Grunnskólinn er fyrir alla nemendur Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 29. apríl 2022 11:01 Menntastefna Samfylkingarinnar byggir á gildum um jöfnuð, félagslegt réttlæti og mannréttindi. Vellíðan barna og ungmenna á að vera í forgrunni í allri stefnumótun skólamála og stuðningur við starfið verður að taka mið af því. Rauður þráður í sýn Samfylkingarinnar er að efnahagur má aldrei ráða möguleikum til menntunar og liður í árangursríku skólastarfi er að tryggja öllum nemendum jöfn tækifæri. Skóli án aðgreiningar Frá því grunnskólinn fluttist yfir til sveitarfélaganna hafa orðið talsverðar breytingar á starfsemi hans. Og enn er deilt um hvort nægilegt fjármagn hafi fylgt verkefninu á sínum tíma. Ein stærsta breytingin sem orðið hefur er hugmyndin um skóla án aðgreiningar. Í skóla án aðgreiningar á að vera pláss fyrir öll börn og þau eiga að fá þá þjónustu sem þau þurfa til að þroska hæfileika sína. Skóli án aðgreiningar fellur vel að hugmyndafræði jafnaðarmanna enda leggjum við áherslu á skóla sem byggja á lýðræði, mannréttindum og jafnrétti, skóla sem fagnar fjölbreytileikanum og rúmar öll börn. Aukum aðgengi að sérfræðiþjónustu Ef við ætlum að búa börnum góð skilyrði til vaxtar og þroska þá verða sveitarfélögin að auka aðgengi skóla og kennara að annarri sérfræðiþjónustu. Forsenda þess að skóli án aðgreiningar virki er að fjölga fagfólki með fjölbreytta þekkingu inni í skólunum sem starfa við hlið kennaranna sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Snemmtæk íhlutun getur skipt sköpum fyrir börnin og mikilvægt er að hafa það í huga að það á að aðstoða börn þó greining sé ekki til staðar. Besta framtíðarfjárfestingin Það er sorglegt til þess að hugsa að börn sem eru nýbyrjuð í skóla upplifi vanmátt af því þau eru í aðstæðum sem þau ráða illa við og fá ekki þann stuðning sem þau þurfa á að halda. Besta framtíðarfjárfesting samfélagsins er að fjárfesta í þessum börnum og gera það sem fyrst áður en vandinn verður of flókinn. Ef við gerum það ekki þá er hættan sú að þau fari á mis við þá menntun og þau tækifæri sem okkur ber að veita þeim í grunnskólanum og afleiðingin getur orðið sú að þau búi við skert lífsgæði. Mikið er því í húfi og það er skylda okkar að koma til móts við þennan hóp. Í bæjarstjórn mun Samfylkingin leggja höfuðáherslu á að efla þjónustu við þennan hóp innan skólans í samvinnu við skólasamfélagið og fagfólkið innan þess. Við þurfum að gera betur í þessum málum - miklu betur. Nemendur og forráðamenn þeirra eiga rétt á því að við tökum á þessum málum af festu með hagsmuni allra nemenda að leiðarljósi - og það munu jafnaðarmenn gera í meirihluta á næsta kjörtímabili. Að sjálfsögðu! Höfundur skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Grunnskólar Skóla- og menntamál Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Menntastefna Samfylkingarinnar byggir á gildum um jöfnuð, félagslegt réttlæti og mannréttindi. Vellíðan barna og ungmenna á að vera í forgrunni í allri stefnumótun skólamála og stuðningur við starfið verður að taka mið af því. Rauður þráður í sýn Samfylkingarinnar er að efnahagur má aldrei ráða möguleikum til menntunar og liður í árangursríku skólastarfi er að tryggja öllum nemendum jöfn tækifæri. Skóli án aðgreiningar Frá því grunnskólinn fluttist yfir til sveitarfélaganna hafa orðið talsverðar breytingar á starfsemi hans. Og enn er deilt um hvort nægilegt fjármagn hafi fylgt verkefninu á sínum tíma. Ein stærsta breytingin sem orðið hefur er hugmyndin um skóla án aðgreiningar. Í skóla án aðgreiningar á að vera pláss fyrir öll börn og þau eiga að fá þá þjónustu sem þau þurfa til að þroska hæfileika sína. Skóli án aðgreiningar fellur vel að hugmyndafræði jafnaðarmanna enda leggjum við áherslu á skóla sem byggja á lýðræði, mannréttindum og jafnrétti, skóla sem fagnar fjölbreytileikanum og rúmar öll börn. Aukum aðgengi að sérfræðiþjónustu Ef við ætlum að búa börnum góð skilyrði til vaxtar og þroska þá verða sveitarfélögin að auka aðgengi skóla og kennara að annarri sérfræðiþjónustu. Forsenda þess að skóli án aðgreiningar virki er að fjölga fagfólki með fjölbreytta þekkingu inni í skólunum sem starfa við hlið kennaranna sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Snemmtæk íhlutun getur skipt sköpum fyrir börnin og mikilvægt er að hafa það í huga að það á að aðstoða börn þó greining sé ekki til staðar. Besta framtíðarfjárfestingin Það er sorglegt til þess að hugsa að börn sem eru nýbyrjuð í skóla upplifi vanmátt af því þau eru í aðstæðum sem þau ráða illa við og fá ekki þann stuðning sem þau þurfa á að halda. Besta framtíðarfjárfesting samfélagsins er að fjárfesta í þessum börnum og gera það sem fyrst áður en vandinn verður of flókinn. Ef við gerum það ekki þá er hættan sú að þau fari á mis við þá menntun og þau tækifæri sem okkur ber að veita þeim í grunnskólanum og afleiðingin getur orðið sú að þau búi við skert lífsgæði. Mikið er því í húfi og það er skylda okkar að koma til móts við þennan hóp. Í bæjarstjórn mun Samfylkingin leggja höfuðáherslu á að efla þjónustu við þennan hóp innan skólans í samvinnu við skólasamfélagið og fagfólkið innan þess. Við þurfum að gera betur í þessum málum - miklu betur. Nemendur og forráðamenn þeirra eiga rétt á því að við tökum á þessum málum af festu með hagsmuni allra nemenda að leiðarljósi - og það munu jafnaðarmenn gera í meirihluta á næsta kjörtímabili. Að sjálfsögðu! Höfundur skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar