Hafa ákveðnar vísbendingar um tildrög slyssins Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. apríl 2022 13:00 Vélin var hífð upp á yfirborðið í gærkvöldi. vísir/vilhelm Flak flugvélarinnar TF-ABB var híft upp úr Þingvallavatni í gærkvöldi. Nú tekur við viðamikil rannsókn á tildrögum slyssins og er vonast til að búnaður úr vélinni geti varpað ljósi á þau. Aðgerðirnar hófust í gærmorgun og stóðu yfir við vatnið fram á kvöld. Þær gengu vel og fór allt samkvæmt áætlun. Fréttastofa var á svæðinu í gær og ræddi við viðbragðsaðila eftir að fyrstu lotu aðgerðarinnar var lokið og búið var að draga flugvélina inn á grynnra svæði í vatninu. „Núna er rannsóknarvinna í gangi - verið að ljósmynda og taka út fatnað og annað sem tilheyrir þeim sem voru um borð í vélinni,“ sagði Þröstur Egill Kristjánsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni. Þröstur Egill Kristjánsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunnivísir/egill Þegar því var lokið var vélin loks hífð upp á yfirborðið og var hún komin á þurrt land rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Óvenjuleg rannsókn Nú tekur Rannsóknarnefnd samgönguslysa við flaki hennar og reynir að varpa ljósi á tildrög slyssins. „Við vonum að það séu um borð rafeindatæki sem við getum notað til að varpa ljósi á það hvað átti sér stað inni í flugvélinni. Það geta til dæmis verið símar, myndavélar og annað, hugsanlega staðsetningartæki og svo einnig búnaður flugvélarinnar,“ segir Ragnar Guðmundsson stjórnandi rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Ragnar segir rannsóknina óvenjulega.vísir/egill Hann segir margt óljóst í rannsókninni en telur að með rannsókn á flakinu verði hægt að upplýsa það sem gerðist. „Þessi ákveðna rannsókn er svolítið óvenjuleg að því leyti að nú komumst við ekki í flugvélina í tvo og hálfan mánuð nema að skoða hana með neðarsjávarkafbát að utan. Það hefur svona gefið okkur vissar vísbendingar en okkur vantaði sem sagt að fá flugvélina og rannsaka hana mun ítarlegar til að reyna að komast að orsökum slyssins,“ sagði Ragnar. Það getur tekið nokkra mánuði, jafnvel upp í tvö, þrjú ár fyrir stofnunina að gefa út lokaskýrslu um flugslys hér á landi. Flugslys við Þingvallavatn Þingvellir Samgönguslys Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira
Aðgerðirnar hófust í gærmorgun og stóðu yfir við vatnið fram á kvöld. Þær gengu vel og fór allt samkvæmt áætlun. Fréttastofa var á svæðinu í gær og ræddi við viðbragðsaðila eftir að fyrstu lotu aðgerðarinnar var lokið og búið var að draga flugvélina inn á grynnra svæði í vatninu. „Núna er rannsóknarvinna í gangi - verið að ljósmynda og taka út fatnað og annað sem tilheyrir þeim sem voru um borð í vélinni,“ sagði Þröstur Egill Kristjánsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni. Þröstur Egill Kristjánsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunnivísir/egill Þegar því var lokið var vélin loks hífð upp á yfirborðið og var hún komin á þurrt land rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Óvenjuleg rannsókn Nú tekur Rannsóknarnefnd samgönguslysa við flaki hennar og reynir að varpa ljósi á tildrög slyssins. „Við vonum að það séu um borð rafeindatæki sem við getum notað til að varpa ljósi á það hvað átti sér stað inni í flugvélinni. Það geta til dæmis verið símar, myndavélar og annað, hugsanlega staðsetningartæki og svo einnig búnaður flugvélarinnar,“ segir Ragnar Guðmundsson stjórnandi rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Ragnar segir rannsóknina óvenjulega.vísir/egill Hann segir margt óljóst í rannsókninni en telur að með rannsókn á flakinu verði hægt að upplýsa það sem gerðist. „Þessi ákveðna rannsókn er svolítið óvenjuleg að því leyti að nú komumst við ekki í flugvélina í tvo og hálfan mánuð nema að skoða hana með neðarsjávarkafbát að utan. Það hefur svona gefið okkur vissar vísbendingar en okkur vantaði sem sagt að fá flugvélina og rannsaka hana mun ítarlegar til að reyna að komast að orsökum slyssins,“ sagði Ragnar. Það getur tekið nokkra mánuði, jafnvel upp í tvö, þrjú ár fyrir stofnunina að gefa út lokaskýrslu um flugslys hér á landi.
Flugslys við Þingvallavatn Þingvellir Samgönguslys Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira