Dæmdur í sex leikja bann en segist vera alsaklaus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2022 14:00 DeAndre Hopkins er frábær útherji og fáir betri að grípa boltann í þröngri stöðu. Hér hefur hann hann skorað snertimark fyrir Arizona Cardinals. Getty/Emilee Chinn DeAndre Hopkins, stjörnuútherji Arizona Cardinals í NFL-deildinni, var í gær dæmdur í sex leikja bann fyrir að hafa orðið uppvís af því að nota ólögleg efni. Hopkins heldur fram sakleysi sínu. NFL-deildin segir að leikmaðurinn hafi nota frammistöðubætandi efni en leikmaðurinn sjálfur kemur alveg af fjöllum og skilur ekki hvernig þetta gat gerst. View this post on Instagram A post shared by NFL on FOX (@nflonfox) Doug Sanders, umboðsmaður Hopkins, sagði blaðamanni ESPN að það hafi fundist leyfar af þessum efnum í nóvember en í lyfjaprófum í mánuðinum á undan og mánuðinum á eftir hafi ekki fundist neitt. Hopkins sagðist vera í áfalli þegar hann tjáði sig um fréttirnar á samfélagsmiðlum sínum. Þetta hafi komið honum alveg í opna skjöldu. „Ég var ringlaður og í áfalli þegar ég frétti þetta. Ég passa mikið hvað ég læt ofan í mig og hef alltaf notað heildrænar lækningar. Ég vinn nú að því með mínu teymi að komast að því hvernig þetta gat gerst,“ skrifaði DeAndre Hopkins. „Eins varlega og ég hef farið þá hef ég greinilega ekki farið nógu varlega. Ég bið stuðningsmenn Cardinals, liðsfélaga mína og allt Cardinals félagið afsökunar á því. Ég vil aldrei bregðast mínu liði. Ég ætla mér að komast að hinu sanna. Um leið og ég fæ frekari upplýsingar þá mun ég segja ykkur frá þeim,“ skrifaði Hopkins. View this post on Instagram A post shared by Deandre Hopkins (@deandrehopkins) Hopkins má spila með liðinu á undirbúningstímabilinu og æfa með því alveg fram að fyrsta leik á leiktíðinni. Hopkins verður þrítugur í sumar og var að klára erfitt tímabil þar sem hann glímdi mikið við meiðsli og úr varð hann lélegasta tímabil á ferlinum. Hopkins missti fyrst af þremur leikjum um mitt tímabilið vegna tognunar aftan í læri og svo af síðustu fjórum leikjunum og leiknum í úrslitakeppni vegna hnémeiðsla. Það efast þó fáir um hæfileika Hopkins sem hefur lengi verið í hópi allra bestu útherja NFL-deildarinnar enda hefur hann þrisvar verið kosinn í lið ársins og fimm sinnum verið valinn í stjörnuleikinn. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
NFL-deildin segir að leikmaðurinn hafi nota frammistöðubætandi efni en leikmaðurinn sjálfur kemur alveg af fjöllum og skilur ekki hvernig þetta gat gerst. View this post on Instagram A post shared by NFL on FOX (@nflonfox) Doug Sanders, umboðsmaður Hopkins, sagði blaðamanni ESPN að það hafi fundist leyfar af þessum efnum í nóvember en í lyfjaprófum í mánuðinum á undan og mánuðinum á eftir hafi ekki fundist neitt. Hopkins sagðist vera í áfalli þegar hann tjáði sig um fréttirnar á samfélagsmiðlum sínum. Þetta hafi komið honum alveg í opna skjöldu. „Ég var ringlaður og í áfalli þegar ég frétti þetta. Ég passa mikið hvað ég læt ofan í mig og hef alltaf notað heildrænar lækningar. Ég vinn nú að því með mínu teymi að komast að því hvernig þetta gat gerst,“ skrifaði DeAndre Hopkins. „Eins varlega og ég hef farið þá hef ég greinilega ekki farið nógu varlega. Ég bið stuðningsmenn Cardinals, liðsfélaga mína og allt Cardinals félagið afsökunar á því. Ég vil aldrei bregðast mínu liði. Ég ætla mér að komast að hinu sanna. Um leið og ég fæ frekari upplýsingar þá mun ég segja ykkur frá þeim,“ skrifaði Hopkins. View this post on Instagram A post shared by Deandre Hopkins (@deandrehopkins) Hopkins má spila með liðinu á undirbúningstímabilinu og æfa með því alveg fram að fyrsta leik á leiktíðinni. Hopkins verður þrítugur í sumar og var að klára erfitt tímabil þar sem hann glímdi mikið við meiðsli og úr varð hann lélegasta tímabil á ferlinum. Hopkins missti fyrst af þremur leikjum um mitt tímabilið vegna tognunar aftan í læri og svo af síðustu fjórum leikjunum og leiknum í úrslitakeppni vegna hnémeiðsla. Það efast þó fáir um hæfileika Hopkins sem hefur lengi verið í hópi allra bestu útherja NFL-deildarinnar enda hefur hann þrisvar verið kosinn í lið ársins og fimm sinnum verið valinn í stjörnuleikinn. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl)
NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira