„Auðveldara að semja og skapa þegar manni líður ekki vel“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. apríl 2022 07:00 Klara Elíasdóttir söngkona talar um ferilinn, ástina, lagasmíðar, Ísland, draumana, Nylon og margt fleira í nýjasta þættinum af Einkalífinu. Vísir/Helgi Ómars „Þessi heimsfaraldur, hann breytti heiminum og hann breytti mér. Ég einhvern veginn fékk allt aðra sín á lífið, á heiminn og á sjálfa mig.“ Klara Elíasdóttir söngkona og lagahöfundur kom til Íslands í heimsfaraldrinum eftir margra ára búsetu í Los Angeles og ákvað í kjölfarið að flytja aftur heim. „Ég var búin að vera heima í ofboðslega stuttan tíma þegar ég áttaði mig á því að mig langaði ekkert að fara aftur til baka,“ sagði Klara um flutningana í nýjasta þættinum af Einkalífinu. „Ég kom með einhverjar tvær ferðatöskur og hugsaði að ég yrði hérna í einhverja þrjá mánuði.“ Klara réði fólk til þess að pakka búslóðinni í LA og senda hana til Íslands. Fljótlega eftir flutningana fann Klara ástina þegar hún kynntist kærasta sínum, bardagaíþróttamanninum Jeremy Aclipen. „Ég fann nýtt líf, ég fann hamingjuna.“ segir Klara í þættinum um sambandið. „Við kynntumst stuttu eftir að ég flutti heim. Hann var alls ekki ástæðan fyrir því að ég ákvað að flytja, ég var flutt og búin að koma mér fyrir. Ég er með ofboðslega fullt og hamingjusamt hjarta.“ Hjörtun brotna eins Klara vinnur að nýrri plötu á íslensku og segir að lögin sem hún semji komi frá mjög persónulegum stað. „Þessi lög sem eru búin að koma út þau koma algjörlega frá blæðandi hjarta.“ Eins og Klara hefur sagt frá áður í viðtali hér á Vísi samdi hún mikið af tónlist í mikilli ástarsorg fyrir nokkrum árum. „Það er auðveldara að semja og skapa þegar manni líður ekki vel.“ Henni þykir einstaklega vænt um að heyra að fólk tengir við lögin og textana. „Eins ólík og við erum og eins ólík og sambönd eru, þá brotna hjörtun okkar öll eins.“ Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Einkalífið Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira
Klara Elíasdóttir söngkona og lagahöfundur kom til Íslands í heimsfaraldrinum eftir margra ára búsetu í Los Angeles og ákvað í kjölfarið að flytja aftur heim. „Ég var búin að vera heima í ofboðslega stuttan tíma þegar ég áttaði mig á því að mig langaði ekkert að fara aftur til baka,“ sagði Klara um flutningana í nýjasta þættinum af Einkalífinu. „Ég kom með einhverjar tvær ferðatöskur og hugsaði að ég yrði hérna í einhverja þrjá mánuði.“ Klara réði fólk til þess að pakka búslóðinni í LA og senda hana til Íslands. Fljótlega eftir flutningana fann Klara ástina þegar hún kynntist kærasta sínum, bardagaíþróttamanninum Jeremy Aclipen. „Ég fann nýtt líf, ég fann hamingjuna.“ segir Klara í þættinum um sambandið. „Við kynntumst stuttu eftir að ég flutti heim. Hann var alls ekki ástæðan fyrir því að ég ákvað að flytja, ég var flutt og búin að koma mér fyrir. Ég er með ofboðslega fullt og hamingjusamt hjarta.“ Hjörtun brotna eins Klara vinnur að nýrri plötu á íslensku og segir að lögin sem hún semji komi frá mjög persónulegum stað. „Þessi lög sem eru búin að koma út þau koma algjörlega frá blæðandi hjarta.“ Eins og Klara hefur sagt frá áður í viðtali hér á Vísi samdi hún mikið af tónlist í mikilli ástarsorg fyrir nokkrum árum. „Það er auðveldara að semja og skapa þegar manni líður ekki vel.“ Henni þykir einstaklega vænt um að heyra að fólk tengir við lögin og textana. „Eins ólík og við erum og eins ólík og sambönd eru, þá brotna hjörtun okkar öll eins.“ Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Einkalífið Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira