Lilja segir Bjarna og Katrínu einnig hafa verið með áhyggjur af bankasölu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. apríl 2022 11:48 Skýringar Lilju Alfreðsdóttur hafa vakið afar hörð á Alþingi í morgun. vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir segir að bæði fjármála- og forsætisráðherra hafi deilt þeim áhyggjum og efsemdum sem hún hafði um aðferðina við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og og viðraði á ráðherrafundi. Þingmaður Viðreisnar segir það pungspark í íslensku þjóðina. Öll spjót beindust að Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata spurði um viðbrögð fjármála- og forsætisráðherra við þeirri gagnrýni sem hún hefur sagst hafa látið uppi á fundi ráðherranefndar um efnahagsmál í aðdraganda lokaðs útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Hvers vegna var ekki tekið mark á réttmætum og forspáum athugasemdum viðskiptaráðherra?“ spurði Halldóra. „Ég get upplýst þingið um það að þau höfðu líka þessar áhyggjur og það var auðvitað þannig að það kemur tillaga frá Bankasýslu ríkisins um að þessi aðferð sé til þess fallin að hámarka verð á þessari eign og að þessi aðferð sé sú sem sé alls staðar beitt um allan heim og ég verð bara að viðurkenna það að ég hafði ákveðnar efasemdir um þetta,“ svaraði Lilja. Lilja sagðist telja fjármálaráðherra þegar farinn að axla ábyrgð á málinu með því að óska eftir að Ríkisendurskoðun skoði málið. Bíða þurfi niðurstöðu þess. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Pungspark í íslensku þjóðina Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar sagði alvarlegt að þjóðin hafi ekki verið upplýst um þessar efasemdir. „Við vitum að 83 prósent þjóðarinnar er í sárum vegna þessarar leiðar. Það er pungspark í þjóðina að standa hér og tala um það eftir söluna að þau hafi kannski bara öll vitað að þau voru að fara ranga leið. Þriðja stærsta einkavæðing sögunnar, 53 milljarðar. Rosa gott að taka samtalið eftir á. Ég er á því að viðskiptaráðherra sé hér að gerast brotleg við siðareglur ráðherra.“ Ummælin hafa vakið mjög sterk viðbrögð í þingsal og þingmenn hafa streymt í pontu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksisn segir Alþingi þurfa að bregðast við þessu. „Þeir [ráðherrar] vöruðu hvorn annan við greinilega og sjálfan sig. Gerðu þetta samt. En ég vek athygli forseta á því að þeir sáu ekki ástæðu til að upplýsa þingið.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar.Vísir/Vilhelm „Að leyna upplýsingum varðar við lög“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, spurði Lilju hvers vegna hún hefði upplýst þingið um málið og sagði það varða við lög að leyna upplýsingum. Lilja sagðist ekki telja það að hafa efasemdir falla undir að leyna upplýsingum. „Ég var alveg hreinskilin með það að ég taldi brýnt að við mundum ræða þessi mál eins og við erum að gera núna og hef ekki hika við það.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Fleiri fréttir Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Sjá meira
Öll spjót beindust að Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata spurði um viðbrögð fjármála- og forsætisráðherra við þeirri gagnrýni sem hún hefur sagst hafa látið uppi á fundi ráðherranefndar um efnahagsmál í aðdraganda lokaðs útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Hvers vegna var ekki tekið mark á réttmætum og forspáum athugasemdum viðskiptaráðherra?“ spurði Halldóra. „Ég get upplýst þingið um það að þau höfðu líka þessar áhyggjur og það var auðvitað þannig að það kemur tillaga frá Bankasýslu ríkisins um að þessi aðferð sé til þess fallin að hámarka verð á þessari eign og að þessi aðferð sé sú sem sé alls staðar beitt um allan heim og ég verð bara að viðurkenna það að ég hafði ákveðnar efasemdir um þetta,“ svaraði Lilja. Lilja sagðist telja fjármálaráðherra þegar farinn að axla ábyrgð á málinu með því að óska eftir að Ríkisendurskoðun skoði málið. Bíða þurfi niðurstöðu þess. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Pungspark í íslensku þjóðina Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar sagði alvarlegt að þjóðin hafi ekki verið upplýst um þessar efasemdir. „Við vitum að 83 prósent þjóðarinnar er í sárum vegna þessarar leiðar. Það er pungspark í þjóðina að standa hér og tala um það eftir söluna að þau hafi kannski bara öll vitað að þau voru að fara ranga leið. Þriðja stærsta einkavæðing sögunnar, 53 milljarðar. Rosa gott að taka samtalið eftir á. Ég er á því að viðskiptaráðherra sé hér að gerast brotleg við siðareglur ráðherra.“ Ummælin hafa vakið mjög sterk viðbrögð í þingsal og þingmenn hafa streymt í pontu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksisn segir Alþingi þurfa að bregðast við þessu. „Þeir [ráðherrar] vöruðu hvorn annan við greinilega og sjálfan sig. Gerðu þetta samt. En ég vek athygli forseta á því að þeir sáu ekki ástæðu til að upplýsa þingið.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar.Vísir/Vilhelm „Að leyna upplýsingum varðar við lög“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, spurði Lilju hvers vegna hún hefði upplýst þingið um málið og sagði það varða við lög að leyna upplýsingum. Lilja sagðist ekki telja það að hafa efasemdir falla undir að leyna upplýsingum. „Ég var alveg hreinskilin með það að ég taldi brýnt að við mundum ræða þessi mál eins og við erum að gera núna og hef ekki hika við það.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Fleiri fréttir Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Sjá meira