Valkvæður skortur á þekkingu Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 25. apríl 2022 07:30 Það er athyglisvert að sjá hversu sumir stjórnarandstöðuþingmenn eru tilbúnir að ganga langt og jafnvel opinbera fákunnáttu sína, valkvætt eða ekki, vegna þess að formenn stjórnarflokkanna tilkynntu á dögunum að til stæði að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Hafa þessir stjórnarþingmenn hrópað upp að þessir þrír formenn gætu nú bara ekki ákveðið neitt svona, án þess að málið fari fyrir ríkisstjórnina sem tæki sameiginlega ákvörðun um málið. Enda skuli halda ríkisstjórnarfundi um stjórnarmálefni. Þessi yfirlýsing eða efni hennar er ekki svokallað stjórnarmálefni. Heldur var verið að gefa til kynna hvað væri í vændum. Sumsé að fjármálaráðherra myndi leggja fram í ríkisstjórn frumvarp um aflagningu Bankasýslu ríkisins. Ríkisstjórnin mun svo ræða frumvarpið og afgreiða það til umfjöllunar í stjórnarflokkunum sem að munu einnig ræða efni frumvarpsins, og ef að líkum lætur afgreiða það til umræðu í þingsal. Á þessi stigi er málið því bæði orðið stjórnarmálefni og búið verður að ræða það í ríkisstjórn. Það er alþingi sem að mun á endanum ákveða hver örlög bankasýslunnar verða. Enda Bankasýsla ríkisins sett á laggirnar samkvæmt lögum og verður því ekki aflögð nema með lögum. En kannski er sumum þessara stjórnarþingmanna vorkunn. Þeir eru svotil nýbyrjaðir í nýju starfi og hafa kannski ekki lesið sér nægjanlega til þó sumir þeirra veifi nú háskólagráðum ótt og títt, líkt og Bjarnfreðarson forðum. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Það er athyglisvert að sjá hversu sumir stjórnarandstöðuþingmenn eru tilbúnir að ganga langt og jafnvel opinbera fákunnáttu sína, valkvætt eða ekki, vegna þess að formenn stjórnarflokkanna tilkynntu á dögunum að til stæði að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Hafa þessir stjórnarþingmenn hrópað upp að þessir þrír formenn gætu nú bara ekki ákveðið neitt svona, án þess að málið fari fyrir ríkisstjórnina sem tæki sameiginlega ákvörðun um málið. Enda skuli halda ríkisstjórnarfundi um stjórnarmálefni. Þessi yfirlýsing eða efni hennar er ekki svokallað stjórnarmálefni. Heldur var verið að gefa til kynna hvað væri í vændum. Sumsé að fjármálaráðherra myndi leggja fram í ríkisstjórn frumvarp um aflagningu Bankasýslu ríkisins. Ríkisstjórnin mun svo ræða frumvarpið og afgreiða það til umfjöllunar í stjórnarflokkunum sem að munu einnig ræða efni frumvarpsins, og ef að líkum lætur afgreiða það til umræðu í þingsal. Á þessi stigi er málið því bæði orðið stjórnarmálefni og búið verður að ræða það í ríkisstjórn. Það er alþingi sem að mun á endanum ákveða hver örlög bankasýslunnar verða. Enda Bankasýsla ríkisins sett á laggirnar samkvæmt lögum og verður því ekki aflögð nema með lögum. En kannski er sumum þessara stjórnarþingmanna vorkunn. Þeir eru svotil nýbyrjaðir í nýju starfi og hafa kannski ekki lesið sér nægjanlega til þó sumir þeirra veifi nú háskólagráðum ótt og títt, líkt og Bjarnfreðarson forðum. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar