Skoðað hvort rétt hefur verið staðið að aflífun hrossins Smári Jökull Jónsson skrifar 30. apríl 2022 15:36 Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá MAST, segir að hestshausinn sé í rannsókn hjá tilraunastöðinni á Keldum. Vísir Hestshausinn sem festur var á níðstöngina utan við bæinn Skrauthóla á Kjalarnesi er af ungu hrossi. Tilraunastöðin á Keldum er með málið til skoðunar. Níðstöngin var sett upp við bæinn Skrauthóla í gær og höfðu íbúar samband við lögreglu sem hefur málið til rannsóknar. Starfsmenn MAST komu á svæðið og fjarlægðu hestshausinn sem nú er kominn á tilraunastöðina á Keldum þar sem hann verður rannsakaður. „Keldur er rannsóknastofa fyrir dýrahræ og dýrasjúkdóma og það er meinafræðingur þar sem er að skoða hræið,“ sagði Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir hjá MAST. „Við skoðum hvort rétt hefur verið staðið að aflífun á dýrinu,“ bætir Sigurborg við og segir ekkert komið í ljós hvað það varðar. Sigurborg segir hausinn vera af ungu dýri. „Mér sýnist þetta vera ungt hross. Ekki folald en ungt hross, maður sér það á tönnunum.“ Sigurborg segist ekki eiga von á því að málið komi inn á borð hjá MAST. Hún vill lítið tjá sig um hver viðurlögin væru ef niðurstaðan yrði sú að ekki hefði verið staðið rétt að aflífun. „Fyrst þarf að rannsaka málið og lögreglan er líka með það til rannsóknar. Viðurlög koma fram í lögum, ef það er brot á þeim þá er talið upp hvaða viðurlög eru. Það geta verið stjórnvaldssektir eða kæra til lögreglu.“ Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta er bara líflátshótun“ Kona sem þurfti að flýja heimili sitt eftir að níðstöng með hrossahaus var þar komið upp segist óttast að snúa aftur heim. Hún telur ljóst að um líflátshótun sé að ræða og að mögulegt sé að nágrannar þeirra hafi verið að verki. 29. apríl 2022 20:00 Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. 29. apríl 2022 15:42 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Níðstöngin var sett upp við bæinn Skrauthóla í gær og höfðu íbúar samband við lögreglu sem hefur málið til rannsóknar. Starfsmenn MAST komu á svæðið og fjarlægðu hestshausinn sem nú er kominn á tilraunastöðina á Keldum þar sem hann verður rannsakaður. „Keldur er rannsóknastofa fyrir dýrahræ og dýrasjúkdóma og það er meinafræðingur þar sem er að skoða hræið,“ sagði Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir hjá MAST. „Við skoðum hvort rétt hefur verið staðið að aflífun á dýrinu,“ bætir Sigurborg við og segir ekkert komið í ljós hvað það varðar. Sigurborg segir hausinn vera af ungu dýri. „Mér sýnist þetta vera ungt hross. Ekki folald en ungt hross, maður sér það á tönnunum.“ Sigurborg segist ekki eiga von á því að málið komi inn á borð hjá MAST. Hún vill lítið tjá sig um hver viðurlögin væru ef niðurstaðan yrði sú að ekki hefði verið staðið rétt að aflífun. „Fyrst þarf að rannsaka málið og lögreglan er líka með það til rannsóknar. Viðurlög koma fram í lögum, ef það er brot á þeim þá er talið upp hvaða viðurlög eru. Það geta verið stjórnvaldssektir eða kæra til lögreglu.“
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta er bara líflátshótun“ Kona sem þurfti að flýja heimili sitt eftir að níðstöng með hrossahaus var þar komið upp segist óttast að snúa aftur heim. Hún telur ljóst að um líflátshótun sé að ræða og að mögulegt sé að nágrannar þeirra hafi verið að verki. 29. apríl 2022 20:00 Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. 29. apríl 2022 15:42 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
„Þetta er bara líflátshótun“ Kona sem þurfti að flýja heimili sitt eftir að níðstöng með hrossahaus var þar komið upp segist óttast að snúa aftur heim. Hún telur ljóst að um líflátshótun sé að ræða og að mögulegt sé að nágrannar þeirra hafi verið að verki. 29. apríl 2022 20:00
Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. 29. apríl 2022 15:42