„Stórkostlega alvarleg tíðindi“ Snorri Másson skrifar 3. maí 2022 20:32 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar var saksóknari áður en hún settist á þing. Hún hefur miklar áhyggjur af áformum hluta dómara í Hæstarétti Bandaríkjanna um að afnema ákvörðunina um Roe gegn Wade úr gildi. Vísir Þingmaður Viðreisnar segir áform í Bandaríkjunum um að fella úr gildi alríkisvernd á rétti kvenna til þungunarrofs grafalvarleg tíðindi. Forseti Bandaríkjanna hvetur dómara til að styðja ekki hugmyndina, enda væri hún grundvallarbreyting til hins verra á bandarísku réttarfari. Margir hafa orðið til þess að lýsa alvarlegum efasemdum um áform ákveðinna hæstaréttardómara í Bandaríkjunum um að fella úr gildi ákvörðun frá 1973. Sú ákvörðun, kennd við prófmálið Roe gegn Wade, tryggir konum stjórnarskrárvarða vernd frá ákvörðunum einstakra ríkja um að banna þungunarrof. Forseti Bandaríkjanna segist vona að ekki allir dómarar réttarins styðji hugmyndina, enda myndi niðurstaðan einnig breyta skilningi á friðhelgi einkalífs fólks almennt. „Ef þessi ákvörðun stendur er þetta ansi róttæk ákvörðun. Mun þetta þýða að í Flórída muni vera hægt að leiða í lög bann við hjónabandi fólks af sama kyni? Það er heildarmynd í þessu og þetta er grundvallarbreyting á réttarkerfi Bandaríkjanna,“ sagði Biden í samtali við fréttamenn í dag. Ævintýralegt bakslag að öllu leyti Í svipaðan streng tekur þingmaður Viðreisnar, sem var saksóknari áður en hún tók sæti á þingi. „Þetta eru stórkostlega alvarleg tíðindi og ævintýralegt bakslag að öllu leyti,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður. Þorbjörg bætir því við að þessi þróun sé til marks um að forsetatíð Donald Trump hafi ekki aðeins verið fjögurra ára blettur á sögu Bandaríkjanna, heldur muni hún draga dilk á eftir sér. Það sýni viðleitni þeirra dómara nú, sem Trump skipaði á meðan hann fór með stjórnartaumana. Sú staðreynd að drög að úrskurðinum hafi lekið sé til marks um að það ríki stríðsástand innan hæstaréttar Bandaríkjanna, segir Þorbjörg Sex dómararnir eru skipaðir af repúblikönum, þrír af demókrötum. „Þetta hefur aldrei gerst í sögu dómstólsins. Ég held að þessi leki þjóni ákveðnum tilgangi, sem er að skapa þrýsting á dómstólinn. Hvað þetta gæti þýtt? Ég held að þetta yrði í reynd þannig að Hæstiréttur Bandaríkjanna væri að segja sig úr lögum við hið siðaða samfélag ef þetta yrði niðurstaðan, því þetta er í reynd að afnema mannréttindi kvenna, rétt kvenna til að haga sínu lífi eins og þær sjálfar vilja og er ekkert annað en árás á konur,“ segir Þorbjörg. Gera má ráð fyrir því, ef ákvörðunin gengur í gegn, að löggjöf um þungunarrof verði bitbein fyrir sérhverjar kosningar í framhaldinu, enda munu ríkisstjórar hafa það í hendi sér að leggja bann við slíkum aðgerðum, að hluta til eða í heild. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Viðreisn Þungunarrof Tengdar fréttir Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53 Vaktin: Útlit fyrir að þungunarrof verði bannað víða í Bandaríkjunum Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að hæstiréttur landsins hyggist ógilda niðurstöðuna í málinu Roe gegn Wade, sem tryggði konum réttinn til þungunarrofs. Fréttirnar byggja á áliti meirihlutans, sem virðist hafa verið lekið, en þar kemur fram að dómstóllinn vilji færa ákvörðunarvaldið um þungunarrof aftur til löggjafans. 3. maí 2022 08:06 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Margir hafa orðið til þess að lýsa alvarlegum efasemdum um áform ákveðinna hæstaréttardómara í Bandaríkjunum um að fella úr gildi ákvörðun frá 1973. Sú ákvörðun, kennd við prófmálið Roe gegn Wade, tryggir konum stjórnarskrárvarða vernd frá ákvörðunum einstakra ríkja um að banna þungunarrof. Forseti Bandaríkjanna segist vona að ekki allir dómarar réttarins styðji hugmyndina, enda myndi niðurstaðan einnig breyta skilningi á friðhelgi einkalífs fólks almennt. „Ef þessi ákvörðun stendur er þetta ansi róttæk ákvörðun. Mun þetta þýða að í Flórída muni vera hægt að leiða í lög bann við hjónabandi fólks af sama kyni? Það er heildarmynd í þessu og þetta er grundvallarbreyting á réttarkerfi Bandaríkjanna,“ sagði Biden í samtali við fréttamenn í dag. Ævintýralegt bakslag að öllu leyti Í svipaðan streng tekur þingmaður Viðreisnar, sem var saksóknari áður en hún tók sæti á þingi. „Þetta eru stórkostlega alvarleg tíðindi og ævintýralegt bakslag að öllu leyti,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður. Þorbjörg bætir því við að þessi þróun sé til marks um að forsetatíð Donald Trump hafi ekki aðeins verið fjögurra ára blettur á sögu Bandaríkjanna, heldur muni hún draga dilk á eftir sér. Það sýni viðleitni þeirra dómara nú, sem Trump skipaði á meðan hann fór með stjórnartaumana. Sú staðreynd að drög að úrskurðinum hafi lekið sé til marks um að það ríki stríðsástand innan hæstaréttar Bandaríkjanna, segir Þorbjörg Sex dómararnir eru skipaðir af repúblikönum, þrír af demókrötum. „Þetta hefur aldrei gerst í sögu dómstólsins. Ég held að þessi leki þjóni ákveðnum tilgangi, sem er að skapa þrýsting á dómstólinn. Hvað þetta gæti þýtt? Ég held að þetta yrði í reynd þannig að Hæstiréttur Bandaríkjanna væri að segja sig úr lögum við hið siðaða samfélag ef þetta yrði niðurstaðan, því þetta er í reynd að afnema mannréttindi kvenna, rétt kvenna til að haga sínu lífi eins og þær sjálfar vilja og er ekkert annað en árás á konur,“ segir Þorbjörg. Gera má ráð fyrir því, ef ákvörðunin gengur í gegn, að löggjöf um þungunarrof verði bitbein fyrir sérhverjar kosningar í framhaldinu, enda munu ríkisstjórar hafa það í hendi sér að leggja bann við slíkum aðgerðum, að hluta til eða í heild.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Viðreisn Þungunarrof Tengdar fréttir Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53 Vaktin: Útlit fyrir að þungunarrof verði bannað víða í Bandaríkjunum Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að hæstiréttur landsins hyggist ógilda niðurstöðuna í málinu Roe gegn Wade, sem tryggði konum réttinn til þungunarrofs. Fréttirnar byggja á áliti meirihlutans, sem virðist hafa verið lekið, en þar kemur fram að dómstóllinn vilji færa ákvörðunarvaldið um þungunarrof aftur til löggjafans. 3. maí 2022 08:06 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53
Vaktin: Útlit fyrir að þungunarrof verði bannað víða í Bandaríkjunum Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að hæstiréttur landsins hyggist ógilda niðurstöðuna í málinu Roe gegn Wade, sem tryggði konum réttinn til þungunarrofs. Fréttirnar byggja á áliti meirihlutans, sem virðist hafa verið lekið, en þar kemur fram að dómstóllinn vilji færa ákvörðunarvaldið um þungunarrof aftur til löggjafans. 3. maí 2022 08:06