Umsjónarmaður hvalbáta segir starfsmenn Hvals ekkert eldast Kristján Már Unnarsson skrifar 26. apríl 2022 22:02 Hvalur 9 sjósettur í dag eftir fimm vikna klössun í slippnum í Reykjavík. Rúnar Vilberg Hjaltason Tilhlökkun er í starfsmönnum Hvals hf. að hefja hvalveiðar á ný eftir fjögurra ára hlé. Í dag var hvalbátnum Hval 9 rennt úr slipp eftir klössun og Hvalur 8 dreginn upp í staðinn. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Reykjavíkurhöfn þegar Nían, eins og hún er kölluð, var sjósett eftir fimm vikur í slipp en þar fékk hún meðal annars nýja skrúfu. Hvalur 9 var smíðaður árið 1952 og fagnar því sjötugsafmæli í ár. Voldugt spilverkið í slippnum telst þó enn meiri fornminjar, karlarnir giskuðu á það væri yfir hundrað ára, en sinnir þó enn með sóma því hlutverki sínu að draga skipin upp og slaka þeim svo aftur niður með sjö metra hraða á mínútu. Halldór Gíslason, umsjónarmaður hvalbátanna, um borð í Hval 9 þegar honum var rennt úr slippnum.Rúnar Vilberg Hjaltason Nokkrir starfsmenn Hvals voru um borð meðan báturinn seig niður úr slippnum. Eftir fjögurra ára hlé sjá þeir núna loksins fram á hvalvertíð. Halldór Gíslason, umsjónarmaður hvalbátanna, giskaði á að starfsmenn yrðu á milli 140 og 150 manns. -En nú eruð þið allir að eldast. Er ekki erfitt að finna mannskap sem kann til verka? „Það eldist enginn hjá Hval, sérðu,“ svarar Halldór og hlær. -Eruð þið allir síungir? „Já, við erum allir síungir, sko. Það er ekki gefinn upp aldur hérna.“ -En er tilhlökkun gagnvart því að hefja nýja hvalveiðivertíð? „Það hlýtur að vera. Við treystum á það,“ svarar Halldór. Eftir að hvalbáturinn var kominn á flot og laus úr sleðanum tók dráttarbáturinn Haki við og færði hann að bryggju hvalbátanna við Ægisgarð. Hvalur 8 dreginn upp í slippinn í dag.Rúnar Vilberg Hjaltason Þá var röðin komin að hinum hvalbátnum, Áttunni, sem er enn eldri, var smíðuð árið 1948, en hafnsögumennirnir á Haka færðu Hval 8 yfir að dráttarbrautinni. Eftir að búið var að skorða hann í sleðanum var hann dreginn upp. Í slippnum bíður hans botnhreinsun og málun og áætla starfsmenn Stálsmiðjunnar Framtaks að verkið taki um tvær vikur. Búist er við að hvalbátarnir haldi til veiða í fyrri hluta júnímánaðar. Það gæti því orðið í kringum 10. júní sem þeir koma með fyrstu langreyðarnar að landi í Hvalfirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hvalveiðar Reykjavík Sjávarútvegur Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Hvalveiðikvótinn heimilar veiðar á 193 langreyðum Fátt virðist geta komið í veg fyrir að stórhvalaveiðar hefjist að nýju við Ísland í sumar eftir fjögurra ára hlé. Heimilt er að veiða hátt í tvöhundruð langreyðar í ár og Hvalur hf. er auk þess með fullgilt vinnsluleyfi í hvalstöðinni í Hvalfirði. 23. mars 2022 20:51 Fá að kenna á því um leið og „ástríðufull“ fjölmiðlaumfjöllun fer af stað Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar harmar fréttir af endurkomu hvalveiða í sumar. Ferðaþjónustufyrirtæki finni fyrir neikvæðum áhrifum um leið og fréttir af hvalveiðum taka að spyrjast út. 23. mars 2022 13:12 Hvalur fær fimm ára veiðileyfi á langreyði Leyfið er til fimm ára. Kveðið er á um að fyrirtækinu beri að hafa frumkvæði að skila dagbókum um veiðarnar sem það vanrækti að skila á liðnu tímabili. 5. júlí 2019 19:02 Hvalvertíðin blásin af, veiðileyfi kom of seint Engar hvalveiðar verða þetta sumarið hjá Hval hf. Skýringin er sögð sú að veiðileyfi hafi komið of seint til að nægur tími gæfist til að ljúka nauðsynlegu viðhaldi á hvalbátunum. 4. júní 2019 21:23 Segir hvalveiðimenn með góða samvisku og sofa vel Starfsmenn Hvals hf. eru byrjaðir að undirbúa hvalvertíð sumarsins, þá fyrstu eftir nærri þriggja ára hlé, og í dag var annar hvalbátanna dreginn upp í slipp í Reykjavíkurhöfn. 9. maí 2018 20:45 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Reykjavíkurhöfn þegar Nían, eins og hún er kölluð, var sjósett eftir fimm vikur í slipp en þar fékk hún meðal annars nýja skrúfu. Hvalur 9 var smíðaður árið 1952 og fagnar því sjötugsafmæli í ár. Voldugt spilverkið í slippnum telst þó enn meiri fornminjar, karlarnir giskuðu á það væri yfir hundrað ára, en sinnir þó enn með sóma því hlutverki sínu að draga skipin upp og slaka þeim svo aftur niður með sjö metra hraða á mínútu. Halldór Gíslason, umsjónarmaður hvalbátanna, um borð í Hval 9 þegar honum var rennt úr slippnum.Rúnar Vilberg Hjaltason Nokkrir starfsmenn Hvals voru um borð meðan báturinn seig niður úr slippnum. Eftir fjögurra ára hlé sjá þeir núna loksins fram á hvalvertíð. Halldór Gíslason, umsjónarmaður hvalbátanna, giskaði á að starfsmenn yrðu á milli 140 og 150 manns. -En nú eruð þið allir að eldast. Er ekki erfitt að finna mannskap sem kann til verka? „Það eldist enginn hjá Hval, sérðu,“ svarar Halldór og hlær. -Eruð þið allir síungir? „Já, við erum allir síungir, sko. Það er ekki gefinn upp aldur hérna.“ -En er tilhlökkun gagnvart því að hefja nýja hvalveiðivertíð? „Það hlýtur að vera. Við treystum á það,“ svarar Halldór. Eftir að hvalbáturinn var kominn á flot og laus úr sleðanum tók dráttarbáturinn Haki við og færði hann að bryggju hvalbátanna við Ægisgarð. Hvalur 8 dreginn upp í slippinn í dag.Rúnar Vilberg Hjaltason Þá var röðin komin að hinum hvalbátnum, Áttunni, sem er enn eldri, var smíðuð árið 1948, en hafnsögumennirnir á Haka færðu Hval 8 yfir að dráttarbrautinni. Eftir að búið var að skorða hann í sleðanum var hann dreginn upp. Í slippnum bíður hans botnhreinsun og málun og áætla starfsmenn Stálsmiðjunnar Framtaks að verkið taki um tvær vikur. Búist er við að hvalbátarnir haldi til veiða í fyrri hluta júnímánaðar. Það gæti því orðið í kringum 10. júní sem þeir koma með fyrstu langreyðarnar að landi í Hvalfirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hvalveiðar Reykjavík Sjávarútvegur Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Hvalveiðikvótinn heimilar veiðar á 193 langreyðum Fátt virðist geta komið í veg fyrir að stórhvalaveiðar hefjist að nýju við Ísland í sumar eftir fjögurra ára hlé. Heimilt er að veiða hátt í tvöhundruð langreyðar í ár og Hvalur hf. er auk þess með fullgilt vinnsluleyfi í hvalstöðinni í Hvalfirði. 23. mars 2022 20:51 Fá að kenna á því um leið og „ástríðufull“ fjölmiðlaumfjöllun fer af stað Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar harmar fréttir af endurkomu hvalveiða í sumar. Ferðaþjónustufyrirtæki finni fyrir neikvæðum áhrifum um leið og fréttir af hvalveiðum taka að spyrjast út. 23. mars 2022 13:12 Hvalur fær fimm ára veiðileyfi á langreyði Leyfið er til fimm ára. Kveðið er á um að fyrirtækinu beri að hafa frumkvæði að skila dagbókum um veiðarnar sem það vanrækti að skila á liðnu tímabili. 5. júlí 2019 19:02 Hvalvertíðin blásin af, veiðileyfi kom of seint Engar hvalveiðar verða þetta sumarið hjá Hval hf. Skýringin er sögð sú að veiðileyfi hafi komið of seint til að nægur tími gæfist til að ljúka nauðsynlegu viðhaldi á hvalbátunum. 4. júní 2019 21:23 Segir hvalveiðimenn með góða samvisku og sofa vel Starfsmenn Hvals hf. eru byrjaðir að undirbúa hvalvertíð sumarsins, þá fyrstu eftir nærri þriggja ára hlé, og í dag var annar hvalbátanna dreginn upp í slipp í Reykjavíkurhöfn. 9. maí 2018 20:45 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Hvalveiðikvótinn heimilar veiðar á 193 langreyðum Fátt virðist geta komið í veg fyrir að stórhvalaveiðar hefjist að nýju við Ísland í sumar eftir fjögurra ára hlé. Heimilt er að veiða hátt í tvöhundruð langreyðar í ár og Hvalur hf. er auk þess með fullgilt vinnsluleyfi í hvalstöðinni í Hvalfirði. 23. mars 2022 20:51
Fá að kenna á því um leið og „ástríðufull“ fjölmiðlaumfjöllun fer af stað Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar harmar fréttir af endurkomu hvalveiða í sumar. Ferðaþjónustufyrirtæki finni fyrir neikvæðum áhrifum um leið og fréttir af hvalveiðum taka að spyrjast út. 23. mars 2022 13:12
Hvalur fær fimm ára veiðileyfi á langreyði Leyfið er til fimm ára. Kveðið er á um að fyrirtækinu beri að hafa frumkvæði að skila dagbókum um veiðarnar sem það vanrækti að skila á liðnu tímabili. 5. júlí 2019 19:02
Hvalvertíðin blásin af, veiðileyfi kom of seint Engar hvalveiðar verða þetta sumarið hjá Hval hf. Skýringin er sögð sú að veiðileyfi hafi komið of seint til að nægur tími gæfist til að ljúka nauðsynlegu viðhaldi á hvalbátunum. 4. júní 2019 21:23
Segir hvalveiðimenn með góða samvisku og sofa vel Starfsmenn Hvals hf. eru byrjaðir að undirbúa hvalvertíð sumarsins, þá fyrstu eftir nærri þriggja ára hlé, og í dag var annar hvalbátanna dreginn upp í slipp í Reykjavíkurhöfn. 9. maí 2018 20:45