Sekt vegna ólögmætrar teppaútsölu lækkuð í eina milljón króna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. apríl 2022 12:58 Alan Talib eigandi Cromwell Rugs ehf. var síður en svo ánægður með stjórnvaldssektina sem Neytendastofa gerði honum að greiða. Vísir Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur lækkað þriggja milljóna króna stjórnvaldssekt sem lögð var á Cromwell Rugs ehf. á síðasta ári niður í eina milljón króna. Félagið auglýsti í fyrra „krísu-útrýmingarsölu“ á handofnum persneskum teppum, sem féll í grýttan jarðveg. Heilsíðuauglýsing Cromwell Rugs ehf. um krísu-útrýmingarsölu birtist í Morgunblaðinu í byrjun októbermánaðar í fyrra og þar auglýst handofin persnesk teppi. Fullyrt var í auglýsingunni að teppi, sem allajafna kosti 1,1 milljón króna, væri nú fáanlegt á 430 þúsund krónur. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu um miðjan október, eftir umkvartanir meðal annars Neytendasamtakanna, að Cromwell Rugs ehf. hefði brotið lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu og var félagið sektað um þrjár milljónir króna. Áfrýjunarnefnd hefur nú staðfest hluta úrskurðar Neytendastofu um brot, þar sem ekki var sýnt fram á að verðlækkun á teppunum væri raunveruleg. Nefndin felldi hins vegar úr gildi þann hluta ákvörðunarinnar sem sneri að fullyrðingum um tilefni verðlækkana. Var þar um að ræða fullyrðingarnar: „Covid-19 og alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn Íran hafa haft slæm áhrif á framboð okkar, heildsölu, viðskiptavini og sjóðsstreymi“ og „Upprunalegt verð er löggilt vátryggingargildi vörunnar. Hverju teppi fylgir verðmatsvottorð sem gefið er út af löglegum teppamatsmanni.“ Cromwell Rugs er þá gert að greiða milljónina í ríkissjóð innan þriggja mánaða. Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Kópavogur Tengdar fréttir Auglýsing á „krísu-útrýmingarsölu“ ekki lögmæt Neytendastofa hefur sektað fyrirtækið Cromwell Rugs ehf. um eina milljón króna fyrir brot á neytendalögum. Félagið var einnig sektað af Neytendastofu í október síðastliðnum, þá um þrjár milljónir króna. 4. apríl 2022 16:09 Þurfa að sanna raunverulegar útsölur sem mega ekki vara lengur en sex vikur Reglur um útsölur eru á þann veg að sýna þarf fram á að um raunverulegan afslátt sé að ræða. Þá má útsala ekki vara lengur en í sex vikur. Þetta sagði Þórunn Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 19. október 2021 21:13 Alan Talib er í áfalli: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Neytendastofa hefur gert Cromwell Rugs ehf. að greiða þriggja milljóna króna stjórnavaldssekt vegna auglýsingar félagsins um „krísu-útrýmingarsölu“ og fullyrðingar tengdar henni. Alan Talib, eigandi félagsins segist hafa verið í áfalli síðan ákvörðunin var birt í dag. 18. október 2021 19:50 Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Heilsíðuauglýsing Cromwell Rugs ehf. um krísu-útrýmingarsölu birtist í Morgunblaðinu í byrjun októbermánaðar í fyrra og þar auglýst handofin persnesk teppi. Fullyrt var í auglýsingunni að teppi, sem allajafna kosti 1,1 milljón króna, væri nú fáanlegt á 430 þúsund krónur. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu um miðjan október, eftir umkvartanir meðal annars Neytendasamtakanna, að Cromwell Rugs ehf. hefði brotið lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu og var félagið sektað um þrjár milljónir króna. Áfrýjunarnefnd hefur nú staðfest hluta úrskurðar Neytendastofu um brot, þar sem ekki var sýnt fram á að verðlækkun á teppunum væri raunveruleg. Nefndin felldi hins vegar úr gildi þann hluta ákvörðunarinnar sem sneri að fullyrðingum um tilefni verðlækkana. Var þar um að ræða fullyrðingarnar: „Covid-19 og alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn Íran hafa haft slæm áhrif á framboð okkar, heildsölu, viðskiptavini og sjóðsstreymi“ og „Upprunalegt verð er löggilt vátryggingargildi vörunnar. Hverju teppi fylgir verðmatsvottorð sem gefið er út af löglegum teppamatsmanni.“ Cromwell Rugs er þá gert að greiða milljónina í ríkissjóð innan þriggja mánaða.
Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Kópavogur Tengdar fréttir Auglýsing á „krísu-útrýmingarsölu“ ekki lögmæt Neytendastofa hefur sektað fyrirtækið Cromwell Rugs ehf. um eina milljón króna fyrir brot á neytendalögum. Félagið var einnig sektað af Neytendastofu í október síðastliðnum, þá um þrjár milljónir króna. 4. apríl 2022 16:09 Þurfa að sanna raunverulegar útsölur sem mega ekki vara lengur en sex vikur Reglur um útsölur eru á þann veg að sýna þarf fram á að um raunverulegan afslátt sé að ræða. Þá má útsala ekki vara lengur en í sex vikur. Þetta sagði Þórunn Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 19. október 2021 21:13 Alan Talib er í áfalli: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Neytendastofa hefur gert Cromwell Rugs ehf. að greiða þriggja milljóna króna stjórnavaldssekt vegna auglýsingar félagsins um „krísu-útrýmingarsölu“ og fullyrðingar tengdar henni. Alan Talib, eigandi félagsins segist hafa verið í áfalli síðan ákvörðunin var birt í dag. 18. október 2021 19:50 Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Auglýsing á „krísu-útrýmingarsölu“ ekki lögmæt Neytendastofa hefur sektað fyrirtækið Cromwell Rugs ehf. um eina milljón króna fyrir brot á neytendalögum. Félagið var einnig sektað af Neytendastofu í október síðastliðnum, þá um þrjár milljónir króna. 4. apríl 2022 16:09
Þurfa að sanna raunverulegar útsölur sem mega ekki vara lengur en sex vikur Reglur um útsölur eru á þann veg að sýna þarf fram á að um raunverulegan afslátt sé að ræða. Þá má útsala ekki vara lengur en í sex vikur. Þetta sagði Þórunn Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 19. október 2021 21:13
Alan Talib er í áfalli: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Neytendastofa hefur gert Cromwell Rugs ehf. að greiða þriggja milljóna króna stjórnavaldssekt vegna auglýsingar félagsins um „krísu-útrýmingarsölu“ og fullyrðingar tengdar henni. Alan Talib, eigandi félagsins segist hafa verið í áfalli síðan ákvörðunin var birt í dag. 18. október 2021 19:50