Með ólæknandi krabbamein og leitar leiða til að eignast barn Stefán Árni Pálsson skrifar 27. apríl 2022 10:31 Sunna Kristín berst við krabbamein og ætlar sér að sigra þá baráttu. Sunna Kristín Hilmarsdóttir er 37 ára. Hún er í sambúð og hefur í töluverðan tíma reynt að verða ólétt en ekkert hefur gengið. Í fyrra ákvað hún að segja starfi sínu lausu sem blaðamaður til að taka við kosningastjórastöðu hjá Viðreisn og fara á sama tíma í glasafrjóvgun. Það var því nóg um að vera hjá þessari kraftmiklu konu sem þekkti ekkert annað en góða heilsu. „Ég fer í svona standard blóðprufu hjá Sameind en ég þarf síðan að koma þrisvar sinnum í blóðprufu því að rannsakandinn hjá Sameind tekst ekki að rannsaka blóðið mitt. Ég held að það hafi storknað of hratt,“ segir Sunna sem var svo sem ekkert að mikla það fyrir sér. Aðallega var hún bara ánægð með góða þjónustu. Þetta var á föstudegi en á mánudegi var hringt í hana og henni tjáð að niðurstöðurnar væru ekki nógu góðar. „Hún segir mér að nýrun séu að gefa einhverskonar merki um að það sé ekki allt í lagi þar, ég sé mjög blóðlítil,“ segir Sunna en hún fékk að vita að heimilislæknir hennar þyrfti að panta tíma í mergástungu. Þarna verður hún nokkuð skelkuð og byrjar hún að gera það sem svo margir gera, að gúggla. Sunna er í sambandi með Tómasi Þór Þórðarsyni ritstjóra enska boltans í Sjónvarpi Símans. „Það er ekki góð hugmynd að gúggla og ég mæli ekki með því. Ég er hætt því í dag. Maður upplifir auðvitað að fólk vilji ekki segja manni allt því það vill ekki hræða mann. Ég fer í þessa mergástungu og þetta gerist allt rosalega hratt. Það er alltaf verið að tala um hvað heilbrigðiskerfið á Íslandi sé ömurlegt en hingað til hefur það ekki verið mín upplifun,“ segir Sunna en í kjölfarið kom í ljós að hún væri með mergæxli. Áfallið var eðlilega mikið. Einkennin voru til staðar „Mér fannst rosalega óraunverulegt að hlusta á lækninn sem er sérfræðingur segja við mig að ég væri með rosalega mikinn sjúkdóm, hann væri langt genginn og hún var mikið að spyrja mig hvort ég væri ekki með nein einkenni og hvort mér liði ekki mjög illa,“ segir Sunna en þegar hún fór að hugsa til baka þá voru einkennin til staðar. Hún léttist mikið, svitnaði á næturnar, borðaði lítið og fleiri einkenni sem pössuðu við sjúkdóminn. Hún segir að ef hún hefði ekki verið að reyna eignast barn, ekki farið í blóðsýnatöku, þá hefði hún greinst of seint í stað þess að greinast í október á síðasta ári. Í dag er hún í nokkuð strangri lyfjameðferð en meðferðin verður enn ágengari í haust. „Mín upplifun er sú að það hafi engin kona á Norðurlöndunum verið í minni stöðu, að greinast með mergæxli en á sama tíma vera að reyna vernda frjósemi sína. Við erum þarna í nóvember að sprauta mig með hormónasprautum, nema daginn sem ég á að fara í eggheimtu þá veikist ég og fæ ælupest og það var náttúrulega ömurlegt og ég lá hérna í sófanum og grét í heilan dag. Ég hugsaði að það væri frekar mikið inngrip að fara í svona eggheimtu og líkaminn minn gæti ekki farið í það núna. Ég þyrfti bara að fara næsta sumar,“ segir Sunna en þá kom annar skellur. Líður ekki eins og hún sé veik „Sjúkdómurinn er búinn að dreifa sér og ég er komin með krabbamein í eitla. Það var svona óvissutími þegar þeir sjá að eitlarnir mínir eru allir stækkaðir í hálsi, brjóstholi og kvið. Það sem þeir óttuðust þá að ég væri með tvö krabbamein. Sem betur fer var þetta sama krabbamein, bara búið að dreifa sér og það er mjög óalgengt að það gerist. Ég fer þá bara í mjög stífa lyfjameðferð sem ég er enn þá í,“ segir Sunna en meðferðin er nokkuð harkaleg. Hún þarf að fara í svokallaða inndælingu vikulega í átta vikur, fær stungulyf undir húð í kvið, tekur töflur heima, tekur stera einu sinni í viku og er hún núna á fimmta lyfjahringnum. Í apríl kemur svo í ljós hver staðan er. Sunnu líður ekki eins og hún sé veik, þrátt fyrir þessa miklu meðferð. Sunna með kærastanum og góðu vinapari. „Ég lít ekki út fyrir að vera lasin. Ég mun síðan verða mjög veik í haust því að meðferðinni minni líkur á háskammtalyfjameðferð og stofnfrumuígræðslu. Þá verð ég ekki læknuð, það er ekki hægt að lækna þetta krabbamein en þarna er verið að drepa það alveg,“ segir Sunna. Eftir það mun hún þurfa koma reglulega í tékk til að athuga hvort meinið hafi tekið sig upp að nýju. „Ég er hrædd við að fara í þessa meðferð í haust en bý þó að því að þekkja fólk sem hefur farið í gegnum svipaða meðferð. Það segja allir að þetta sé rosalega erfitt en útkoman er samt sú að vonandi verður hægt að keyra sjúkdóminn niður og vonandi verður hægt að halda honum þannig í mjög mörg ár.“ Upplifir sig sem eina konan í þessari stöðu á Norðurlöndunum Lífslíkur þegar kemur að svona krabbameini eru í dag mun betri en áður og lyf og rannsóknir í stöðugri þróun. Sunna hugsar líka um barneignir í þessu sambandi og segja læknar henni að: „Ég geti farið núna í Livio áður en ég fer í þessa háskammtalyfjameðferð. Þar er í rauninni tækifærið okkar að ég fari í eggheimtu og það verði reynt að frjóvga þau egg sem nást og við ætlum að gera það og vonandi fáum við einhverja fósturvísa út úr því. En síðan veit ég ekki hvort ég muni geta gengið með barn og læknarnir mínir hjá Livio eru að hringja út til Svíþjóðar og spyrjast fyrir um lyfin sem ég er á núna og hvað þarf að líða langur tími til að ég megi fara í meðferð til þeirra. Ég veit ekki hvort þetta hafi verið gert áður á Norðurlöndunum að manneskja hafi verið í sömu stöðu og ég.“ Hún segir samt sem áður að númer 1,2 og 3 verði verkefnið að láta sér batna. Svo þegar þessu tímabili í lífi hennar lýkur ætlar hún að halda gott partí. „Ég var á tónleikum með Friðriki Dór um daginn og ég hugsaði bara, guð minn góður ég ætla bara að halda mína eigin tónleika með Friðriki Dór. Maðurinn minn benti mér á að það myndi kosta geðveikt mikið en ég er bara þar, að djamma.“ Ísland í dag Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Fleiri fréttir Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Sjá meira
Í fyrra ákvað hún að segja starfi sínu lausu sem blaðamaður til að taka við kosningastjórastöðu hjá Viðreisn og fara á sama tíma í glasafrjóvgun. Það var því nóg um að vera hjá þessari kraftmiklu konu sem þekkti ekkert annað en góða heilsu. „Ég fer í svona standard blóðprufu hjá Sameind en ég þarf síðan að koma þrisvar sinnum í blóðprufu því að rannsakandinn hjá Sameind tekst ekki að rannsaka blóðið mitt. Ég held að það hafi storknað of hratt,“ segir Sunna sem var svo sem ekkert að mikla það fyrir sér. Aðallega var hún bara ánægð með góða þjónustu. Þetta var á föstudegi en á mánudegi var hringt í hana og henni tjáð að niðurstöðurnar væru ekki nógu góðar. „Hún segir mér að nýrun séu að gefa einhverskonar merki um að það sé ekki allt í lagi þar, ég sé mjög blóðlítil,“ segir Sunna en hún fékk að vita að heimilislæknir hennar þyrfti að panta tíma í mergástungu. Þarna verður hún nokkuð skelkuð og byrjar hún að gera það sem svo margir gera, að gúggla. Sunna er í sambandi með Tómasi Þór Þórðarsyni ritstjóra enska boltans í Sjónvarpi Símans. „Það er ekki góð hugmynd að gúggla og ég mæli ekki með því. Ég er hætt því í dag. Maður upplifir auðvitað að fólk vilji ekki segja manni allt því það vill ekki hræða mann. Ég fer í þessa mergástungu og þetta gerist allt rosalega hratt. Það er alltaf verið að tala um hvað heilbrigðiskerfið á Íslandi sé ömurlegt en hingað til hefur það ekki verið mín upplifun,“ segir Sunna en í kjölfarið kom í ljós að hún væri með mergæxli. Áfallið var eðlilega mikið. Einkennin voru til staðar „Mér fannst rosalega óraunverulegt að hlusta á lækninn sem er sérfræðingur segja við mig að ég væri með rosalega mikinn sjúkdóm, hann væri langt genginn og hún var mikið að spyrja mig hvort ég væri ekki með nein einkenni og hvort mér liði ekki mjög illa,“ segir Sunna en þegar hún fór að hugsa til baka þá voru einkennin til staðar. Hún léttist mikið, svitnaði á næturnar, borðaði lítið og fleiri einkenni sem pössuðu við sjúkdóminn. Hún segir að ef hún hefði ekki verið að reyna eignast barn, ekki farið í blóðsýnatöku, þá hefði hún greinst of seint í stað þess að greinast í október á síðasta ári. Í dag er hún í nokkuð strangri lyfjameðferð en meðferðin verður enn ágengari í haust. „Mín upplifun er sú að það hafi engin kona á Norðurlöndunum verið í minni stöðu, að greinast með mergæxli en á sama tíma vera að reyna vernda frjósemi sína. Við erum þarna í nóvember að sprauta mig með hormónasprautum, nema daginn sem ég á að fara í eggheimtu þá veikist ég og fæ ælupest og það var náttúrulega ömurlegt og ég lá hérna í sófanum og grét í heilan dag. Ég hugsaði að það væri frekar mikið inngrip að fara í svona eggheimtu og líkaminn minn gæti ekki farið í það núna. Ég þyrfti bara að fara næsta sumar,“ segir Sunna en þá kom annar skellur. Líður ekki eins og hún sé veik „Sjúkdómurinn er búinn að dreifa sér og ég er komin með krabbamein í eitla. Það var svona óvissutími þegar þeir sjá að eitlarnir mínir eru allir stækkaðir í hálsi, brjóstholi og kvið. Það sem þeir óttuðust þá að ég væri með tvö krabbamein. Sem betur fer var þetta sama krabbamein, bara búið að dreifa sér og það er mjög óalgengt að það gerist. Ég fer þá bara í mjög stífa lyfjameðferð sem ég er enn þá í,“ segir Sunna en meðferðin er nokkuð harkaleg. Hún þarf að fara í svokallaða inndælingu vikulega í átta vikur, fær stungulyf undir húð í kvið, tekur töflur heima, tekur stera einu sinni í viku og er hún núna á fimmta lyfjahringnum. Í apríl kemur svo í ljós hver staðan er. Sunnu líður ekki eins og hún sé veik, þrátt fyrir þessa miklu meðferð. Sunna með kærastanum og góðu vinapari. „Ég lít ekki út fyrir að vera lasin. Ég mun síðan verða mjög veik í haust því að meðferðinni minni líkur á háskammtalyfjameðferð og stofnfrumuígræðslu. Þá verð ég ekki læknuð, það er ekki hægt að lækna þetta krabbamein en þarna er verið að drepa það alveg,“ segir Sunna. Eftir það mun hún þurfa koma reglulega í tékk til að athuga hvort meinið hafi tekið sig upp að nýju. „Ég er hrædd við að fara í þessa meðferð í haust en bý þó að því að þekkja fólk sem hefur farið í gegnum svipaða meðferð. Það segja allir að þetta sé rosalega erfitt en útkoman er samt sú að vonandi verður hægt að keyra sjúkdóminn niður og vonandi verður hægt að halda honum þannig í mjög mörg ár.“ Upplifir sig sem eina konan í þessari stöðu á Norðurlöndunum Lífslíkur þegar kemur að svona krabbameini eru í dag mun betri en áður og lyf og rannsóknir í stöðugri þróun. Sunna hugsar líka um barneignir í þessu sambandi og segja læknar henni að: „Ég geti farið núna í Livio áður en ég fer í þessa háskammtalyfjameðferð. Þar er í rauninni tækifærið okkar að ég fari í eggheimtu og það verði reynt að frjóvga þau egg sem nást og við ætlum að gera það og vonandi fáum við einhverja fósturvísa út úr því. En síðan veit ég ekki hvort ég muni geta gengið með barn og læknarnir mínir hjá Livio eru að hringja út til Svíþjóðar og spyrjast fyrir um lyfin sem ég er á núna og hvað þarf að líða langur tími til að ég megi fara í meðferð til þeirra. Ég veit ekki hvort þetta hafi verið gert áður á Norðurlöndunum að manneskja hafi verið í sömu stöðu og ég.“ Hún segir samt sem áður að númer 1,2 og 3 verði verkefnið að láta sér batna. Svo þegar þessu tímabili í lífi hennar lýkur ætlar hún að halda gott partí. „Ég var á tónleikum með Friðriki Dór um daginn og ég hugsaði bara, guð minn góður ég ætla bara að halda mína eigin tónleika með Friðriki Dór. Maðurinn minn benti mér á að það myndi kosta geðveikt mikið en ég er bara þar, að djamma.“
Ísland í dag Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Fleiri fréttir Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið