Áttu fótum sínum fjör að launa í Faxafeni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2022 21:15 Þessir skápar hrundu í gólfið. Vísir/Egill Starfsmenn verslunar Z-brauta & gluggatjalda í Faxafeni í Reykjavík áttum fótum sínum fjör að launa í hádeginu í dag, þegar það óhapp varð að bíl var ekið inn í verslunina. „Þetta er um tólf-leytið að það gerist að það keyrir hér bíll inn í verslunina. Það er mikil mildi að það urðu engin meiðsli á fólki. Ökumaðurinn slasaði sig ekki og enginn inn í búð virðist hafa slasað sig,“ segir Sindri Rafn Sindrason, tengdasonur eigenda verslunarinnar í samtali við Vísi. Hann var á fullu við að laga til í versluninni þegar Vísir náði tali af honum fyrr í kvöld. Tildrög óhappsins eru óljós fyrir utan það að bílnum var ekið í gegnum glugga og inn í verslunina. Sindri Rafn Sindrason, tengdasonur eigendanna. „Ég veit ekki hvað gerist nákvæmlega. Lögregla kemur á svæðið og tekur allt þetta út en ég veit ekki hvað gerðist nákvæmlega. Þetta er bara óhapp og best að það fór ekki illa fyrir neinu fólki hérna,“ segir Sindri. „Þetta hefði getað farið svolítið illa. Það var mildi að bíllinn hafi farið á burðarbita á milli glugga en það fór hálft húddið inn í verslunina,“ segir hann enn fremur. Nokkur fjöldi starfsmanna og viðskiptavina var inn í versluninni þegar bílnum var ekið þangað inn. Sindri telur að miðbitinn hafi gert það að verkum að bíllinn fór ekki lengra inn í búðina.Aðsend „Nokkrir sem voru bara tvo til þrjá metra frá bílnum þegar hann kemur inn og þurftu bara að forða sér,“ segir Sindri Mesta tjónið er fólgið í skápum sem hrundu. Í þeim voru uppsetningarbúnaður fyrir rafmagnsgardínur sem splúndraðist út um allt. Svona er umhorfs við verslunina.Vísir/Egill „Þeir sem voru inn í versluninni lýstu þessu eins og það hafi komið hvellur, eins konar sprenging, og í kjölfarið hrundi heill veggur af skápum og hillum,“ segir Sindri. „Það er talsvert fjárhagslegt tjón, bara út af búnaði og öllu sem er hérna í búðinni og svo að geta ekki afgreitt viðskiptavini.“ Fulltrúar tryggingafélaga voru fljótir á svæðið. Búið er að negla fyrir gluggana sem brotnuðu. Versluninni var lokað eftir óhappið og verður hún lokuð í einhvern tíma á meðan öllu er komið í samt horf. Svona var umhorfs eftir að búið var að fjarlægja bílinn.Aðsend „Þetta er svolítið leiðinlegt að þurfa að loka versluninni út af þessu óhappi og geta ekki verið að sinna viðskiptavinum.“ „Við ætlum að reyna að opna eins fljótt og hægt er,“ segir Sindri og bendir viðskiptavinum á að fylgjast með á samfélagsmiðlum verslunarinnar hvenær hún verður opnuð á ný. Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Sjá meira
„Þetta er um tólf-leytið að það gerist að það keyrir hér bíll inn í verslunina. Það er mikil mildi að það urðu engin meiðsli á fólki. Ökumaðurinn slasaði sig ekki og enginn inn í búð virðist hafa slasað sig,“ segir Sindri Rafn Sindrason, tengdasonur eigenda verslunarinnar í samtali við Vísi. Hann var á fullu við að laga til í versluninni þegar Vísir náði tali af honum fyrr í kvöld. Tildrög óhappsins eru óljós fyrir utan það að bílnum var ekið í gegnum glugga og inn í verslunina. Sindri Rafn Sindrason, tengdasonur eigendanna. „Ég veit ekki hvað gerist nákvæmlega. Lögregla kemur á svæðið og tekur allt þetta út en ég veit ekki hvað gerðist nákvæmlega. Þetta er bara óhapp og best að það fór ekki illa fyrir neinu fólki hérna,“ segir Sindri. „Þetta hefði getað farið svolítið illa. Það var mildi að bíllinn hafi farið á burðarbita á milli glugga en það fór hálft húddið inn í verslunina,“ segir hann enn fremur. Nokkur fjöldi starfsmanna og viðskiptavina var inn í versluninni þegar bílnum var ekið þangað inn. Sindri telur að miðbitinn hafi gert það að verkum að bíllinn fór ekki lengra inn í búðina.Aðsend „Nokkrir sem voru bara tvo til þrjá metra frá bílnum þegar hann kemur inn og þurftu bara að forða sér,“ segir Sindri Mesta tjónið er fólgið í skápum sem hrundu. Í þeim voru uppsetningarbúnaður fyrir rafmagnsgardínur sem splúndraðist út um allt. Svona er umhorfs við verslunina.Vísir/Egill „Þeir sem voru inn í versluninni lýstu þessu eins og það hafi komið hvellur, eins konar sprenging, og í kjölfarið hrundi heill veggur af skápum og hillum,“ segir Sindri. „Það er talsvert fjárhagslegt tjón, bara út af búnaði og öllu sem er hérna í búðinni og svo að geta ekki afgreitt viðskiptavini.“ Fulltrúar tryggingafélaga voru fljótir á svæðið. Búið er að negla fyrir gluggana sem brotnuðu. Versluninni var lokað eftir óhappið og verður hún lokuð í einhvern tíma á meðan öllu er komið í samt horf. Svona var umhorfs eftir að búið var að fjarlægja bílinn.Aðsend „Þetta er svolítið leiðinlegt að þurfa að loka versluninni út af þessu óhappi og geta ekki verið að sinna viðskiptavinum.“ „Við ætlum að reyna að opna eins fljótt og hægt er,“ segir Sindri og bendir viðskiptavinum á að fylgjast með á samfélagsmiðlum verslunarinnar hvenær hún verður opnuð á ný.
Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Sjá meira