Lögreglan handtók Gabríel í nótt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2022 08:23 Gabríel slapp úr haldi lögreglu í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Vísir Lögregla hefur handtekið hinn tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni þar sem segir að umfangsmiklar aðgerðir lögreglunnar í gærkvöldi og nótt þar sem húsleitir voru gerðar og ökutæki stöðvuð leiddu til þess að hann var handtekinn undir morgun. Gabríel er nú í fangageymslu lögreglu. Fimm önnur voru handtekin í aðgerðum lögreglu sem rannsakar hvort Gabríel hafi verið veitt aðstoð við að losna undan handtöku. Þau eru einnig í fangageymslu lögreglu. Gabríel slapp úr haldi lögreglu um sjö leytið á þriðjudaginn en hann var þá fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem mál hans var til meðferðar. Lögregla hafði undanfarna daga leitað að Gabríel. Aðgerðir lögreglu höfðu sætt nokkurri gagnrýni þar sem lögregla hafði í tvígang afskipti af sextán ára dreng í tengslum við leitina að Gabríel, að því er virðist vegna þess að hann er þeldökkur líkt og Gabríel. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að henni þætti leitt að hinn sextán ára drengur hefði dregist inn í málið. Ræða þyrfti hvernig bæta mæti aðgerðir, lögregla yrði hins vegar að fylgja eftir ábendingum í leit að eftirlýstum manni. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Reykjavík Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Tengdar fréttir Lögregla hafi ekki átt annarra kosta völ: „Við erum að leita að hættulegum manni“ Ríkislögreglustjóri segist ekki geta útilokað fordóma í lögreglunni en telur lögreglu ekki hafa sýnt fram á rasisma í tengslum við leitina að strokufanga. Hún segir lögreglu ekki hafa val um að fylgja eftir ábendingum í leit að eftirlýstum manni og að viðbrögð lögreglu hafi verið rétt. Henni þyki leitt að ungur maður hafi dregist inn í málið og að verið sé að ræða hvernig bæta megi aðgerðir í framhaldinu. 21. apríl 2022 20:00 Fer fram á að lögregla svari fyrir verklag sitt Þingmaður Pírata hefur farið fram á að dómsmálaráðherra og lögreglan mæti á opinn fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis til að svara fyrir verklag sitt við leitina að Gabríel Douane Boama. 21. apríl 2022 14:08 Maður á Teslu hafi tilkynnt son hennar í bakaríinu Móðir drengsins sem lögregla hefur nú haft afskipti af í tvígang í tengslum við leit að strokufanga segir málið hafa gríðarleg áhrif á son sinn, sem sé nú í raun fangi á eigin heimili. Hún var með syni sínum í bakaríi í Mjóddinni í morgun þegar lögreglumenn renndu í hlað að fylgja eftir ábendingu um mögulega staðsetningu strokufangans - sem reyndist sextán ára sonurinn. 21. apríl 2022 13:23 Höfðu afskipti af piltinum í annað sinn Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær. 21. apríl 2022 12:01 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni þar sem segir að umfangsmiklar aðgerðir lögreglunnar í gærkvöldi og nótt þar sem húsleitir voru gerðar og ökutæki stöðvuð leiddu til þess að hann var handtekinn undir morgun. Gabríel er nú í fangageymslu lögreglu. Fimm önnur voru handtekin í aðgerðum lögreglu sem rannsakar hvort Gabríel hafi verið veitt aðstoð við að losna undan handtöku. Þau eru einnig í fangageymslu lögreglu. Gabríel slapp úr haldi lögreglu um sjö leytið á þriðjudaginn en hann var þá fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem mál hans var til meðferðar. Lögregla hafði undanfarna daga leitað að Gabríel. Aðgerðir lögreglu höfðu sætt nokkurri gagnrýni þar sem lögregla hafði í tvígang afskipti af sextán ára dreng í tengslum við leitina að Gabríel, að því er virðist vegna þess að hann er þeldökkur líkt og Gabríel. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að henni þætti leitt að hinn sextán ára drengur hefði dregist inn í málið. Ræða þyrfti hvernig bæta mæti aðgerðir, lögregla yrði hins vegar að fylgja eftir ábendingum í leit að eftirlýstum manni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Reykjavík Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Tengdar fréttir Lögregla hafi ekki átt annarra kosta völ: „Við erum að leita að hættulegum manni“ Ríkislögreglustjóri segist ekki geta útilokað fordóma í lögreglunni en telur lögreglu ekki hafa sýnt fram á rasisma í tengslum við leitina að strokufanga. Hún segir lögreglu ekki hafa val um að fylgja eftir ábendingum í leit að eftirlýstum manni og að viðbrögð lögreglu hafi verið rétt. Henni þyki leitt að ungur maður hafi dregist inn í málið og að verið sé að ræða hvernig bæta megi aðgerðir í framhaldinu. 21. apríl 2022 20:00 Fer fram á að lögregla svari fyrir verklag sitt Þingmaður Pírata hefur farið fram á að dómsmálaráðherra og lögreglan mæti á opinn fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis til að svara fyrir verklag sitt við leitina að Gabríel Douane Boama. 21. apríl 2022 14:08 Maður á Teslu hafi tilkynnt son hennar í bakaríinu Móðir drengsins sem lögregla hefur nú haft afskipti af í tvígang í tengslum við leit að strokufanga segir málið hafa gríðarleg áhrif á son sinn, sem sé nú í raun fangi á eigin heimili. Hún var með syni sínum í bakaríi í Mjóddinni í morgun þegar lögreglumenn renndu í hlað að fylgja eftir ábendingu um mögulega staðsetningu strokufangans - sem reyndist sextán ára sonurinn. 21. apríl 2022 13:23 Höfðu afskipti af piltinum í annað sinn Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær. 21. apríl 2022 12:01 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Lögregla hafi ekki átt annarra kosta völ: „Við erum að leita að hættulegum manni“ Ríkislögreglustjóri segist ekki geta útilokað fordóma í lögreglunni en telur lögreglu ekki hafa sýnt fram á rasisma í tengslum við leitina að strokufanga. Hún segir lögreglu ekki hafa val um að fylgja eftir ábendingum í leit að eftirlýstum manni og að viðbrögð lögreglu hafi verið rétt. Henni þyki leitt að ungur maður hafi dregist inn í málið og að verið sé að ræða hvernig bæta megi aðgerðir í framhaldinu. 21. apríl 2022 20:00
Fer fram á að lögregla svari fyrir verklag sitt Þingmaður Pírata hefur farið fram á að dómsmálaráðherra og lögreglan mæti á opinn fund allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis til að svara fyrir verklag sitt við leitina að Gabríel Douane Boama. 21. apríl 2022 14:08
Maður á Teslu hafi tilkynnt son hennar í bakaríinu Móðir drengsins sem lögregla hefur nú haft afskipti af í tvígang í tengslum við leit að strokufanga segir málið hafa gríðarleg áhrif á son sinn, sem sé nú í raun fangi á eigin heimili. Hún var með syni sínum í bakaríi í Mjóddinni í morgun þegar lögreglumenn renndu í hlað að fylgja eftir ábendingu um mögulega staðsetningu strokufangans - sem reyndist sextán ára sonurinn. 21. apríl 2022 13:23
Höfðu afskipti af piltinum í annað sinn Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær. 21. apríl 2022 12:01