Biden segir Vesturlönd standa með Úkraínu allt til enda Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2022 19:23 Rússar sækja fram í austur- og suðurhluta Úkraínu og eyða heilu þorpunum. Þeir hafa til að mynda valdið miklu tjóni í Zaporizhzhia sem er skammt frá Mariupol. AP/Francisco Seco Bandaríkjaforseti segir af og frá að Úkraínumenn séu að berjast við Rússa fyrir hönd Bandaríkjamanna. Þeir séu að verjast grimmilegri innrás Rússa í sjálfstætt ríki. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir nauðsynlegt að rannsaka stríðsglæpi Rússa en aðalglæpurinn sé stríðið sjálft. Á sama tíma og Rússar herða sókn sína í austur og suðurhluta Úkraínu hefur verið gestkvæmt í Kænugarði undanfarna daga. Kiril Petkov forsætisráðherra Búlgaríu kynnti sér í dag hörmungarnar sem Rússar skyldu eftir sig eftir hernaðinn í bæjum og borgum skammt frá Kænugarði. Hann og Zelenskyy Úkraínuforseti ræddu meðal annars möguleika á að Búlgarir sjái um viðhalda þungavopna. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kynnti sér einnig aðstæður í Úkraínu og fundaði síðan með Zelenskyy og öðrum ráðamönnum. Antonio Guterres sagðist reyna að setja sig í spor óbreyttra borgara með því að hugsa til barnabarna sinna í þeim aðstæðum sem ríktu í árásum Rússa á íbúðarhús í Úkraínu.AP/Efrem Lukatsky Á sameiginlegum fréttamannafundi að viðræðum loknum sagði Zelenskkyy mikilvægt að Guterres hafi rætt aðstæður í Mariupol og Azvostal stáliðjuverinu við Putin Rússlandsforseta á fundi sínum með honum fyrr í vikunni. Volodymyr Zelenskyy segir mikilvægt að Antonio Guterres hafi rætt hörmungarástandið í Mariupol við Vladimir Putin Rússlandsforseta fyrr í vikunni.AP/Efrem Lukatsky „Við sjáum að þrátt fyrir orð rússneska forsetans um meint lok átakanna í Mariupol heldur rússneski herinn áfram grimmilegum sprengjuárásum áAzovstal-svæðið. Þessar sprengjuárásir áttu sér meira að segja stað á meðan aðalframkvæmdastjórinn sat fundi í Moskvu,“ sagði Zelenskyy á sameiginlegum fréttamannafundi með Guterres. Aðalframkvæmdastjórinn segir mikilvægt að nákvæm rannsókn fari fram á þeim stríðsglæpum sem framdir hefðu verið í Úkraínu og þeir seku dregnir til ábyrgðar. „Ég fer þess á leit við Rússneska sambandsríkið að það samþykki að vinna með Alþjóðlega sakamáladómstólnum. En þegar við tölum um stríðsglæpi megum við ekki gleyma því að versti glæpurinn er stríðið sjálft,“ segir Guterres. Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir Vladimir Putin bera alla ábyrgð á stríðinu í Úkraínu.AP/Andrew Harnik Joe Biden Bandaríkjaforseti bað bandaríska þingið um 33 milljarða dollara viðbótarstuðningi við Úkraínu í dag. Hann ítrekaði samstöðu með öðrum Vesturlöndum í stuðningi við Úkraínu þar til yfir ljúki. Ásakanir Vladimirs Putins um að Úkraínumenn berðust fyrir hönd Bandaríkjanna gegn Rússum væri til marks um örvæntingu hans vegna eigin mistaka með innrásinni. „Við förum fyrir bandalaginu og þessi barátta er ekki ódýr en að láta undan yfirgangi mun kosta meira ef við leyfum því að gerast. Annaðhvort styðjum við úkraínsku þjóðina við að verja landið eða við stöndum aðgerðalaus hjá á meðan Rússar halda áfram grimmdarverkum sínum og yfirgangi í Úkraínu,“ segir Biden. Rússar bæru ábyrgð á stríðinu og gætu líka endað það með því að hverfa frá Úkraínu. „Við erum ekki að ráðast á Rússland. Við erum að hjálpa Úkraínu að verjast innrás Rússa. Og alveg eins og Pútín valdi að hefja þessa fólskulegu innrás getur hann valið að binda enda á þessa fólskulegu innrás,“ sagði Joe Biden í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Rússland Tengdar fréttir Leiðtogar Evrópu ætla ekki að láta Putin kúga sig með orkugjöfum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Rússum muni ekki takast að kúga Evrópuþjóðir til hlýðni með því að skrúfa fyrir gasflutninga til þeirra. Sambandið vinni að því að gera ríki þess algerlega óháð jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi fyrir fullt og allt. 27. apríl 2022 19:20 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Á sama tíma og Rússar herða sókn sína í austur og suðurhluta Úkraínu hefur verið gestkvæmt í Kænugarði undanfarna daga. Kiril Petkov forsætisráðherra Búlgaríu kynnti sér í dag hörmungarnar sem Rússar skyldu eftir sig eftir hernaðinn í bæjum og borgum skammt frá Kænugarði. Hann og Zelenskyy Úkraínuforseti ræddu meðal annars möguleika á að Búlgarir sjái um viðhalda þungavopna. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kynnti sér einnig aðstæður í Úkraínu og fundaði síðan með Zelenskyy og öðrum ráðamönnum. Antonio Guterres sagðist reyna að setja sig í spor óbreyttra borgara með því að hugsa til barnabarna sinna í þeim aðstæðum sem ríktu í árásum Rússa á íbúðarhús í Úkraínu.AP/Efrem Lukatsky Á sameiginlegum fréttamannafundi að viðræðum loknum sagði Zelenskkyy mikilvægt að Guterres hafi rætt aðstæður í Mariupol og Azvostal stáliðjuverinu við Putin Rússlandsforseta á fundi sínum með honum fyrr í vikunni. Volodymyr Zelenskyy segir mikilvægt að Antonio Guterres hafi rætt hörmungarástandið í Mariupol við Vladimir Putin Rússlandsforseta fyrr í vikunni.AP/Efrem Lukatsky „Við sjáum að þrátt fyrir orð rússneska forsetans um meint lok átakanna í Mariupol heldur rússneski herinn áfram grimmilegum sprengjuárásum áAzovstal-svæðið. Þessar sprengjuárásir áttu sér meira að segja stað á meðan aðalframkvæmdastjórinn sat fundi í Moskvu,“ sagði Zelenskyy á sameiginlegum fréttamannafundi með Guterres. Aðalframkvæmdastjórinn segir mikilvægt að nákvæm rannsókn fari fram á þeim stríðsglæpum sem framdir hefðu verið í Úkraínu og þeir seku dregnir til ábyrgðar. „Ég fer þess á leit við Rússneska sambandsríkið að það samþykki að vinna með Alþjóðlega sakamáladómstólnum. En þegar við tölum um stríðsglæpi megum við ekki gleyma því að versti glæpurinn er stríðið sjálft,“ segir Guterres. Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir Vladimir Putin bera alla ábyrgð á stríðinu í Úkraínu.AP/Andrew Harnik Joe Biden Bandaríkjaforseti bað bandaríska þingið um 33 milljarða dollara viðbótarstuðningi við Úkraínu í dag. Hann ítrekaði samstöðu með öðrum Vesturlöndum í stuðningi við Úkraínu þar til yfir ljúki. Ásakanir Vladimirs Putins um að Úkraínumenn berðust fyrir hönd Bandaríkjanna gegn Rússum væri til marks um örvæntingu hans vegna eigin mistaka með innrásinni. „Við förum fyrir bandalaginu og þessi barátta er ekki ódýr en að láta undan yfirgangi mun kosta meira ef við leyfum því að gerast. Annaðhvort styðjum við úkraínsku þjóðina við að verja landið eða við stöndum aðgerðalaus hjá á meðan Rússar halda áfram grimmdarverkum sínum og yfirgangi í Úkraínu,“ segir Biden. Rússar bæru ábyrgð á stríðinu og gætu líka endað það með því að hverfa frá Úkraínu. „Við erum ekki að ráðast á Rússland. Við erum að hjálpa Úkraínu að verjast innrás Rússa. Og alveg eins og Pútín valdi að hefja þessa fólskulegu innrás getur hann valið að binda enda á þessa fólskulegu innrás,“ sagði Joe Biden í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Rússland Tengdar fréttir Leiðtogar Evrópu ætla ekki að láta Putin kúga sig með orkugjöfum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Rússum muni ekki takast að kúga Evrópuþjóðir til hlýðni með því að skrúfa fyrir gasflutninga til þeirra. Sambandið vinni að því að gera ríki þess algerlega óháð jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi fyrir fullt og allt. 27. apríl 2022 19:20 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Leiðtogar Evrópu ætla ekki að láta Putin kúga sig með orkugjöfum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Rússum muni ekki takast að kúga Evrópuþjóðir til hlýðni með því að skrúfa fyrir gasflutninga til þeirra. Sambandið vinni að því að gera ríki þess algerlega óháð jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi fyrir fullt og allt. 27. apríl 2022 19:20