Varamaðurinn Curry magnaður og Dallas jafnaði metin án Luka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2022 08:01 Stephen Curry nýtti mínúturnar vel í nótt. AAron Ontiveroz/Getty Images Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors eru farnir að munda sópinn eftir öruggan sigur á Denver Nuggets. Sama má segja um Philadelphia 76ers og þá tókst Dallas Mavericks að jafna metin gegn Utah Jazz. Stephen Curry hóf leik Warriors og Nuggets á varamannabekknum en hann hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Það gæti verið að Steve Kerr, þjálfari Stríðsmannanna, haldi Curry á bekknum þegar hann verður heill heilsu ef það lætur hann spila jafn vel og í nótt. Skyttan magnaða fór hreinlega á kostum í 20 stiga sigri Golden State, 126-106. Staðan 2-0 í einvíginu og virðist ljóst að Denver á ekki möguleika gegn léttleikandi liði Golden State. Alls skoraði Curry 34 stig á aðeins 23 mínútum. Einnig tók hann þrjú fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Næst stigahæstur í liði Warriors var Jordan Poole með 29 stig – og átta stoðsendingar – en Klay Thompson kom þar á eftir með 21 stig. Nikola Jokić var að venju stigahæstur hjá Nuggets. Hann skoraði 26 stig og tók 11 fráköst. Chef Curry was COOKING in Game 2 to protect homecourt #DubNation@StephenCurry30: 34 PTS (12-17 FGM), 4 AST, 5 3PMWarriors vs. Nuggets Game 3: Thurs. 10pm/et on TNT pic.twitter.com/K4NhUdgbIq— NBA (@NBA) April 19, 2022 Dallas Mavericks eru án hins ótrúlega Luka Dončić en það kom ekki að sök í nótt. Liðið vann sex stiga sigur á Utah, 110-104, og jafnaði metin í einvíginu. Staðan nú 1-1 og íbúar Dallas biðja til æðri máttarvalda um að Luka verði með það sem eftir lifir einvígisins. Dallas var sjóðandi heitt fyrir utan þriggja stiga línuna en alls fóru 22 þriggja stiga skot niður í leiknum. Lagði það grunninn að góðum sigri. Jalen Brunson var svo sá leikmaður liðsins sem steig hvað mest upp í fjarveru Luka í nótt en hann bauð upp á 41 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Brunson hefur aldrei skorað meira í leik í NBA-deildinni og þá tapaði hann boltanum ekki einu sinni í leiknum. Hann er þar með fyrsti leikmaður í sögu Dallas til að skora 40 stig eða meira í leik í úrslitakeppninni án þess að missa boltann einu sinni frá sér. Jalen Brunson ERUPTED for 41 points to even up the series for the @dallasmavs! #MFFL@jalenbrunson1: 41 PTS, 8 REB, 5 AST, 2 STL, 6 3PMJazz vs. Mavs Game 3: Thurs. 9pm/et on NBA TV pic.twitter.com/pN7Rr1QnDf— NBA (@NBA) April 19, 2022 Hjá Jazz skoraði Donovan Mitchell mest allra eða 34 stig. Þar á eftir kom Bojan Bogdanović með 25 stig. Að lokum er Philadelphia 76ers komið 2-0 yfir gegn Toronto Raptors, lokatölur í nótt 112-97. Joel Embiid skoraði 31 stig og tók 11 fráköst fyrir 76ers. Þar á eftir kom Tyrese Maxey með 23 stig, níu fráköst og átta stoðsendingar. James Harden skoraði aðeins 14 stig en gaf sex stoðsendingar og tók sex fráköst. Hjá Raptors skoraði OG Anunoby 26 stig og var stigahæstur. Þar á eftir komu Pascal Siakam og Fred VanVleet báðir með 20 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Stephen Curry hóf leik Warriors og Nuggets á varamannabekknum en hann hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Það gæti verið að Steve Kerr, þjálfari Stríðsmannanna, haldi Curry á bekknum þegar hann verður heill heilsu ef það lætur hann spila jafn vel og í nótt. Skyttan magnaða fór hreinlega á kostum í 20 stiga sigri Golden State, 126-106. Staðan 2-0 í einvíginu og virðist ljóst að Denver á ekki möguleika gegn léttleikandi liði Golden State. Alls skoraði Curry 34 stig á aðeins 23 mínútum. Einnig tók hann þrjú fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Næst stigahæstur í liði Warriors var Jordan Poole með 29 stig – og átta stoðsendingar – en Klay Thompson kom þar á eftir með 21 stig. Nikola Jokić var að venju stigahæstur hjá Nuggets. Hann skoraði 26 stig og tók 11 fráköst. Chef Curry was COOKING in Game 2 to protect homecourt #DubNation@StephenCurry30: 34 PTS (12-17 FGM), 4 AST, 5 3PMWarriors vs. Nuggets Game 3: Thurs. 10pm/et on TNT pic.twitter.com/K4NhUdgbIq— NBA (@NBA) April 19, 2022 Dallas Mavericks eru án hins ótrúlega Luka Dončić en það kom ekki að sök í nótt. Liðið vann sex stiga sigur á Utah, 110-104, og jafnaði metin í einvíginu. Staðan nú 1-1 og íbúar Dallas biðja til æðri máttarvalda um að Luka verði með það sem eftir lifir einvígisins. Dallas var sjóðandi heitt fyrir utan þriggja stiga línuna en alls fóru 22 þriggja stiga skot niður í leiknum. Lagði það grunninn að góðum sigri. Jalen Brunson var svo sá leikmaður liðsins sem steig hvað mest upp í fjarveru Luka í nótt en hann bauð upp á 41 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Brunson hefur aldrei skorað meira í leik í NBA-deildinni og þá tapaði hann boltanum ekki einu sinni í leiknum. Hann er þar með fyrsti leikmaður í sögu Dallas til að skora 40 stig eða meira í leik í úrslitakeppninni án þess að missa boltann einu sinni frá sér. Jalen Brunson ERUPTED for 41 points to even up the series for the @dallasmavs! #MFFL@jalenbrunson1: 41 PTS, 8 REB, 5 AST, 2 STL, 6 3PMJazz vs. Mavs Game 3: Thurs. 9pm/et on NBA TV pic.twitter.com/pN7Rr1QnDf— NBA (@NBA) April 19, 2022 Hjá Jazz skoraði Donovan Mitchell mest allra eða 34 stig. Þar á eftir kom Bojan Bogdanović með 25 stig. Að lokum er Philadelphia 76ers komið 2-0 yfir gegn Toronto Raptors, lokatölur í nótt 112-97. Joel Embiid skoraði 31 stig og tók 11 fráköst fyrir 76ers. Þar á eftir kom Tyrese Maxey með 23 stig, níu fráköst og átta stoðsendingar. James Harden skoraði aðeins 14 stig en gaf sex stoðsendingar og tók sex fráköst. Hjá Raptors skoraði OG Anunoby 26 stig og var stigahæstur. Þar á eftir komu Pascal Siakam og Fred VanVleet báðir með 20 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum