Kópavogur er vinur minn Gunnar Jónsson skrifar 25. apríl 2022 07:01 Ég er Kópavogsbúi, fæddist á fæðingarheimili í bænum, bjó þar og sótti skóla þar til kom að háskólanámi. Þá fluttist ég til Reykjavíkur og svo til Bandaríkjanna í nokkur ár að því loknu. En ég vissi að það voru hliðarspor. Húsið mitt með stórum staf gat ég aldrei byggt annarstaðar en í Kópavogi. Ég er alinn upp í vesturbænum, sem nú er kallaður Kársnes og er loksins að öðlast þann sess sem honum ber. Hafandi byggt Húsið í austurbænum er ég aftur fluttur í hús sem foreldrar mínir byggðu og ég ólst upp í. Það er yndislegt að horfa út um stofugluggann af Sunnubrautinni yfir Kópavoginn rétt eins og það var dásamlegt að horfa frá Bláfjöllum til Bessastaða úr Hólahjalla. Ég var aldrei íþróttahetja. Tóti Þórhalls og Huldu P., fyrsti og besti vinur minn og granni af Sunnubrautinni, sá meira um það. Ég æfði þó handbolta í HK og held enn með HK - í handbolta. Í fótbolta er ég hinsvegar gegnumgrænn Bliki, gat aldrei farið á annan veg þar sem fjölskylda Tóta er sennilega mesta Blikafjölskylda sem bærinn hefur alið. Ég held líka með Blikunum í hverju því öðru sporti sem þar er stundað. Í golfi er ég GKG-ingur og Gerplumaður í fimleikum. Ég held einfaldlega alltaf með Kópavogi og því sem þaðan kemur og finnst það hvorki þurfa afsökunar né útskýringar við. Kópavogur æsku minnar var sennilega langt í frá fullkominn. Kannski svolítið eins og gelgjulegur unglingur óviss um sjálfan sig í samanburði við ráðsettari granna í Reykjavík og Hafnarfirði, þannig að samanburður við kaupstaði sé látinn nægja. Það var samt góður andi í Kópavogi og menn voru samhuga um að gera veg bæjarins og þeirra sem hann byggðu sem mestan. Aðrir gerðu grín að gatnakerfinu okkar. Fólk á mínu reki kom engu að síður meira og minna aftur í Kópavoginn eftir hliðarspor á fyrstu fullorðinsárum. Það hlýtur að segja eitthvað. Bæjaryfirvöld eru til fyrir íbúa ekki öfugt Bærinn hefur vaxið hraðar en nokkurn óraði fyrir. Mér var kennt að upphaf hans hafi í raun falist í því að bæjaryfirvöld í Reykjavík hafi ekki átt lóðir fyrir aðra en menn úr Flokknum. Hinir hafi orðið að leita í Kópavog. Út frá því má segja það fara gegn erfðamengi bæjarins að Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið fyrir stjórn hans nánast óslitið í marga áratugi. Síst skal úr því dregið að miklar framfarir hafi orðið í bænum á þessum tíma og gríðarleg fjölgun. Nafni minn Birgisson gerði margt gott á sínum tíma og það er gott að búa í Kópavogi. Stundum finnst mér samt sem bæjaryfirvöld gleymi því að þau eru til fyrir bæjarbúa en ekki öfugt. Gleggst sést þetta í skipulagsákvörðunum. Magn gengur of oft framar gæðum og reglur eru taldar til hliðsjónar en ekki vegvísar um rétta og lögbundna framkvæmd. Vitaskuld vilja bæjarbúar veg bæjarins sem mestan og halda áfram að vera stærsti bær á landinu. En það má ekki þýða að allstaðar skuli hámarka byggingarmagn og markmiðið sé að fjölga Kópavogsbúum án tillits til annars. Ég býð alla velkomna í bæinn, en það þarf líka að huga að okkur sem fyrir erum. Þess verður að gæta að bæjarbúar eigi auða og græna reiti til mannlífs, jafnvel þótt reikna mætti grænu eða auðu reitina til mikilla lóðaverðmæta. New York væri ekki New York án Central Park og Kópavogur ekki Kópavogur án Rútstúns eða Kópavogsdalsins. Bæjaryfirvöld starfa í okkar umboði og leiðarljós þeirra á að vera okkar hagsmunir. Það hefur því miður gleymst í skipulagsákvörðunum undanfarinna ára. Það þarf að laga. Kópavogur hefur alltaf verið vinur minn og vinir segja til vamms. Skipulagsmál í Kópavogi hafa verið ólíðandi vömm liðin ár. Á því þarf að taka. Vinir Kópavogs urðu til í þeim tilgangi. Þess vegna vil ég ekki bara að Kópavogur sé vinur minn heldur ætla ég líka að vera Vinur Kópavogs. Höfundur er Kópavogsbúi og hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Ég er Kópavogsbúi, fæddist á fæðingarheimili í bænum, bjó þar og sótti skóla þar til kom að háskólanámi. Þá fluttist ég til Reykjavíkur og svo til Bandaríkjanna í nokkur ár að því loknu. En ég vissi að það voru hliðarspor. Húsið mitt með stórum staf gat ég aldrei byggt annarstaðar en í Kópavogi. Ég er alinn upp í vesturbænum, sem nú er kallaður Kársnes og er loksins að öðlast þann sess sem honum ber. Hafandi byggt Húsið í austurbænum er ég aftur fluttur í hús sem foreldrar mínir byggðu og ég ólst upp í. Það er yndislegt að horfa út um stofugluggann af Sunnubrautinni yfir Kópavoginn rétt eins og það var dásamlegt að horfa frá Bláfjöllum til Bessastaða úr Hólahjalla. Ég var aldrei íþróttahetja. Tóti Þórhalls og Huldu P., fyrsti og besti vinur minn og granni af Sunnubrautinni, sá meira um það. Ég æfði þó handbolta í HK og held enn með HK - í handbolta. Í fótbolta er ég hinsvegar gegnumgrænn Bliki, gat aldrei farið á annan veg þar sem fjölskylda Tóta er sennilega mesta Blikafjölskylda sem bærinn hefur alið. Ég held líka með Blikunum í hverju því öðru sporti sem þar er stundað. Í golfi er ég GKG-ingur og Gerplumaður í fimleikum. Ég held einfaldlega alltaf með Kópavogi og því sem þaðan kemur og finnst það hvorki þurfa afsökunar né útskýringar við. Kópavogur æsku minnar var sennilega langt í frá fullkominn. Kannski svolítið eins og gelgjulegur unglingur óviss um sjálfan sig í samanburði við ráðsettari granna í Reykjavík og Hafnarfirði, þannig að samanburður við kaupstaði sé látinn nægja. Það var samt góður andi í Kópavogi og menn voru samhuga um að gera veg bæjarins og þeirra sem hann byggðu sem mestan. Aðrir gerðu grín að gatnakerfinu okkar. Fólk á mínu reki kom engu að síður meira og minna aftur í Kópavoginn eftir hliðarspor á fyrstu fullorðinsárum. Það hlýtur að segja eitthvað. Bæjaryfirvöld eru til fyrir íbúa ekki öfugt Bærinn hefur vaxið hraðar en nokkurn óraði fyrir. Mér var kennt að upphaf hans hafi í raun falist í því að bæjaryfirvöld í Reykjavík hafi ekki átt lóðir fyrir aðra en menn úr Flokknum. Hinir hafi orðið að leita í Kópavog. Út frá því má segja það fara gegn erfðamengi bæjarins að Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið fyrir stjórn hans nánast óslitið í marga áratugi. Síst skal úr því dregið að miklar framfarir hafi orðið í bænum á þessum tíma og gríðarleg fjölgun. Nafni minn Birgisson gerði margt gott á sínum tíma og það er gott að búa í Kópavogi. Stundum finnst mér samt sem bæjaryfirvöld gleymi því að þau eru til fyrir bæjarbúa en ekki öfugt. Gleggst sést þetta í skipulagsákvörðunum. Magn gengur of oft framar gæðum og reglur eru taldar til hliðsjónar en ekki vegvísar um rétta og lögbundna framkvæmd. Vitaskuld vilja bæjarbúar veg bæjarins sem mestan og halda áfram að vera stærsti bær á landinu. En það má ekki þýða að allstaðar skuli hámarka byggingarmagn og markmiðið sé að fjölga Kópavogsbúum án tillits til annars. Ég býð alla velkomna í bæinn, en það þarf líka að huga að okkur sem fyrir erum. Þess verður að gæta að bæjarbúar eigi auða og græna reiti til mannlífs, jafnvel þótt reikna mætti grænu eða auðu reitina til mikilla lóðaverðmæta. New York væri ekki New York án Central Park og Kópavogur ekki Kópavogur án Rútstúns eða Kópavogsdalsins. Bæjaryfirvöld starfa í okkar umboði og leiðarljós þeirra á að vera okkar hagsmunir. Það hefur því miður gleymst í skipulagsákvörðunum undanfarinna ára. Það þarf að laga. Kópavogur hefur alltaf verið vinur minn og vinir segja til vamms. Skipulagsmál í Kópavogi hafa verið ólíðandi vömm liðin ár. Á því þarf að taka. Vinir Kópavogs urðu til í þeim tilgangi. Þess vegna vil ég ekki bara að Kópavogur sé vinur minn heldur ætla ég líka að vera Vinur Kópavogs. Höfundur er Kópavogsbúi og hæstaréttarlögmaður.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun