„Við erum komin inn í gostímabil“ Atli Ísleifsson skrifar 20. apríl 2022 08:41 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur ræddi við umsjónarmenn Bítisins í morgun um skjálftana sem hafa verið á Reykjanesskaga síðustu daga og vikur. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að talsverðar líkur séu á öðru gosi á Reykjanesskaga „á næstunni“. „Við erum komin inn í gostímabil. Það er nokkuð ljóst að á tiltölulega stuttum tímaskala þá fáum við annað gos. Spurningin er hvort það gerist á morgun, eftir ár, eða eftir tíu ár.“ Þetta sagði Þorvaldur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir að Reykjanesskaginn sé greinilega búinn að taka við sér, en nokkuð hefur verið um skjálftahrinur á svæðinu síðustu daga og vikur. Hann segir skjálftahrinurnar nú ekkert ósvipaðar þeim sem voru fyrir gosið í Fagradalsfjalli á síðasta ári. „Það sem er merkilegt, þegar maður horfir á þetta, þá virðist þetta vera betur afmarkað núna. Afmarkast við ákveðna rein ef maður getur sagt svo. [Skjálftarnir] fylgja ákveðinni línu. Þessir sem hafa verið undanfarana viku hafa fyrst og fremst verið inni á kerfi sem við köllum Reykjanes, og hafi þá verið úti á því sem menn þekkja kannski best sem Reykjanestá, og þar fyrir utan,“ segir Þorvaldur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Miðað við það sem á undan gekk og það sem við vitum, síðasta gosi og aðdragandann að því sem kom mörgum á óvart... Hverjar eru líkurnar á að gæti gosið núna? „Líkurnar eru talsverðar. Við erum komin inn í gostímabil. Það er nokkuð ljóst að á tiltölulega stuttum tímaskala þá fáum við annað gos. Spurningin er hvort það gerist á morgun, eftir ár, eða efitr tíu ár. Það er erfitt fyrir okkur að segja til um það nákvæmlega. Öll teiknin sem við höfum – skjálftarnir sem við vorum að sjá núna og það eru alltaf að verða meiri og meiri gliðnunarskjálftar tengdir þessum hrinum, sem bendir til þess að hugsanlega sé kvika að koma inn og þenja þetta út. Það eru greinilega líka einhverjar hreyfingar á plötuskilunum. Þetta er bara komið af stað. Spennusviðið er þannig á Reykjanesskaganum í dag að það virðist vera auðveldara fyrir kviku að koma nálægt yfirborðinu og jafnvel upp á yfirborðið,“ segir Þorvaldur. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Bítið Tengdar fréttir Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. 18. apríl 2022 11:06 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Þetta sagði Þorvaldur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir að Reykjanesskaginn sé greinilega búinn að taka við sér, en nokkuð hefur verið um skjálftahrinur á svæðinu síðustu daga og vikur. Hann segir skjálftahrinurnar nú ekkert ósvipaðar þeim sem voru fyrir gosið í Fagradalsfjalli á síðasta ári. „Það sem er merkilegt, þegar maður horfir á þetta, þá virðist þetta vera betur afmarkað núna. Afmarkast við ákveðna rein ef maður getur sagt svo. [Skjálftarnir] fylgja ákveðinni línu. Þessir sem hafa verið undanfarana viku hafa fyrst og fremst verið inni á kerfi sem við köllum Reykjanes, og hafi þá verið úti á því sem menn þekkja kannski best sem Reykjanestá, og þar fyrir utan,“ segir Þorvaldur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Miðað við það sem á undan gekk og það sem við vitum, síðasta gosi og aðdragandann að því sem kom mörgum á óvart... Hverjar eru líkurnar á að gæti gosið núna? „Líkurnar eru talsverðar. Við erum komin inn í gostímabil. Það er nokkuð ljóst að á tiltölulega stuttum tímaskala þá fáum við annað gos. Spurningin er hvort það gerist á morgun, eftir ár, eða efitr tíu ár. Það er erfitt fyrir okkur að segja til um það nákvæmlega. Öll teiknin sem við höfum – skjálftarnir sem við vorum að sjá núna og það eru alltaf að verða meiri og meiri gliðnunarskjálftar tengdir þessum hrinum, sem bendir til þess að hugsanlega sé kvika að koma inn og þenja þetta út. Það eru greinilega líka einhverjar hreyfingar á plötuskilunum. Þetta er bara komið af stað. Spennusviðið er þannig á Reykjanesskaganum í dag að það virðist vera auðveldara fyrir kviku að koma nálægt yfirborðinu og jafnvel upp á yfirborðið,“ segir Þorvaldur.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Bítið Tengdar fréttir Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. 18. apríl 2022 11:06 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. 18. apríl 2022 11:06