Danir opnir fyrir því að hýsa landsleiki Íslands Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2022 08:01 Íslendingar og Danir hafa háð marga hildi á handboltavellinum en það kemur ekki í veg fyrir stuðning Dana ef á þarf að halda. Getty/Sanjin Strukic Forráðamenn Handknattleikssamband Íslands hafa enn sem komið er ekki rætt formlega við kollega sína í öðrum löndum um möguleikann á að hýsa hjá þeim leiki íslenskra landsliða vegna aðstöðuleysis á Íslandi. Formaður danska sambandsins tekur þó vel í að hjálpa Íslendingum. Lítið virðist þokast áfram hjá stjórnvöldum í ákvarðanatöku um, og hvað þá byggingu, nýrrar þjóðarhallar. Því vofir yfir ótti um að Íslendingar verði skikkaðir að spila heimaleiki erlendis, líkt og Færeyingar neyddust til að gera í undankeppni EM karla í handbolta 2020, þegar þeir spiluðu heimaleiki í Danmörku. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt stöðuna er Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari karla sem sagði móðgandi hvernig stjórnvöld kæmu fram við íslenska landsliðið. Fjallað var um þau ummæli í dönskum fjölmiðlum. Vísir sendi danska handknattleikssambandinu fyrirspurn um það hvort það kæmi til greina að hýsa landsleiki Íslands í Danmörku, og hvað það kæmi til með að kosta. Morten Stig Christensen, formaður danska sambandsins, svaraði og sagði að ekki hefði komið nein formleg beiðni frá HSÍ. Á meðan að aðeins væri um vangaveltur að ræða vildi hann því lítið tjá sig. „En almennt séð erum við alltaf jákvæð varðandi það að styðja við systursambönd okkar á Norðurlöndum eins og við best getum og við vitum að það er gagnkvæmt,“ sagði Christensen. Ísland hefur um árabil verið með undanþágu hjá evrópska handknattleikssambandinu til að spila landsleiki á Íslandi þar sem að hér er engin handboltahöll sem uppfyllir ýmsar kröfur sambandsins varðandi leiki á hæsta stigi, svo sem varðandi öryggi leikmanna, aðstöðu áhorfenda og fjölmiðla, og fleira. Ísland fékk svo raunar undanþágu ofan á þá undanþágu til að spila landsleiki á Ásvöllum vegna lokunar Laugardalshallar. Gólfið í Laugardalshöll eyðilagðist vegna vatnsskemmda í nóvember 2020 en vonir standa til þess að hægt verði að spila þar þegar strákarnir okkar hefja undankeppni EM í október. Þannig mætti koma fyrir fleiri áhorfendum en á Ásvöllum, þar sem eftirspurn eftir miðum var mun meiri en framboðið í leiknum gegn Austurríki fyrr í þessum mánuði. Enn góður vilji hjá EHF en aðdragandinn yrði lítill „Okkur er mikið í mun að fá áfram heimild til að spila heimaleikina okkar á Íslandi því það skiptir okkur, og við viljum meina land og þjóð, gríðarlegu máli,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, og bendir á að það yrði ekki bara „skelfilegt“ fyrir íslenska þjóð að þurfa að spila heimaleiki erlendis heldur afar kostnaðarsamt fyrir HSÍ. Færri komust að en vildu að sjá íslenska landsliðið vinna Austurríki á Ásvöllum fyrr í þessum mánuði, og tryggja sér sæti á HM.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Við höfum því aðallega leitað til EHF eftir góðum vilja til að leyfa okkur að spila áfram í Laugardalshöll, eða eftir atvikum á Ásvöllum, og þær viðræður hafa hingað til gengið ágætlega. Á endanum, ef ekkert gerist, verður okkur samt hent út og það yrði væntanlega gert með litlum aðdraganda, eins og hjá Færeyingum,“ segir Róbert og bætir við: „Með hverri undankeppni Evrópumóts eru kröfurnar varðandi aðstöðu að aukast og þær aukast enn fyrir næstu undankeppni, EM 2024. Því lengur sem við bíðum, og því minni svör sem við getum veitt um framgang mála, því meiri hætta er á að við lendum einhvern tímann á leiðarenda. Við eigum að sleppa fyrir EM 2024 – 7, 9, 13 – en höfum svo sem ekki tekið umræðuna um hvað yrði ef Laugardalshöll klikkar. En ramminn okkar þrengist og þolinmæðin minnkar sífellt.“ Handbolti Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir „Mér finnst tölurnar sem Reykjavík hefur verið að nefna í þessu sambandi mjög lágar“ Bjarni Benediktsson gagnrýndi borgaryfirvöld í umræðu um þjóðarleikvang og þjóðarhöll í þættinum Sprengisandur í morgun. Hann segist hafa orðið orðlaus eftir fund um málið með borgaryfirvöldum. 24. apríl 2022 17:01 Segist geta spilað í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfið haldi velli Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að hann geti spilað landsleiki í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfi landsins haldi velli. 21. apríl 2022 13:47 Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta. 20. apríl 2022 12:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Lítið virðist þokast áfram hjá stjórnvöldum í ákvarðanatöku um, og hvað þá byggingu, nýrrar þjóðarhallar. Því vofir yfir ótti um að Íslendingar verði skikkaðir að spila heimaleiki erlendis, líkt og Færeyingar neyddust til að gera í undankeppni EM karla í handbolta 2020, þegar þeir spiluðu heimaleiki í Danmörku. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt stöðuna er Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari karla sem sagði móðgandi hvernig stjórnvöld kæmu fram við íslenska landsliðið. Fjallað var um þau ummæli í dönskum fjölmiðlum. Vísir sendi danska handknattleikssambandinu fyrirspurn um það hvort það kæmi til greina að hýsa landsleiki Íslands í Danmörku, og hvað það kæmi til með að kosta. Morten Stig Christensen, formaður danska sambandsins, svaraði og sagði að ekki hefði komið nein formleg beiðni frá HSÍ. Á meðan að aðeins væri um vangaveltur að ræða vildi hann því lítið tjá sig. „En almennt séð erum við alltaf jákvæð varðandi það að styðja við systursambönd okkar á Norðurlöndum eins og við best getum og við vitum að það er gagnkvæmt,“ sagði Christensen. Ísland hefur um árabil verið með undanþágu hjá evrópska handknattleikssambandinu til að spila landsleiki á Íslandi þar sem að hér er engin handboltahöll sem uppfyllir ýmsar kröfur sambandsins varðandi leiki á hæsta stigi, svo sem varðandi öryggi leikmanna, aðstöðu áhorfenda og fjölmiðla, og fleira. Ísland fékk svo raunar undanþágu ofan á þá undanþágu til að spila landsleiki á Ásvöllum vegna lokunar Laugardalshallar. Gólfið í Laugardalshöll eyðilagðist vegna vatnsskemmda í nóvember 2020 en vonir standa til þess að hægt verði að spila þar þegar strákarnir okkar hefja undankeppni EM í október. Þannig mætti koma fyrir fleiri áhorfendum en á Ásvöllum, þar sem eftirspurn eftir miðum var mun meiri en framboðið í leiknum gegn Austurríki fyrr í þessum mánuði. Enn góður vilji hjá EHF en aðdragandinn yrði lítill „Okkur er mikið í mun að fá áfram heimild til að spila heimaleikina okkar á Íslandi því það skiptir okkur, og við viljum meina land og þjóð, gríðarlegu máli,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, og bendir á að það yrði ekki bara „skelfilegt“ fyrir íslenska þjóð að þurfa að spila heimaleiki erlendis heldur afar kostnaðarsamt fyrir HSÍ. Færri komust að en vildu að sjá íslenska landsliðið vinna Austurríki á Ásvöllum fyrr í þessum mánuði, og tryggja sér sæti á HM.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Við höfum því aðallega leitað til EHF eftir góðum vilja til að leyfa okkur að spila áfram í Laugardalshöll, eða eftir atvikum á Ásvöllum, og þær viðræður hafa hingað til gengið ágætlega. Á endanum, ef ekkert gerist, verður okkur samt hent út og það yrði væntanlega gert með litlum aðdraganda, eins og hjá Færeyingum,“ segir Róbert og bætir við: „Með hverri undankeppni Evrópumóts eru kröfurnar varðandi aðstöðu að aukast og þær aukast enn fyrir næstu undankeppni, EM 2024. Því lengur sem við bíðum, og því minni svör sem við getum veitt um framgang mála, því meiri hætta er á að við lendum einhvern tímann á leiðarenda. Við eigum að sleppa fyrir EM 2024 – 7, 9, 13 – en höfum svo sem ekki tekið umræðuna um hvað yrði ef Laugardalshöll klikkar. En ramminn okkar þrengist og þolinmæðin minnkar sífellt.“
Handbolti Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir „Mér finnst tölurnar sem Reykjavík hefur verið að nefna í þessu sambandi mjög lágar“ Bjarni Benediktsson gagnrýndi borgaryfirvöld í umræðu um þjóðarleikvang og þjóðarhöll í þættinum Sprengisandur í morgun. Hann segist hafa orðið orðlaus eftir fund um málið með borgaryfirvöldum. 24. apríl 2022 17:01 Segist geta spilað í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfið haldi velli Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að hann geti spilað landsleiki í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfi landsins haldi velli. 21. apríl 2022 13:47 Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta. 20. apríl 2022 12:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
„Mér finnst tölurnar sem Reykjavík hefur verið að nefna í þessu sambandi mjög lágar“ Bjarni Benediktsson gagnrýndi borgaryfirvöld í umræðu um þjóðarleikvang og þjóðarhöll í þættinum Sprengisandur í morgun. Hann segist hafa orðið orðlaus eftir fund um málið með borgaryfirvöldum. 24. apríl 2022 17:01
Segist geta spilað í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfið haldi velli Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að hann geti spilað landsleiki í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfi landsins haldi velli. 21. apríl 2022 13:47
Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta. 20. apríl 2022 12:00
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti