Vertíð hjá dekkjaverkstæðum sem ná illa utan um aðsóknina Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. apríl 2022 23:51 Röðin við Dekkjahöllina náði langt út á götu í dag. Stöð 2 80 þúsund krónu sekt fyrir þá sem slugsa við að skipta út nagladekkjunum. Þeir eru margir í ár og komast varla að á dekkjaverkstæðum á næstu dögum. Lögregla sýnir málinu skilning og bíður með sektirnar í bili. Það er brjálað að gera hjá dekkjaverkstæðum landsins þessa dagana enda var löglegt nagladekkjatímabil að klárast síðasta föstudag. Sannkölluð vertíð í dekkjabransanum eins og við sjáum í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni en þar tókum við hús á Dekkjahöllinni. Þar er gríðarlega lög röð sem nær langt út á götu. „Hún er búin að vera svona frá því klukkan korter í átta í morgun og verður svona til klukkan sex sirka,“ segir Haraldur Hallór Guðbrandsson. „Það er brjálað að gera. Það er vertíð hjá okkur núna í dekkjabransanum,“ segir Haraldur Hallór. Haraldur Halldór Guðbrandsson, rekstrarstjóri Dekkjahallarinnar. Stöð 2 Samkvæmt lögum er bannað að nota nagladekk frá 15. apríl til 31. október. Þó að naglarnir geti verið ansi hentugir á veturna þá eru þeir bæði slæmir fyrir umhverfið og svo er bara svo ótrúlega leiðinlegur hávaði í þeim. „Maður heyrir bara þetta er leiðinleg hávaðamengun. Það glamrar hérna í öðrum hverjum bíl. Þetta er leiðinleg hávaðamengun þegar svona aðstæður eru. Þannig við hvetjum bara alla til að skipta sem fyrst og bara gleðilegt sumar!“ segir Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Og það er ekki ódýrt að vera of seinn að skipta. Sektin fyrir að aka á nagladekkjum utan leyfilegs tíma var nýlega hækkuð úr 5 þúsund krónum á dekk í 20 þúsund. Því getur sektin numið 80 þúsund krónum. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 „Það er nú ekkert langt síðan það var snjór hér í Reykjavík. Og ég bý nú hér í efri byggðum Kópavogs og ég þurfti að skafa hér í morgun. Það er vetur enn þá á köflum,“ segir Haraldur Hallór. Tekur mánuð að skipta á öllum flotanum Þetta er lögreglan meðvituð um og byrjar ekki strax að sekta þá sem eru enn á nöglum. „Við verðum að taka tillit til þess að við búum á Íslandi,“ segir Árni. Þannig þið eruð ekki byrjaðir að sekta alveg strax? „Nei við erum ekki byrjaðir að sekta. Við höfum líka verið í góðu sambandi við dekkjaverkstæðin og það virðist vera sem að dekkjaverkstæðin anni ekki allri þessari vertíð sem kemur núna.“ Nei, verkstæðin ná ekki með góðu móti utan um allan bílaflotann. Það styttist þó í að lögreglan fari að sekta. „Þetta tekur mánuð að taka flotan af vetrardekkjum og setja hann á sumardekk. Það er sirka þannig,“ segir Haraldur. Umferð Lögreglumál Bílar Nagladekk Reykjavík Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Það er brjálað að gera hjá dekkjaverkstæðum landsins þessa dagana enda var löglegt nagladekkjatímabil að klárast síðasta föstudag. Sannkölluð vertíð í dekkjabransanum eins og við sjáum í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni en þar tókum við hús á Dekkjahöllinni. Þar er gríðarlega lög röð sem nær langt út á götu. „Hún er búin að vera svona frá því klukkan korter í átta í morgun og verður svona til klukkan sex sirka,“ segir Haraldur Hallór Guðbrandsson. „Það er brjálað að gera. Það er vertíð hjá okkur núna í dekkjabransanum,“ segir Haraldur Hallór. Haraldur Halldór Guðbrandsson, rekstrarstjóri Dekkjahallarinnar. Stöð 2 Samkvæmt lögum er bannað að nota nagladekk frá 15. apríl til 31. október. Þó að naglarnir geti verið ansi hentugir á veturna þá eru þeir bæði slæmir fyrir umhverfið og svo er bara svo ótrúlega leiðinlegur hávaði í þeim. „Maður heyrir bara þetta er leiðinleg hávaðamengun. Það glamrar hérna í öðrum hverjum bíl. Þetta er leiðinleg hávaðamengun þegar svona aðstæður eru. Þannig við hvetjum bara alla til að skipta sem fyrst og bara gleðilegt sumar!“ segir Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Og það er ekki ódýrt að vera of seinn að skipta. Sektin fyrir að aka á nagladekkjum utan leyfilegs tíma var nýlega hækkuð úr 5 þúsund krónum á dekk í 20 þúsund. Því getur sektin numið 80 þúsund krónum. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 „Það er nú ekkert langt síðan það var snjór hér í Reykjavík. Og ég bý nú hér í efri byggðum Kópavogs og ég þurfti að skafa hér í morgun. Það er vetur enn þá á köflum,“ segir Haraldur Hallór. Tekur mánuð að skipta á öllum flotanum Þetta er lögreglan meðvituð um og byrjar ekki strax að sekta þá sem eru enn á nöglum. „Við verðum að taka tillit til þess að við búum á Íslandi,“ segir Árni. Þannig þið eruð ekki byrjaðir að sekta alveg strax? „Nei við erum ekki byrjaðir að sekta. Við höfum líka verið í góðu sambandi við dekkjaverkstæðin og það virðist vera sem að dekkjaverkstæðin anni ekki allri þessari vertíð sem kemur núna.“ Nei, verkstæðin ná ekki með góðu móti utan um allan bílaflotann. Það styttist þó í að lögreglan fari að sekta. „Þetta tekur mánuð að taka flotan af vetrardekkjum og setja hann á sumardekk. Það er sirka þannig,“ segir Haraldur.
Umferð Lögreglumál Bílar Nagladekk Reykjavík Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Sjá meira