Fíllinn í herberginu Hulda Sólveig Jóhannsdóttir skrifar 26. apríl 2022 16:01 Bæjarlistinn hefur beitt sér undanfarin fjögur ár fyrir aukinni sérfræðiaðstoð inn í skólana. Tillaga okkar um iðjuþjálfun inn í grunnskólana var samþykkt í síðustu fjárhagsáætlun en betur má ef duga skal. Skóli án aðgreiningar er stefna sem unnið er eftir í skólum landsins. Mikið hefur verið fjallað um þessa stefnu og sitt sýnist hverjum hvort vel hefur tekist að framfylgja markmiðum hennar sem eru að: skapa framtíðarsamfélag fjölbreytninnar mæta þörfum allra nemenda leggja áherslu á stöðu nemenda með sérþarfir og að þeir eigi möguleika á að vera í venjulegum námshópum/bekkjum. Til að hægt sé að framfylgja þessum markmiðum er mikilvægt að hafa góða skilvirka stoðþjónustu í skólunum og virk úrræði í verkfærakistu kennarans. Úrræði kennarans þurfa að vera fjölbreytt, aðgengileg og skilvirk. Eins og staðan er í dag þá þarf að bæta aðgengi nemenda að viðeigandi sérfræðiúrræðum, s.s. sérkennara, þroskaþjálfara, talmeinafræðinga, iðjuþjálfa, sálfræðinga og félagsráðgjafa. Sérfræðiaðstoðin verður að vera nálægt nemendunum og nemendur verða að fá viðunandi sérfræðiaðstoð þegar þeir þurfa á henni að halda. Hingað til hefur mikið verið lagt uppúr stuðningi við einstaka nemendur og foreldra í skólakerfinu sem snýr einkum að greiningum. Lítil eftirfylgni hefur verið með hvernig niðurstöður greininga eru útfærðar eða nýtast í skólastarfinu, þ.e. þegar greiningar liggja fyrir tekur oft við bið eftir viðeigandi úrræði, bið sem ekki er hægt að sætta sig við. Bæjarlistinn vill efla stoðþjónustu í skólum bæjarins og tryggja að nemendur fái þá aðstoð sem þeir þurfa. Hagsmunir nemenda og kennara fara saman. Með bættri þjónustu við nemendur inn í skólana aukast viðeigandi úrræði í verkfærakistu kennarans. Höfundur skipar 2. sæti Bæjarlistans í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Bæjarlistinn hefur beitt sér undanfarin fjögur ár fyrir aukinni sérfræðiaðstoð inn í skólana. Tillaga okkar um iðjuþjálfun inn í grunnskólana var samþykkt í síðustu fjárhagsáætlun en betur má ef duga skal. Skóli án aðgreiningar er stefna sem unnið er eftir í skólum landsins. Mikið hefur verið fjallað um þessa stefnu og sitt sýnist hverjum hvort vel hefur tekist að framfylgja markmiðum hennar sem eru að: skapa framtíðarsamfélag fjölbreytninnar mæta þörfum allra nemenda leggja áherslu á stöðu nemenda með sérþarfir og að þeir eigi möguleika á að vera í venjulegum námshópum/bekkjum. Til að hægt sé að framfylgja þessum markmiðum er mikilvægt að hafa góða skilvirka stoðþjónustu í skólunum og virk úrræði í verkfærakistu kennarans. Úrræði kennarans þurfa að vera fjölbreytt, aðgengileg og skilvirk. Eins og staðan er í dag þá þarf að bæta aðgengi nemenda að viðeigandi sérfræðiúrræðum, s.s. sérkennara, þroskaþjálfara, talmeinafræðinga, iðjuþjálfa, sálfræðinga og félagsráðgjafa. Sérfræðiaðstoðin verður að vera nálægt nemendunum og nemendur verða að fá viðunandi sérfræðiaðstoð þegar þeir þurfa á henni að halda. Hingað til hefur mikið verið lagt uppúr stuðningi við einstaka nemendur og foreldra í skólakerfinu sem snýr einkum að greiningum. Lítil eftirfylgni hefur verið með hvernig niðurstöður greininga eru útfærðar eða nýtast í skólastarfinu, þ.e. þegar greiningar liggja fyrir tekur oft við bið eftir viðeigandi úrræði, bið sem ekki er hægt að sætta sig við. Bæjarlistinn vill efla stoðþjónustu í skólum bæjarins og tryggja að nemendur fái þá aðstoð sem þeir þurfa. Hagsmunir nemenda og kennara fara saman. Með bættri þjónustu við nemendur inn í skólana aukast viðeigandi úrræði í verkfærakistu kennarans. Höfundur skipar 2. sæti Bæjarlistans í Hafnarfirði.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar