Covid-19 smit í portúgalska Eurovision hópnum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. maí 2022 13:21 MARO á fyrstu æfingu sinni á stóra sviðinu í Tórínó. EBU Meðlimur í portúgalska Eurovision hópnum greindist með Covid-19 í skimun í PalaOlimpico tónleikahöllinni í Torino. Ekki kemur fram í tilkynningunni hvort einstaklingurinn sem greindist er hluti atriðinu á sviðinu eða hvort þetta er einhver í fylgdarhópnum. Portúgal keppir á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision þann 10. maí, líkt og Ísland. Samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum Eurovision er einstaklingurinn ekki með nein einkenni. Reglum samkvæmt er einstaklingurinn kominn á hótelherbergi sitt í sjö daga einangrun. Þurfti viðkomandi líka að fara í PCR próf. Ekki liggur fyrir hvort smitaði einstaklingurinn verður laus úr einangrun þegar Portúgal keppir á þriðjudag. Söngkonan MARO flytur lag Portúgal í keppninni í ár og er með nokkrar bakraddir á sviðinu. Reglurnar í keppninni eru þannig að allir aðrir meðlimir portúgalska hópsins í keppninni þurfa nú að bera grímur bæði innan og utan Eurovision hallarinnar. Portúgal mun ekki hætta við æfingu sína á sviðinu sem á að fara fram síðar í dag. Hér fyrir neðan má sjá framlag Portúgals til Eurovision ár, MARO með lagið Saudade Saudade. Íslensku keppendurnir fengu ekki að keppa á stóra sviðinu í Eurovision í Rotterdam á síðasta ári vegna Covid smita innan hópsins. Þess í stað var upptaka frá æfingu Daða og Gagnamagnsins spiluð á lokakvöldinu. Það kom þó ekki að sök og endaði Ísland í fjórða sæti í lokakeppni Eurovision. Tónlist Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Portúgal Tengdar fréttir Árný Fjóla verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision Árný Fjóla Ásmundsdóttir meðlimur í Gagnamagninu verður stigakynnir Íslands í Eurovision keppninni í ár. 4. maí 2022 12:40 „Stöndum öll saman þegar það kemur að stóru stundinni“ Íslenski Eurovision hópurinn flaug út til Tórínó um helgina. Systkinin Sigríður, Eyþór, Elísabet og Elín Eyþórsbörn tóku fyrstu æfinguna á sviðinu í gær. 2. maí 2022 13:31 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Ekki kemur fram í tilkynningunni hvort einstaklingurinn sem greindist er hluti atriðinu á sviðinu eða hvort þetta er einhver í fylgdarhópnum. Portúgal keppir á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision þann 10. maí, líkt og Ísland. Samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum Eurovision er einstaklingurinn ekki með nein einkenni. Reglum samkvæmt er einstaklingurinn kominn á hótelherbergi sitt í sjö daga einangrun. Þurfti viðkomandi líka að fara í PCR próf. Ekki liggur fyrir hvort smitaði einstaklingurinn verður laus úr einangrun þegar Portúgal keppir á þriðjudag. Söngkonan MARO flytur lag Portúgal í keppninni í ár og er með nokkrar bakraddir á sviðinu. Reglurnar í keppninni eru þannig að allir aðrir meðlimir portúgalska hópsins í keppninni þurfa nú að bera grímur bæði innan og utan Eurovision hallarinnar. Portúgal mun ekki hætta við æfingu sína á sviðinu sem á að fara fram síðar í dag. Hér fyrir neðan má sjá framlag Portúgals til Eurovision ár, MARO með lagið Saudade Saudade. Íslensku keppendurnir fengu ekki að keppa á stóra sviðinu í Eurovision í Rotterdam á síðasta ári vegna Covid smita innan hópsins. Þess í stað var upptaka frá æfingu Daða og Gagnamagnsins spiluð á lokakvöldinu. Það kom þó ekki að sök og endaði Ísland í fjórða sæti í lokakeppni Eurovision.
Tónlist Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Portúgal Tengdar fréttir Árný Fjóla verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision Árný Fjóla Ásmundsdóttir meðlimur í Gagnamagninu verður stigakynnir Íslands í Eurovision keppninni í ár. 4. maí 2022 12:40 „Stöndum öll saman þegar það kemur að stóru stundinni“ Íslenski Eurovision hópurinn flaug út til Tórínó um helgina. Systkinin Sigríður, Eyþór, Elísabet og Elín Eyþórsbörn tóku fyrstu æfinguna á sviðinu í gær. 2. maí 2022 13:31 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Árný Fjóla verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision Árný Fjóla Ásmundsdóttir meðlimur í Gagnamagninu verður stigakynnir Íslands í Eurovision keppninni í ár. 4. maí 2022 12:40
„Stöndum öll saman þegar það kemur að stóru stundinni“ Íslenski Eurovision hópurinn flaug út til Tórínó um helgina. Systkinin Sigríður, Eyþór, Elísabet og Elín Eyþórsbörn tóku fyrstu æfinguna á sviðinu í gær. 2. maí 2022 13:31