Afsakaðu Gísli Marteinn! Jósteinn Þorgrímsson skrifar 23. apríl 2022 16:37 Í sjónvarpsþætti sínum Vikan með Gísla Marteini nú á föstudagskvöldið fór þáttastjórnandi að venju yfir fréttir vikunnar á sinn hátt. Sagði hann meðal annars frá bílslysi sem Ómar oddviti okkar Miðflokksmanna í Reykjavík lenti í. Var áreksturinn harkalegur og Ómar meiddist lítillega og hefur þurft á sjúkraþjálfun að halda eftir það. Gísli kaus að segja þannig frá atvikinu að Ómar hafi valdið árekstrinum og síðan hafi Ómar átt að hafa sagt að áreksturinn væri Degi borgarstjóra að kenna því það vantaði mislæg gatnamót. Atvikalýsing er einföld og auðskilin en einhvern veginn tókst Gísla að afbaka málið. Hugsanlega haft í huga hið fornkveðna að frásögnin eigi ekki að gjalda sannleikans. Staðreyndin er sú að keyrt var aftan á bíl Ómars og fjölskyldu hans af töluverðu afli. Bíll Ómars lenti svo á bílnum fyrir framan og úr varð þriggja bíla árekstur. Meiddist Ómar á baki og háls en ætlar ekki að láta það trufla sig í kosningabaráttunni. Vinur minn Ómar var sjálfum sér líkur og fór að hlúa að fólki í hinum bílum og aðstoðaði eins vel og hann gat. Hefði Gísli Marteinn lesið textann sem fylgdi myndinni sem hann birti í þættinum þá hefði „brandarinn” ekki verið að þjóna markmiðinu. En þessi hliðrun sannleikans hjá Gísla er hluti af stærra vandamáli. Það verður að viðurkennast að það verður erfiðara að fá jákvæða umfjöllun um stefnumál Miðflokksins þegar áhrifavaldar eins og Gísli Marteinn ráða umfjöllun hjá RÚV. En þegar Gísli er farinn að segja ósatt um umferðaróhapp sem Ómar oddviti okkar verður fyrir og kenna honum um hann er mér öllum lokið. Það veit alþjóð að Gísli Marteinn hefur litlar mætur á Miðflokknum og óvild hans í garð formannsins er öllum kunn. Þetta ágerist nú þar sem Miðflokkurinn einn flokka er á móti Borgarlínu og vill verja flugvöllinn í Vatnsmýri. Gísli stýrir þrýstihóp sem hann kallar „samtök um bíllausan lífsstíl”, jafnframt hefur hann lýst yfir stuðningi við Borgarlínu og vill að flugvöllurinn í Vatnsmýri fari. Þetta fer ekki framhjá þeim sem horfa á RÚV. Fjölmiðlamaður eins og Gísli Marteinn sem berst fyrir því að borgin sjái honum fyrir fari um borgina hefur sinn vettvang með sínum samtökum. Skoðanir sínar má hann eiga og halda sína fundi, en ég frábið mér það að hann noti ríkisfjölmiðilinn til að sjónvarpa andúð sínni á andstæðingum sínum á kaupi frá mér. Er til of mikils mælst að hann fari rétt með? Við í Miðflokknum viljum að fjölskyldufólk geti sinnt skyldum sínum og komist um borgina hratt og örugglega. Við viljum ekki vera þvinguð til að bíða eftir að áhrifavaldar búi til einhvern óraunhæfan veruleika um samgöngukerfi sem einhverjir fáir ætla að nýta sér eða nýti sér starf í skemmtiþætti til að úthúða þeim sem ekki eru á skoðun sem honum er þóknanleg. En auðvitað eru það ekki bara samgöngumálin sem okkur eru hugleikin þó svo að þau skipi stóran sess í málefnaskrá flokksins í Reykjavík, stóraukið lóðaframboð er forsenda framfara í borginni fyrir komandi kynslóðir, og einnig ætlum við að búa foreldrum okkar áhyggjulaust ævikvöld, málefni sem snerta okkur öll. Við þurfum að hafa skólana ómyglaða og o.s.frv. En fyrst og fremst að borgin verði ekki gjaldþrota vegna draumkenndra áætlana sem borgin hefur ekki bolmagn til þess að ráðast í. Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 2. sæti Miðflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í sjónvarpsþætti sínum Vikan með Gísla Marteini nú á föstudagskvöldið fór þáttastjórnandi að venju yfir fréttir vikunnar á sinn hátt. Sagði hann meðal annars frá bílslysi sem Ómar oddviti okkar Miðflokksmanna í Reykjavík lenti í. Var áreksturinn harkalegur og Ómar meiddist lítillega og hefur þurft á sjúkraþjálfun að halda eftir það. Gísli kaus að segja þannig frá atvikinu að Ómar hafi valdið árekstrinum og síðan hafi Ómar átt að hafa sagt að áreksturinn væri Degi borgarstjóra að kenna því það vantaði mislæg gatnamót. Atvikalýsing er einföld og auðskilin en einhvern veginn tókst Gísla að afbaka málið. Hugsanlega haft í huga hið fornkveðna að frásögnin eigi ekki að gjalda sannleikans. Staðreyndin er sú að keyrt var aftan á bíl Ómars og fjölskyldu hans af töluverðu afli. Bíll Ómars lenti svo á bílnum fyrir framan og úr varð þriggja bíla árekstur. Meiddist Ómar á baki og háls en ætlar ekki að láta það trufla sig í kosningabaráttunni. Vinur minn Ómar var sjálfum sér líkur og fór að hlúa að fólki í hinum bílum og aðstoðaði eins vel og hann gat. Hefði Gísli Marteinn lesið textann sem fylgdi myndinni sem hann birti í þættinum þá hefði „brandarinn” ekki verið að þjóna markmiðinu. En þessi hliðrun sannleikans hjá Gísla er hluti af stærra vandamáli. Það verður að viðurkennast að það verður erfiðara að fá jákvæða umfjöllun um stefnumál Miðflokksins þegar áhrifavaldar eins og Gísli Marteinn ráða umfjöllun hjá RÚV. En þegar Gísli er farinn að segja ósatt um umferðaróhapp sem Ómar oddviti okkar verður fyrir og kenna honum um hann er mér öllum lokið. Það veit alþjóð að Gísli Marteinn hefur litlar mætur á Miðflokknum og óvild hans í garð formannsins er öllum kunn. Þetta ágerist nú þar sem Miðflokkurinn einn flokka er á móti Borgarlínu og vill verja flugvöllinn í Vatnsmýri. Gísli stýrir þrýstihóp sem hann kallar „samtök um bíllausan lífsstíl”, jafnframt hefur hann lýst yfir stuðningi við Borgarlínu og vill að flugvöllurinn í Vatnsmýri fari. Þetta fer ekki framhjá þeim sem horfa á RÚV. Fjölmiðlamaður eins og Gísli Marteinn sem berst fyrir því að borgin sjái honum fyrir fari um borgina hefur sinn vettvang með sínum samtökum. Skoðanir sínar má hann eiga og halda sína fundi, en ég frábið mér það að hann noti ríkisfjölmiðilinn til að sjónvarpa andúð sínni á andstæðingum sínum á kaupi frá mér. Er til of mikils mælst að hann fari rétt með? Við í Miðflokknum viljum að fjölskyldufólk geti sinnt skyldum sínum og komist um borgina hratt og örugglega. Við viljum ekki vera þvinguð til að bíða eftir að áhrifavaldar búi til einhvern óraunhæfan veruleika um samgöngukerfi sem einhverjir fáir ætla að nýta sér eða nýti sér starf í skemmtiþætti til að úthúða þeim sem ekki eru á skoðun sem honum er þóknanleg. En auðvitað eru það ekki bara samgöngumálin sem okkur eru hugleikin þó svo að þau skipi stóran sess í málefnaskrá flokksins í Reykjavík, stóraukið lóðaframboð er forsenda framfara í borginni fyrir komandi kynslóðir, og einnig ætlum við að búa foreldrum okkar áhyggjulaust ævikvöld, málefni sem snerta okkur öll. Við þurfum að hafa skólana ómyglaða og o.s.frv. En fyrst og fremst að borgin verði ekki gjaldþrota vegna draumkenndra áætlana sem borgin hefur ekki bolmagn til þess að ráðast í. Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 2. sæti Miðflokksins í Reykjavík.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun