Úr tvö hundruð starfsmönnum í þrjá Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. apríl 2022 18:22 Stór hluti Íslendinga hefur beðið í röð eftir sýnatöku við Suðurlandsbraut. Nú virðist sá tími að baki - í bili að minnsta kosti. vísir/Vilhelm Tímamót urðu í faraldrinum í dag þegar sýnatökur heilsugæslunnar voru fluttar frá Suðurlandsbraut en starfsemin verður opnuð í Mjóddinni á morgun. Til marks um miklar breytingar munu einungis þrír starfsmenn sinna sýnatökum á nýjum stað en þegar mest lét störfuðu tvö hundruð á Suðurlandsbraut. Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir húsnæðið við Suðurlandsbraut einfaldlega orðið of stórt þar sem verulega hefur dregið úr komum í sýnatöku. „Þegar mest var hjá okkur vorum við með opið í tólf tíma. Sérstaklega þegar hraðprófin stóðu sem hæst og allir þurftu að sækja sér vottorð fyrir viðburði og slíkt. Þá voru mörg þúsund manns að koma til okkar á hverjum degi. Núna erum við að taka um hundrað sýnatökur á dag sem okkur finnst bara ekki neitt.“ Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.vísir/Einar Veistu hvað þið hafið tekið mörg sýni á Suðurlandsbraut? „Já, þau hafa verið yfir milljón. Eða um ein milljón og eitt hundrað og fimmtíu þúsund,“ segir Marta. Hún segir blendnar tilfinningar fylgja flutningunum. „Við erum nánast búin að búa hérna, starfsmennirnir sem hafa sinnt sýnatökum, en við fögnum þessu að sjálfsögðu. Það er mjög gott að faraldurinn sé á niðurleið og við vonum að þetta haldist þannig.“ Afgangur af bóluefni í kössum.vísir/Vilhelm Það er mikið verk að pakka öllu niður en Marta segir heilsugæsluna þó tilbúna fyrir aðra bylgju - sem ríði þó vonandi ekki yfir þjóðina. „Við erum búin að pakka öllu saman þannig að við getum riggað upp stórum sýnatökustað ef þörf er á. Ef það kemur ný bylgja eða nýr heimsfaraldur erum við í stakk búin til þess að skella því í gang með dagsfyrirvara. Þannig við erum að pakka öllu mjög skipulega niður.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Til marks um miklar breytingar munu einungis þrír starfsmenn sinna sýnatökum á nýjum stað en þegar mest lét störfuðu tvö hundruð á Suðurlandsbraut. Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir húsnæðið við Suðurlandsbraut einfaldlega orðið of stórt þar sem verulega hefur dregið úr komum í sýnatöku. „Þegar mest var hjá okkur vorum við með opið í tólf tíma. Sérstaklega þegar hraðprófin stóðu sem hæst og allir þurftu að sækja sér vottorð fyrir viðburði og slíkt. Þá voru mörg þúsund manns að koma til okkar á hverjum degi. Núna erum við að taka um hundrað sýnatökur á dag sem okkur finnst bara ekki neitt.“ Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.vísir/Einar Veistu hvað þið hafið tekið mörg sýni á Suðurlandsbraut? „Já, þau hafa verið yfir milljón. Eða um ein milljón og eitt hundrað og fimmtíu þúsund,“ segir Marta. Hún segir blendnar tilfinningar fylgja flutningunum. „Við erum nánast búin að búa hérna, starfsmennirnir sem hafa sinnt sýnatökum, en við fögnum þessu að sjálfsögðu. Það er mjög gott að faraldurinn sé á niðurleið og við vonum að þetta haldist þannig.“ Afgangur af bóluefni í kössum.vísir/Vilhelm Það er mikið verk að pakka öllu niður en Marta segir heilsugæsluna þó tilbúna fyrir aðra bylgju - sem ríði þó vonandi ekki yfir þjóðina. „Við erum búin að pakka öllu saman þannig að við getum riggað upp stórum sýnatökustað ef þörf er á. Ef það kemur ný bylgja eða nýr heimsfaraldur erum við í stakk búin til þess að skella því í gang með dagsfyrirvara. Þannig við erum að pakka öllu mjög skipulega niður.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira