Samgöngustofa sver af sér ásakanir um einelti Árni Sæberg skrifar 21. apríl 2022 11:00 Amelíu Rose hefur ítrekað verið snúið í land og farþegar taldir upp úr henni. Sea Trips Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. „Sú meðferð sem Amelía Rose og Sea Trips hafa fengið hjá Samgöngustofu er ekki hægt að kalla neitt annað en einelti. Vart er hægt að finna skýrara dæmi um mismunun opinberra aðila og misbeitingu valds,“ sagði í tilkynningu frá forsvarsmönnnum Sea Trips á dögunum. Tilefni þess að fyrirtækið sendi frá sér tilkynningu var að Landhelgisgæslan hafði tekið yfir stjórn skipsins Amelíu Rose og siglt því land, í sjöunda sinn. Sigfús Þór Sigmundsson, staðgengill samskiptastjóra Samgöngustofu, segir stofnunina ekki geta tekið undir fullyrðingu fyrirtækisins um einelti, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir hafa verið tekið skýrt fram í samskiptum Samgöngustofu og fyrirtækisins að Amelía Rose uppfyllti ekki kröfur reglugerðar um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum til að flytja fleiri en tólf farþega við Íslandsstrendur. „Í öllum samskiptum við leyfisskylda rekstaraðila hefur Samgöngustofa jafnræði og vandaða stjórnsýsluhætti að leiðarljósi og getur ekki tekið undir þessar fullyrðingar,“ segir Sigfús Þór. Telja sér heimilt að snúa skipinu í land „Átyllan er ævinlega sú sama: Amelía Rose er sögð sigla of langt út á haf – miðað við farþegafjölda um borð. Það sem er óskiljanlegt við aðfarir Landhelgisgæslunnar og Samgöngustofu er að vorið 2021 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Sea Trips var sýknað af öllum kröfum hins opinbera varðandi farsvið og farþegafjölda. Dómnum var ekki áfrýjað,“ segir í tilkynningu frá Sea Trips. Samgöngustofa telur sér heimilt að banna fyrirtækinu að sigla með fleiri en tólf farþega út fyrir hafnarsvæði. „Samgöngustofa er ekki sammála þeirri ályktun. Niðurstaða dómsins snýr að tilkynningarskyldu um fjölda farþega um borð en fjallaði ekki um þann þátt málsins að skipið fór út fyrir heimilað farsvið. Skipið uppfyllir ekki öryggiskröfur sem gerðar eru til að flytja fleiri en 12 farþega. Þær öryggiskröfur gilda ekki á tilteknu svæði við Reykjavíkurhöfn,“ segir Sigfús Þór. Vilja breyta skráningu skipsins Forsvarsmenn Sea Trips hafa farið fram á að skráningu Amelíu Rose verði breytt þannig að skipið verði skráð sem gamalt skip en ekki nýtt. Þeir gera athugasemdir við það að eldri skip, sem ekki eru búin jafngóðum öryggisbúnaði og Amelía Rose megi sigla lengra út á haf með fleiri en tólf farþega en skip fyrirtækisins. Samgöngustofa hefur hafnað því og það mál er nú í kæruferli hjá innviðaráðuneytinu. Mismundandi kröfur eru gerðar til skipa sem framleidd eru fyrir 2001 og eftir. Samgöngustofa segir Amelíu Rose hafa verið framleidda eftir þann tíma, samkvæmt upplýsingum frá upprunaríki skipsins. „Samgöngustofa er enn þeirrar skoðunar að skýrt sé hvar og hvernig skipinu sé heimilt að starfa á grundvelli laga og reglna þrátt fyrir sýknu í málinu. Hvergi kemur fram í dóminum að gildandi haffærisskírteini sé ekki rétt,“ segir Sigfús Þór. Reykjavík Landhelgisgæslan Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira
„Sú meðferð sem Amelía Rose og Sea Trips hafa fengið hjá Samgöngustofu er ekki hægt að kalla neitt annað en einelti. Vart er hægt að finna skýrara dæmi um mismunun opinberra aðila og misbeitingu valds,“ sagði í tilkynningu frá forsvarsmönnnum Sea Trips á dögunum. Tilefni þess að fyrirtækið sendi frá sér tilkynningu var að Landhelgisgæslan hafði tekið yfir stjórn skipsins Amelíu Rose og siglt því land, í sjöunda sinn. Sigfús Þór Sigmundsson, staðgengill samskiptastjóra Samgöngustofu, segir stofnunina ekki geta tekið undir fullyrðingu fyrirtækisins um einelti, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir hafa verið tekið skýrt fram í samskiptum Samgöngustofu og fyrirtækisins að Amelía Rose uppfyllti ekki kröfur reglugerðar um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum til að flytja fleiri en tólf farþega við Íslandsstrendur. „Í öllum samskiptum við leyfisskylda rekstaraðila hefur Samgöngustofa jafnræði og vandaða stjórnsýsluhætti að leiðarljósi og getur ekki tekið undir þessar fullyrðingar,“ segir Sigfús Þór. Telja sér heimilt að snúa skipinu í land „Átyllan er ævinlega sú sama: Amelía Rose er sögð sigla of langt út á haf – miðað við farþegafjölda um borð. Það sem er óskiljanlegt við aðfarir Landhelgisgæslunnar og Samgöngustofu er að vorið 2021 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Sea Trips var sýknað af öllum kröfum hins opinbera varðandi farsvið og farþegafjölda. Dómnum var ekki áfrýjað,“ segir í tilkynningu frá Sea Trips. Samgöngustofa telur sér heimilt að banna fyrirtækinu að sigla með fleiri en tólf farþega út fyrir hafnarsvæði. „Samgöngustofa er ekki sammála þeirri ályktun. Niðurstaða dómsins snýr að tilkynningarskyldu um fjölda farþega um borð en fjallaði ekki um þann þátt málsins að skipið fór út fyrir heimilað farsvið. Skipið uppfyllir ekki öryggiskröfur sem gerðar eru til að flytja fleiri en 12 farþega. Þær öryggiskröfur gilda ekki á tilteknu svæði við Reykjavíkurhöfn,“ segir Sigfús Þór. Vilja breyta skráningu skipsins Forsvarsmenn Sea Trips hafa farið fram á að skráningu Amelíu Rose verði breytt þannig að skipið verði skráð sem gamalt skip en ekki nýtt. Þeir gera athugasemdir við það að eldri skip, sem ekki eru búin jafngóðum öryggisbúnaði og Amelía Rose megi sigla lengra út á haf með fleiri en tólf farþega en skip fyrirtækisins. Samgöngustofa hefur hafnað því og það mál er nú í kæruferli hjá innviðaráðuneytinu. Mismundandi kröfur eru gerðar til skipa sem framleidd eru fyrir 2001 og eftir. Samgöngustofa segir Amelíu Rose hafa verið framleidda eftir þann tíma, samkvæmt upplýsingum frá upprunaríki skipsins. „Samgöngustofa er enn þeirrar skoðunar að skýrt sé hvar og hvernig skipinu sé heimilt að starfa á grundvelli laga og reglna þrátt fyrir sýknu í málinu. Hvergi kemur fram í dóminum að gildandi haffærisskírteini sé ekki rétt,“ segir Sigfús Þór.
Reykjavík Landhelgisgæslan Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira