Felldu tillögu um að fordæma hópuppsögnina Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. apríl 2022 18:41 Sólveig og Ragnar hafa í gegn um tíðina staðið saman í sinni verkalýðsbaráttu og hafa bæði unnið að því markmiði að fá nýja stjórn yfir Alþýðusambandið í kosningum bandalagsins í haust. vísir/vilhelm Trúnaðarráð VR felldi í gær tillögu fyrrverandi formanns félagsins um að fordæma hópuppsögn á skrifstofu Eflingar. Þrátt fyrir það er það einróma skoðun þeirra sem eru í trúnaðarráðinu að hópuppsögnin sé fáránleg aðgerð og skaðleg verkalýðshreyfingunni, samkvæmt þeim sem fréttastofa ræddi við og sátu fundinn í gær. Á fundi trúnaðarráðs VR í gær var til að mynda rætt um umdeilda hópuppsögn, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, á öllu skrifstofustarfsfólki Eflingar. Fréttastofa ræddi við marga í trúnaðarráði VR í dag. Þar ríkir gríðarleg óánægja með hópuppsögnina. Fólki þar þykir hún skaða verkalýðshreyfinguna í heild sinni og þá fór þessi lýsing Sólveigar Önnu á skrifstofu fólki sínu í Facebook-færslu hennar í gær fyrir brjóstið á mörgum: „...ætlum við að sætta okkur við að skrifstofuvirkið í Guðrúnartúni lokist á ný, sérfræðingaveldi hinnar menntuðu millistéttar taki yfir kjarabaráttuna okkar og fólk sem bókstaflega engan skilning hefur á róttækri verkalýðsbaráttu og enga getu til að leiða hana taki yfir stjórn félagsins?“ Færsluna birti hún rétt fyrir félagsfund Eflingar í gær en þar hvetur hún félagsmenn til að veita sér stuðning svo stéttarfélagið festist ekki í höndum „sérfræðingaveldis hinnar menntuðu millistéttar“ sem hefði „enga getu til að leiða [kjarabaráttuna]“, eins og hún komst að orði. Þar á hún við skrifstofufólkið, sem hún réð margt sjálft á skrifstofuna á sínum tíma sem formaður Eflingar. Mörgum þykir Ragnar draga lappirnar VR er auðvitað einn helsti málsvari skrifstofufólks á Íslandi. Stjórn félagsins sendi frá sér yfirlýsingu eftir hópuppsagnirnar þar sem hún lýsti yfir „þungum áhyggjum“ af þeim og sagðist harma þær. En mörgum þykir þetta einfaldlega ekki nógu beitt gagnrýni á þessa sögulegu hópuppsögn. Núverandi formaður VR hefur stutt Sólveigu í hennar baráttu í gegn um tíðina og finnst mörgum í trúnaðarráðinu hann veigra sér um of við að taka upp hanskann fyrir skrifstofufólkið. Forveri hans í starfi Kristinn Örn Jóhannesson bar því fram tillögu á trúnaðarráðsfundinum í gær þar sem hann vildi ganga enn lengra og hreinlega fordæma hópuppsagnirnar og ítreka skaðsemi hennar fyrir verkalýðshreyfinguna. Tillagan náði ekki í gegn. Kristinn Örn Jóhannesson lagði fram tillögu að yfirlýsingu frá trúnaðarráði VR vegna hópuppsagnarinnar sem var vísað frá fyrir tilstilli Ragnars Þórs. Ragnar Þór vildi ekki veita viðtal um málið í dag en samkvæmt heimildum fréttastofu talaði hann gegn tillögu Kristins og lagði fram tillögu um að henni yrði vísað frá. Það var samþykkt með um þremur fjórðu atkvæða þeirra sem voru á fundinum. Bað ragnar þar fólk í trúnaðarráðinu um að treysta sér fyrir því að bregðast við útspili Sólveigar og sagði hann að enn harðari yfirlýsing frá VR gæti skaðað þá vinnu sem stéttarfélagið væri nú í en það er að aðstoða skrifstofufólk Eflingar sem var sagt upp við margt sem tengist starfslokum þeirra. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Sjá ekki hvernig Efling geti varið hag annarra sem lenda í hópuppsögnum Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjörís í Hveragerði hjá Eflingu telur að félagsfundur stéttarfélagsins í kvöld sýni að félagið sé klofið. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður félagsins, vonast til þess að þeir sem séu ósáttir með hópuppsagnirnir leiti ekki á önnur mið, heldur berjist fyrir breytingum innan félagsins. 27. apríl 2022 23:40 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Á fundi trúnaðarráðs VR í gær var til að mynda rætt um umdeilda hópuppsögn, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, á öllu skrifstofustarfsfólki Eflingar. Fréttastofa ræddi við marga í trúnaðarráði VR í dag. Þar ríkir gríðarleg óánægja með hópuppsögnina. Fólki þar þykir hún skaða verkalýðshreyfinguna í heild sinni og þá fór þessi lýsing Sólveigar Önnu á skrifstofu fólki sínu í Facebook-færslu hennar í gær fyrir brjóstið á mörgum: „...ætlum við að sætta okkur við að skrifstofuvirkið í Guðrúnartúni lokist á ný, sérfræðingaveldi hinnar menntuðu millistéttar taki yfir kjarabaráttuna okkar og fólk sem bókstaflega engan skilning hefur á róttækri verkalýðsbaráttu og enga getu til að leiða hana taki yfir stjórn félagsins?“ Færsluna birti hún rétt fyrir félagsfund Eflingar í gær en þar hvetur hún félagsmenn til að veita sér stuðning svo stéttarfélagið festist ekki í höndum „sérfræðingaveldis hinnar menntuðu millistéttar“ sem hefði „enga getu til að leiða [kjarabaráttuna]“, eins og hún komst að orði. Þar á hún við skrifstofufólkið, sem hún réð margt sjálft á skrifstofuna á sínum tíma sem formaður Eflingar. Mörgum þykir Ragnar draga lappirnar VR er auðvitað einn helsti málsvari skrifstofufólks á Íslandi. Stjórn félagsins sendi frá sér yfirlýsingu eftir hópuppsagnirnar þar sem hún lýsti yfir „þungum áhyggjum“ af þeim og sagðist harma þær. En mörgum þykir þetta einfaldlega ekki nógu beitt gagnrýni á þessa sögulegu hópuppsögn. Núverandi formaður VR hefur stutt Sólveigu í hennar baráttu í gegn um tíðina og finnst mörgum í trúnaðarráðinu hann veigra sér um of við að taka upp hanskann fyrir skrifstofufólkið. Forveri hans í starfi Kristinn Örn Jóhannesson bar því fram tillögu á trúnaðarráðsfundinum í gær þar sem hann vildi ganga enn lengra og hreinlega fordæma hópuppsagnirnar og ítreka skaðsemi hennar fyrir verkalýðshreyfinguna. Tillagan náði ekki í gegn. Kristinn Örn Jóhannesson lagði fram tillögu að yfirlýsingu frá trúnaðarráði VR vegna hópuppsagnarinnar sem var vísað frá fyrir tilstilli Ragnars Þórs. Ragnar Þór vildi ekki veita viðtal um málið í dag en samkvæmt heimildum fréttastofu talaði hann gegn tillögu Kristins og lagði fram tillögu um að henni yrði vísað frá. Það var samþykkt með um þremur fjórðu atkvæða þeirra sem voru á fundinum. Bað ragnar þar fólk í trúnaðarráðinu um að treysta sér fyrir því að bregðast við útspili Sólveigar og sagði hann að enn harðari yfirlýsing frá VR gæti skaðað þá vinnu sem stéttarfélagið væri nú í en það er að aðstoða skrifstofufólk Eflingar sem var sagt upp við margt sem tengist starfslokum þeirra.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Sjá ekki hvernig Efling geti varið hag annarra sem lenda í hópuppsögnum Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjörís í Hveragerði hjá Eflingu telur að félagsfundur stéttarfélagsins í kvöld sýni að félagið sé klofið. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður félagsins, vonast til þess að þeir sem séu ósáttir með hópuppsagnirnir leiti ekki á önnur mið, heldur berjist fyrir breytingum innan félagsins. 27. apríl 2022 23:40 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Sjá ekki hvernig Efling geti varið hag annarra sem lenda í hópuppsögnum Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjörís í Hveragerði hjá Eflingu telur að félagsfundur stéttarfélagsins í kvöld sýni að félagið sé klofið. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður félagsins, vonast til þess að þeir sem séu ósáttir með hópuppsagnirnir leiti ekki á önnur mið, heldur berjist fyrir breytingum innan félagsins. 27. apríl 2022 23:40