örn sáu þar um veislustjórnun og Siggi Gunnars þeytti skífum. Þetta var í fyrsta sinn í þrjú ár sem Ölgerðin hélt árshátíð og segir Jóhanna Laufdal Friðriksdóttir, mannauðsstjóri fyrirtækisins, að heimsfaraldurinn hafi auðvitað sett þar strik í reikninginn líkt og hjá öðrum stórum fyrirtækjum. Ölgerðin hafi þess í stað lagt fé til hliðar í árshátíðarsjóð og svo nýtt tækifærið til þess að fara utan. Mikið líf og fjör var á laugardagskvöld. Aðsend „Með þessu þakkaði Ölgerðin starfsfólkinu sínu fyrir frábæra vinnu við þær afar krefjandi aðstæður sem ríkt hafa undanfarin misseri og hafa meðal annars kostað það að starfsfólkið hefur ekki getað haldið árshátíðir eða komið saman,“ segir Jóhanna. Óhætt sé að segja að starfsfólkið hafi skemmt sér konunglega um helgina. Íslendingar orðnir ferðasjúkir Þór Bæring Ólafsson, annar eigenda ferðaskrifstofunnar Komdu með, segir að það hafi færst mjög í aukana eftir afléttingar sóttvarnatakmarkanna að fyrirtæki reyni að gera vel við starfsfólk sitt og leggi land undir fót. „Það er búið að vera hálfgerð sprenging í þeim efnum. Það eru ansi mörg fyrirtæki sem eru akkúrat í þessari stöðu núna að vilja fara út með fólkið enda ekki búið að fara neitt í tvö til þrjú ár og margir ekki einu sinni búnir að halda árshátíð svo eðlilega er reynt að gera þetta svolítið flott núna.“ Siggi Gunnars hélt uppi fjörinu.Aðsend Þór segir að Komdu með hafi skipulagt um tíu slíkar árshátíðir fyrir íslensk fyrirtæki upp á síðkastið og fjölmargar ferðir séu á dagskránni í haust. „Þetta er að vakna aftur til lífsins, það er alveg á hreinu.“ Misjafnt sé hvert fyrirtæki séu að fara en stærri fyrirtæki á borð við Ölgerðina taki oftast leiguvélar undir starfsfólk sitt. Auk þess að skipuleggja ferðir til Prag hefur fyrirtæki Þórs farið með starfsmannahópa á árshátíðir í Alicante, London, Berlín, París og Kaupmannahöfn og Split í Króatíu. Þá hefur fréttastofa upplýsingar um að fyrirtæki hafi sömuleiðis gert sér ferðir til Amsterdam og Brighton á Englandi. Spænski salurinn var kláraður árið 1606 og hefur verið vel haldið við. Aðsend Þór segir að í flestum tilvikum séu þetta helgarferðir þar sem fólk gisti í tvær eða þrjár nætur erlendis. Utanlandsferðirnar einskorðist ekki við ákveðin svið íslensks atvinnulífs heldur sé um að ræða fjölbreyttan hóp fyrirtækja. „Mér finnst vera mikill vilji hjá starfsmannafélögum, sem eru oft búin að safna upp peningum, til að gera eitthvað fyrir starfsfólkið. Það er mikill ferðavilji hjá fólki. Íslendingar eru bara ferðasjúkir núna.“ Árshátíð Ölgerðarinnar í kastala í Prag segir mér að það sé +- 8 mánuðir í næsta hrun.Njótum sumarsins pic.twitter.com/wW0C2SZbhd— Sindri Geir (@sindrigeir) April 30, 2022 Eva Ruza og Hjálmar Örn sáu um veislustjórn.Aðsend Hjónin Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, og Marín Magnúsdóttir athafnakona létu sig ekki vanta. Aðsend DJ Sóley fékk frí frá skífuþeytingum þetta kvöldið og dansaði þeim mun meira í staðinn. Sóley er vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni.
Samkvæmislífið Tékkland Íslendingar erlendis Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Fleiri fréttir Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Sjá meira