NFL-deild gaf það út í dag hvaða leikir í NFL-deildinni munu fara fram utan Bandaríkjanna á komandi tímabilli. Leikir fara fram í München í Þýskalandi, í London í Englandi og í Mexíkóborg í Mexíkó.
Leikur Seattle Seahawks og Tampa Bay Buccaneers fer fram á Allianz Arena, heimavelli Bayern München, 13. nóvember.
NFL hafði áður gefið það út í febrúar að deildin hefði samið um það að spila fjóra leiki í Þýskalandi næstu fjögur árin, tvo í München og aðra tvo í Frankfurt.
Tom Brady er leikstjórnandi Tampa Bay Buccaneers en hann hætti við að hætta og spilar sitt 23. tímabil í deildinni í ár.
Buccaneers á enn eftir að vinna leik utan Bandaríkjanna en liðið hefur tapað öllum þremur leikjum sínum sem fóru fram í London.
Jacksonville Jaguars mun spila heimaleik á Wembley Stadium, Green Bay Packers og New Orleans Saints munu bæði spila heimaleik á Tottenham Hotspur Stadium og Arizona Cardinals spilar heimavelli á Estadio Azteca í Mexíkóborg.