„Stórkostlega alvarleg tíðindi“ Snorri Másson skrifar 3. maí 2022 20:32 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar var saksóknari áður en hún settist á þing. Hún hefur miklar áhyggjur af áformum hluta dómara í Hæstarétti Bandaríkjanna um að afnema ákvörðunina um Roe gegn Wade úr gildi. Vísir Þingmaður Viðreisnar segir áform í Bandaríkjunum um að fella úr gildi alríkisvernd á rétti kvenna til þungunarrofs grafalvarleg tíðindi. Forseti Bandaríkjanna hvetur dómara til að styðja ekki hugmyndina, enda væri hún grundvallarbreyting til hins verra á bandarísku réttarfari. Margir hafa orðið til þess að lýsa alvarlegum efasemdum um áform ákveðinna hæstaréttardómara í Bandaríkjunum um að fella úr gildi ákvörðun frá 1973. Sú ákvörðun, kennd við prófmálið Roe gegn Wade, tryggir konum stjórnarskrárvarða vernd frá ákvörðunum einstakra ríkja um að banna þungunarrof. Forseti Bandaríkjanna segist vona að ekki allir dómarar réttarins styðji hugmyndina, enda myndi niðurstaðan einnig breyta skilningi á friðhelgi einkalífs fólks almennt. „Ef þessi ákvörðun stendur er þetta ansi róttæk ákvörðun. Mun þetta þýða að í Flórída muni vera hægt að leiða í lög bann við hjónabandi fólks af sama kyni? Það er heildarmynd í þessu og þetta er grundvallarbreyting á réttarkerfi Bandaríkjanna,“ sagði Biden í samtali við fréttamenn í dag. Ævintýralegt bakslag að öllu leyti Í svipaðan streng tekur þingmaður Viðreisnar, sem var saksóknari áður en hún tók sæti á þingi. „Þetta eru stórkostlega alvarleg tíðindi og ævintýralegt bakslag að öllu leyti,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður. Þorbjörg bætir því við að þessi þróun sé til marks um að forsetatíð Donald Trump hafi ekki aðeins verið fjögurra ára blettur á sögu Bandaríkjanna, heldur muni hún draga dilk á eftir sér. Það sýni viðleitni þeirra dómara nú, sem Trump skipaði á meðan hann fór með stjórnartaumana. Sú staðreynd að drög að úrskurðinum hafi lekið sé til marks um að það ríki stríðsástand innan hæstaréttar Bandaríkjanna, segir Þorbjörg Sex dómararnir eru skipaðir af repúblikönum, þrír af demókrötum. „Þetta hefur aldrei gerst í sögu dómstólsins. Ég held að þessi leki þjóni ákveðnum tilgangi, sem er að skapa þrýsting á dómstólinn. Hvað þetta gæti þýtt? Ég held að þetta yrði í reynd þannig að Hæstiréttur Bandaríkjanna væri að segja sig úr lögum við hið siðaða samfélag ef þetta yrði niðurstaðan, því þetta er í reynd að afnema mannréttindi kvenna, rétt kvenna til að haga sínu lífi eins og þær sjálfar vilja og er ekkert annað en árás á konur,“ segir Þorbjörg. Gera má ráð fyrir því, ef ákvörðunin gengur í gegn, að löggjöf um þungunarrof verði bitbein fyrir sérhverjar kosningar í framhaldinu, enda munu ríkisstjórar hafa það í hendi sér að leggja bann við slíkum aðgerðum, að hluta til eða í heild. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Viðreisn Þungunarrof Tengdar fréttir Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53 Vaktin: Útlit fyrir að þungunarrof verði bannað víða í Bandaríkjunum Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að hæstiréttur landsins hyggist ógilda niðurstöðuna í málinu Roe gegn Wade, sem tryggði konum réttinn til þungunarrofs. Fréttirnar byggja á áliti meirihlutans, sem virðist hafa verið lekið, en þar kemur fram að dómstóllinn vilji færa ákvörðunarvaldið um þungunarrof aftur til löggjafans. 3. maí 2022 08:06 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Margir hafa orðið til þess að lýsa alvarlegum efasemdum um áform ákveðinna hæstaréttardómara í Bandaríkjunum um að fella úr gildi ákvörðun frá 1973. Sú ákvörðun, kennd við prófmálið Roe gegn Wade, tryggir konum stjórnarskrárvarða vernd frá ákvörðunum einstakra ríkja um að banna þungunarrof. Forseti Bandaríkjanna segist vona að ekki allir dómarar réttarins styðji hugmyndina, enda myndi niðurstaðan einnig breyta skilningi á friðhelgi einkalífs fólks almennt. „Ef þessi ákvörðun stendur er þetta ansi róttæk ákvörðun. Mun þetta þýða að í Flórída muni vera hægt að leiða í lög bann við hjónabandi fólks af sama kyni? Það er heildarmynd í þessu og þetta er grundvallarbreyting á réttarkerfi Bandaríkjanna,“ sagði Biden í samtali við fréttamenn í dag. Ævintýralegt bakslag að öllu leyti Í svipaðan streng tekur þingmaður Viðreisnar, sem var saksóknari áður en hún tók sæti á þingi. „Þetta eru stórkostlega alvarleg tíðindi og ævintýralegt bakslag að öllu leyti,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður. Þorbjörg bætir því við að þessi þróun sé til marks um að forsetatíð Donald Trump hafi ekki aðeins verið fjögurra ára blettur á sögu Bandaríkjanna, heldur muni hún draga dilk á eftir sér. Það sýni viðleitni þeirra dómara nú, sem Trump skipaði á meðan hann fór með stjórnartaumana. Sú staðreynd að drög að úrskurðinum hafi lekið sé til marks um að það ríki stríðsástand innan hæstaréttar Bandaríkjanna, segir Þorbjörg Sex dómararnir eru skipaðir af repúblikönum, þrír af demókrötum. „Þetta hefur aldrei gerst í sögu dómstólsins. Ég held að þessi leki þjóni ákveðnum tilgangi, sem er að skapa þrýsting á dómstólinn. Hvað þetta gæti þýtt? Ég held að þetta yrði í reynd þannig að Hæstiréttur Bandaríkjanna væri að segja sig úr lögum við hið siðaða samfélag ef þetta yrði niðurstaðan, því þetta er í reynd að afnema mannréttindi kvenna, rétt kvenna til að haga sínu lífi eins og þær sjálfar vilja og er ekkert annað en árás á konur,“ segir Þorbjörg. Gera má ráð fyrir því, ef ákvörðunin gengur í gegn, að löggjöf um þungunarrof verði bitbein fyrir sérhverjar kosningar í framhaldinu, enda munu ríkisstjórar hafa það í hendi sér að leggja bann við slíkum aðgerðum, að hluta til eða í heild.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Viðreisn Þungunarrof Tengdar fréttir Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53 Vaktin: Útlit fyrir að þungunarrof verði bannað víða í Bandaríkjunum Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að hæstiréttur landsins hyggist ógilda niðurstöðuna í málinu Roe gegn Wade, sem tryggði konum réttinn til þungunarrofs. Fréttirnar byggja á áliti meirihlutans, sem virðist hafa verið lekið, en þar kemur fram að dómstóllinn vilji færa ákvörðunarvaldið um þungunarrof aftur til löggjafans. 3. maí 2022 08:06 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53
Vaktin: Útlit fyrir að þungunarrof verði bannað víða í Bandaríkjunum Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að hæstiréttur landsins hyggist ógilda niðurstöðuna í málinu Roe gegn Wade, sem tryggði konum réttinn til þungunarrofs. Fréttirnar byggja á áliti meirihlutans, sem virðist hafa verið lekið, en þar kemur fram að dómstóllinn vilji færa ákvörðunarvaldið um þungunarrof aftur til löggjafans. 3. maí 2022 08:06