„Vonandi förum við á EM eftir tvö ár“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 23. apríl 2022 18:09 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðins í handbolta Vísir: Hulda Margrét Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennaliðsins í handbolta, var svekktur eftir sex marka tap á móti Serbíu, 28-22, í lokaumferð undankeppni EM. Með sigri hefði Ísland tryggt sér sæti en Serbía var of stór biti að þessu sinni. „Þetta þróaðist ekki ósvipað eins og við áttum von á, að þetta væri erfitt en mér fannst við fá tækifæri til að gera eitthvað alvöru úr þessu undir lokin. Mögulega smá stress hjá þeim, það gerðu allir ráð fyrir við værum að fara vinna og ég var að vona að við værum að fá upp þann kafla. Því miður gekk það ekki alveg upp seinustu tíu mínúturnar,“ sagði Arnar við Rúv eftir leikinn. Leikurinn var kaflaskiptur fyrir Ísland. Í fyrri hálfleik var sóknarleikurinn góður og skoruðu stelpurnar 15 mörk en að sama skapi náði varnarleikurinn og markvarslan sér ekki á strik. Í seinni hálfleiknum datt sóknarleikurinn niður en þá hrökk markvarslan í gang. „Leikurinn var þannig að hann var ofboðslega opin í fyrri hálfleik en svo lokaðist þetta í seinni. Mér fannst við ofboðslega tæpar í að skapa okkur færi. Ég á eftir að skoða þetta og átta mig betur á þessu. Ég er auðvitað svekktur en ég er ofboðslega stoltur af þessum stelpum, að spila á mjög erfiðum útivelli gegn mjög sterku liði. Við vorum nálægt því að gera alvöru úr þessu.“ Stelpurnar ætla að halda áfram að bæta sig og vonar Arnar að komast á EM eftir tvö ár. „Við ætlum að halda áfram að bæta okkur. Þessar stelpur eru ótrúlega flottar og það er ótrúlega gaman að vinna með þeim. Vonandi förum við á EM eftir tvö ár.“ Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Serbía - Ísland 28-22| Draumurinn um EM úti Ísland mætti Serbíu í Zrenjanin í lokaumferð undankeppni EM 2022 í handbolta kvenna. Með sigri hefðu Íslendingar komist á sitt fyrsta stórmót í tíu ár. Það gekk hinsvegar ekki eftir, Serbía náði strax forystu og var með yfirhöndina allan leikinn. Lokatölur 28-22. 23. apríl 2022 15:01 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
„Þetta þróaðist ekki ósvipað eins og við áttum von á, að þetta væri erfitt en mér fannst við fá tækifæri til að gera eitthvað alvöru úr þessu undir lokin. Mögulega smá stress hjá þeim, það gerðu allir ráð fyrir við værum að fara vinna og ég var að vona að við værum að fá upp þann kafla. Því miður gekk það ekki alveg upp seinustu tíu mínúturnar,“ sagði Arnar við Rúv eftir leikinn. Leikurinn var kaflaskiptur fyrir Ísland. Í fyrri hálfleik var sóknarleikurinn góður og skoruðu stelpurnar 15 mörk en að sama skapi náði varnarleikurinn og markvarslan sér ekki á strik. Í seinni hálfleiknum datt sóknarleikurinn niður en þá hrökk markvarslan í gang. „Leikurinn var þannig að hann var ofboðslega opin í fyrri hálfleik en svo lokaðist þetta í seinni. Mér fannst við ofboðslega tæpar í að skapa okkur færi. Ég á eftir að skoða þetta og átta mig betur á þessu. Ég er auðvitað svekktur en ég er ofboðslega stoltur af þessum stelpum, að spila á mjög erfiðum útivelli gegn mjög sterku liði. Við vorum nálægt því að gera alvöru úr þessu.“ Stelpurnar ætla að halda áfram að bæta sig og vonar Arnar að komast á EM eftir tvö ár. „Við ætlum að halda áfram að bæta okkur. Þessar stelpur eru ótrúlega flottar og það er ótrúlega gaman að vinna með þeim. Vonandi förum við á EM eftir tvö ár.“
Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Serbía - Ísland 28-22| Draumurinn um EM úti Ísland mætti Serbíu í Zrenjanin í lokaumferð undankeppni EM 2022 í handbolta kvenna. Með sigri hefðu Íslendingar komist á sitt fyrsta stórmót í tíu ár. Það gekk hinsvegar ekki eftir, Serbía náði strax forystu og var með yfirhöndina allan leikinn. Lokatölur 28-22. 23. apríl 2022 15:01 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Leik lokið: Serbía - Ísland 28-22| Draumurinn um EM úti Ísland mætti Serbíu í Zrenjanin í lokaumferð undankeppni EM 2022 í handbolta kvenna. Með sigri hefðu Íslendingar komist á sitt fyrsta stórmót í tíu ár. Það gekk hinsvegar ekki eftir, Serbía náði strax forystu og var með yfirhöndina allan leikinn. Lokatölur 28-22. 23. apríl 2022 15:01