700 milljónir í hús og einn íbúi Sólveig Bjarney Daníelsdóttir skrifar 30. apríl 2022 19:02 Ekki eru allar ferðir til fjár og það á við um tilraun meirihlutans í Reykjavík til að skapa heimilislausum húsnæði. Eins þarft verk og það er, blasir við að nauðsynlegt er að vanda til verka og fara vel með takmörkuð fjárráð. Segja má að allt þetta hafi farið úrskeiðis þegar meirihlutinn ákvað að reyna að leysa vanda heimilislausra með því að setja upp smáhýsi víðsvegar í borginni. Nú er svo komið að ríflega 700 milljónir króna hafa verið settar í verkið og aðeins einn íbúi nýtir sér húsnæðið. Hvernig má það vera? Jú, aðferðarfræðin er röng. Það er fráleit nálgun að ætla að setja slík hús niður á fáförnum stöðum eftirlitslaust. Í Gufunesi eru fimm hús, þar býr einn maður, búið er að eyðileggja innbú annarra húsa og kveikja í einu þeirra. Í Skútuvogi eru þrjú hús sem hefur tekið óratíma að setja upp, þrátt fyrir að þau hafi komið tilbúin að utan. Þar býr enginn. Flest smáhýsanna strönduðu á geymslusvæði borgarinnar í Skerjafirði þar sem þau stóðu í löngum röðum eftir að hafa verið flutt inn til landsins. Já, það var ekki einu sinni hægt að styðja við íslenskan iðnað. Verst er að á sama tíma hefur meirihlutinn tregðast við að styðja við þau samtök sem í nafni mannúðar eru að reyna að aðstoða þennan hóp. Dæmi um slíkt er Skjólið-dagsetur fyrir konur sem hafa t.d ekki fastan samastað yfir daginn. Hjálparstarf kirkjunnar rekur þetta úrræði og er það staðsett í Grensáskirkju. Borgarstjóri hundsaði allar óskir um styrki til þeirra þar til ekki var lengur hægt að verja slíka ákvörðun. Sama afstaða var til Hjálpræðishersins sem alltaf hefur reynt að aðstoða heimilislausa. Nálgast þarf heimilislausa eins og aðra, þar sem hver og einn einstaklingur fær viðeigandi þjónustu og stuðning með mannúð að leiðarljósi. Allir vilja eiga aðgang að húsaskjóli og fá að vera í friði. Þessum 700 milljónunum hefði verið betur varið í að setja upp úrræði sem henta þessum einstaklingum og þá í samráði við aðila sem þekkja þarfir þeirra og vilja. Þessu vil ég breyta fái ég til þess umboð ykkar í vor. Setjum X við M þann 14. maí næstkomandi. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur, aðstoðardeildarstjóri Bráðaþjónustu geðsviðs og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ekki eru allar ferðir til fjár og það á við um tilraun meirihlutans í Reykjavík til að skapa heimilislausum húsnæði. Eins þarft verk og það er, blasir við að nauðsynlegt er að vanda til verka og fara vel með takmörkuð fjárráð. Segja má að allt þetta hafi farið úrskeiðis þegar meirihlutinn ákvað að reyna að leysa vanda heimilislausra með því að setja upp smáhýsi víðsvegar í borginni. Nú er svo komið að ríflega 700 milljónir króna hafa verið settar í verkið og aðeins einn íbúi nýtir sér húsnæðið. Hvernig má það vera? Jú, aðferðarfræðin er röng. Það er fráleit nálgun að ætla að setja slík hús niður á fáförnum stöðum eftirlitslaust. Í Gufunesi eru fimm hús, þar býr einn maður, búið er að eyðileggja innbú annarra húsa og kveikja í einu þeirra. Í Skútuvogi eru þrjú hús sem hefur tekið óratíma að setja upp, þrátt fyrir að þau hafi komið tilbúin að utan. Þar býr enginn. Flest smáhýsanna strönduðu á geymslusvæði borgarinnar í Skerjafirði þar sem þau stóðu í löngum röðum eftir að hafa verið flutt inn til landsins. Já, það var ekki einu sinni hægt að styðja við íslenskan iðnað. Verst er að á sama tíma hefur meirihlutinn tregðast við að styðja við þau samtök sem í nafni mannúðar eru að reyna að aðstoða þennan hóp. Dæmi um slíkt er Skjólið-dagsetur fyrir konur sem hafa t.d ekki fastan samastað yfir daginn. Hjálparstarf kirkjunnar rekur þetta úrræði og er það staðsett í Grensáskirkju. Borgarstjóri hundsaði allar óskir um styrki til þeirra þar til ekki var lengur hægt að verja slíka ákvörðun. Sama afstaða var til Hjálpræðishersins sem alltaf hefur reynt að aðstoða heimilislausa. Nálgast þarf heimilislausa eins og aðra, þar sem hver og einn einstaklingur fær viðeigandi þjónustu og stuðning með mannúð að leiðarljósi. Allir vilja eiga aðgang að húsaskjóli og fá að vera í friði. Þessum 700 milljónunum hefði verið betur varið í að setja upp úrræði sem henta þessum einstaklingum og þá í samráði við aðila sem þekkja þarfir þeirra og vilja. Þessu vil ég breyta fái ég til þess umboð ykkar í vor. Setjum X við M þann 14. maí næstkomandi. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur, aðstoðardeildarstjóri Bráðaþjónustu geðsviðs og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar