Icebox verður haldið í annað sinn í dag: „Fæ gæsahúð þegar ég tala um þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. apríl 2022 08:01 Davíð Rúnar Bjarnason, hnefaleikaþjálfari og skipuleggjandi Icebox, er vægast sagt spenntur fyrir deginum. Stöð 2 „Ég ákvað bara að stökkva út í djúpu laugina og fara alla leið,“ segir Davíð Rúnar Bjarnason, hnefaleikaþjálfari og einn af skipuleggjendum boxmótsins Icebox sem haldið verður í dag. „Ég tók bara Kaplakrika og breytti honum í alvöru bardagaviðburð. Það heldur betur pakkaðist húsið á 16 dögum fyrir síðasta viðburð og við erum að taka þetta svona þrem til fjórum „levelum“ lengra núna. Þetta verður miklu stærra, miklu flottara, fleiri erlendir keppendur og meiri umgjörð. Það verður alvöru fílingur og skemmtun fyrir alla til að horfa á.“ Boxmótið Icebox verður haldið í annað sinn í dag og í þetta sinnið kemur sterkt lið frá Noregi og meðal annars landsliðsmenn í Norska landsliðinu til þess að keppa við fremsta hnefaleikafólk landsins ásamt margra bardaga á milli klúbba á Íslandi. Davíð segir þó að þetta sé miklu meira en bara box sem fer fram í Kaplakrikanum í dag. „Ég er heldur betur að taka þetta alla leið. Ég er búinn að gera nýtt belti, Icebox Champion belti. Það er alltaf nýtt belti á hverjum viðburði. Ég er með tónlistaratriði í hléi, það eru veitingar í VIP-sætin og þetta er alvöru rokk í þessu. Fólk er að koma þarna ekki bara til að horfa á boxbardaga, heldur að mæta á box-sýningu og þetta er bara upplifun.“ Íslendingar hafa verið nokkuð þyrstir í bardagaíþróttir seíðustu misseri og sást það best á fjölda Íslendinga sem gerðu sér ferð til Lundúna til að horfa á Gunnar Nelson berjast fyrir nokkrum vikum. Davíð vill sjá svipaða stemningu í Kaplakrikanum í dag. „Já alla leið. Þetta er okkar fremsta hnefaleikafólk og obbinn af íslensku hnefaleikastarfi að mæta mjög mörgum flottum boxurum frá Noregi.“ „Líka bara að fylgja Íslandi inn í hring. Allir að öskra: „Ísland, Ísland!“ og þetta er alvöru. Ég fæ gæsahúð þegar ég tala um þetta. Þetta var geggjað síðast og þetta verður sinnum tíu núna.“ Mótið sjálft hefst klukkan 16.00 í Kaplakrika (íþróttahús FH í Hafnafirði) en húsið opnar 15.00. Klippa: Davíð Rúnar Bjarnason, hnefaleikaþjálfari Box Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
„Ég tók bara Kaplakrika og breytti honum í alvöru bardagaviðburð. Það heldur betur pakkaðist húsið á 16 dögum fyrir síðasta viðburð og við erum að taka þetta svona þrem til fjórum „levelum“ lengra núna. Þetta verður miklu stærra, miklu flottara, fleiri erlendir keppendur og meiri umgjörð. Það verður alvöru fílingur og skemmtun fyrir alla til að horfa á.“ Boxmótið Icebox verður haldið í annað sinn í dag og í þetta sinnið kemur sterkt lið frá Noregi og meðal annars landsliðsmenn í Norska landsliðinu til þess að keppa við fremsta hnefaleikafólk landsins ásamt margra bardaga á milli klúbba á Íslandi. Davíð segir þó að þetta sé miklu meira en bara box sem fer fram í Kaplakrikanum í dag. „Ég er heldur betur að taka þetta alla leið. Ég er búinn að gera nýtt belti, Icebox Champion belti. Það er alltaf nýtt belti á hverjum viðburði. Ég er með tónlistaratriði í hléi, það eru veitingar í VIP-sætin og þetta er alvöru rokk í þessu. Fólk er að koma þarna ekki bara til að horfa á boxbardaga, heldur að mæta á box-sýningu og þetta er bara upplifun.“ Íslendingar hafa verið nokkuð þyrstir í bardagaíþróttir seíðustu misseri og sást það best á fjölda Íslendinga sem gerðu sér ferð til Lundúna til að horfa á Gunnar Nelson berjast fyrir nokkrum vikum. Davíð vill sjá svipaða stemningu í Kaplakrikanum í dag. „Já alla leið. Þetta er okkar fremsta hnefaleikafólk og obbinn af íslensku hnefaleikastarfi að mæta mjög mörgum flottum boxurum frá Noregi.“ „Líka bara að fylgja Íslandi inn í hring. Allir að öskra: „Ísland, Ísland!“ og þetta er alvöru. Ég fæ gæsahúð þegar ég tala um þetta. Þetta var geggjað síðast og þetta verður sinnum tíu núna.“ Mótið sjálft hefst klukkan 16.00 í Kaplakrika (íþróttahús FH í Hafnafirði) en húsið opnar 15.00. Klippa: Davíð Rúnar Bjarnason, hnefaleikaþjálfari
Box Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira