Kjarninn tók út frétt vegna yfirgengilegs rasisma Smári Jökull Jónsson skrifar 17. apríl 2022 19:37 Þórður Snær Júlíusson er ritstjóri Kjarnans Vísir/Egill Aðalsteinsson Vefmiðlinn Kjarninn tók út frétt sem birtist á vefnum vegna persónuárása, rasisma og hatursorðræðu gegn Lenyu Rún Taha Karim, varaþingsmanns Pírata. Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans segir að sig hafi sett hljóðan við lestur ummælanna. Kjarninn birti á föstudag viðtal við Lenyu Rún þar sem hún greinir frá því sem hún hafi gengið í gegnum sem varaþingmaður vegna uppruna síns. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að hún hafi íhugað að skila kjörbréfi sínu vegna persónuárása í hennar garð. Í pistli sem Þórður Snær skrifar á Facebook síðu Kjarnans nú undir kvöld segir hann að það verklag sé viðhaft að vinna eina til tvær fréttir upp úr stærri viðtölum og birta dagana á eftir. Það var einnig gert í þetta skiptið. Þórður segir hins vegar að þegar hluti af viðtalinu við Lenyu Rún hafi verið tekinn úr stærra samhengi hafi orðið til viðbrögð sem hann hafi ekki séð fyrir. Hann segir ekki hægt að lýsa viðbrögðunum öðruvísi en sem persónuárásum, rasisma og hatursorðræðu. Hann hafi því ákveðið að eyða út ömurlegustu umræðunum sem birtust á samfélagsmiðlum Kjarnans og loka fyrir ný ummæli. Það dugði hins vegar ekki og síðdegis í dag hafi sú ákvörðun verið tekin að eyða út deilingum fréttarinnar og taka hana úr birtingu. Lenya Rún er fimmta yngsta manneskjan sem hefur tekið sæti á Alþingi sem varamaður en hún var 22 ára og 9 daga gömul þegar hún settist fyrst á þing undir lok síðasta árs. Hún er fædd og uppalin á Íslandi en bjó í Kúrdistan á árunum 2013 til 2016. Í viðtalinu við Kjarnann segir hún að hún hafi tekið eftir hatursfullum ummælum þegar hún tók sæti á Alþingi í fyrsta sinn. „Fólk í kommentakerfinu vísar í okkur sem krakka og mig sem íslamista,“ segir Lenya Rún í viðtalinu við Kjarnann og á þar við hana sjálfa og Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur sem tók sæti á þingi sama dag og Lenya Rún. Alþingi Kynþáttafordómar Fjölmiðlar Píratar Tengdar fréttir Yngst til að taka sæti á þingi Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, varaþingmaður Pírata, varð í dag yngsta manneskjan til að taka sæti á Alþingi Íslendinga. Gunnhildur Fríða er jafnframt fyrsta manneskjan sem fædd er á þessari öld til að taka sæti á þingi, en hún er nítján ára og 241 daga gömul. 27. desember 2021 12:05 Hefur tilkynnt fjölda rasískra skilaboða til lögreglu Varaþingmaður hefur gert lögreglu viðvart eftir að fjöldi skilaboða í anda hatursorðræðu bárust henni. Hún segir tíma kominn á almennilega umræðu um fjölbreytileika samfélagsins. 16. október 2021 20:32 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Kjarninn birti á föstudag viðtal við Lenyu Rún þar sem hún greinir frá því sem hún hafi gengið í gegnum sem varaþingmaður vegna uppruna síns. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að hún hafi íhugað að skila kjörbréfi sínu vegna persónuárása í hennar garð. Í pistli sem Þórður Snær skrifar á Facebook síðu Kjarnans nú undir kvöld segir hann að það verklag sé viðhaft að vinna eina til tvær fréttir upp úr stærri viðtölum og birta dagana á eftir. Það var einnig gert í þetta skiptið. Þórður segir hins vegar að þegar hluti af viðtalinu við Lenyu Rún hafi verið tekinn úr stærra samhengi hafi orðið til viðbrögð sem hann hafi ekki séð fyrir. Hann segir ekki hægt að lýsa viðbrögðunum öðruvísi en sem persónuárásum, rasisma og hatursorðræðu. Hann hafi því ákveðið að eyða út ömurlegustu umræðunum sem birtust á samfélagsmiðlum Kjarnans og loka fyrir ný ummæli. Það dugði hins vegar ekki og síðdegis í dag hafi sú ákvörðun verið tekin að eyða út deilingum fréttarinnar og taka hana úr birtingu. Lenya Rún er fimmta yngsta manneskjan sem hefur tekið sæti á Alþingi sem varamaður en hún var 22 ára og 9 daga gömul þegar hún settist fyrst á þing undir lok síðasta árs. Hún er fædd og uppalin á Íslandi en bjó í Kúrdistan á árunum 2013 til 2016. Í viðtalinu við Kjarnann segir hún að hún hafi tekið eftir hatursfullum ummælum þegar hún tók sæti á Alþingi í fyrsta sinn. „Fólk í kommentakerfinu vísar í okkur sem krakka og mig sem íslamista,“ segir Lenya Rún í viðtalinu við Kjarnann og á þar við hana sjálfa og Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur sem tók sæti á þingi sama dag og Lenya Rún.
Alþingi Kynþáttafordómar Fjölmiðlar Píratar Tengdar fréttir Yngst til að taka sæti á þingi Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, varaþingmaður Pírata, varð í dag yngsta manneskjan til að taka sæti á Alþingi Íslendinga. Gunnhildur Fríða er jafnframt fyrsta manneskjan sem fædd er á þessari öld til að taka sæti á þingi, en hún er nítján ára og 241 daga gömul. 27. desember 2021 12:05 Hefur tilkynnt fjölda rasískra skilaboða til lögreglu Varaþingmaður hefur gert lögreglu viðvart eftir að fjöldi skilaboða í anda hatursorðræðu bárust henni. Hún segir tíma kominn á almennilega umræðu um fjölbreytileika samfélagsins. 16. október 2021 20:32 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Yngst til að taka sæti á þingi Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, varaþingmaður Pírata, varð í dag yngsta manneskjan til að taka sæti á Alþingi Íslendinga. Gunnhildur Fríða er jafnframt fyrsta manneskjan sem fædd er á þessari öld til að taka sæti á þingi, en hún er nítján ára og 241 daga gömul. 27. desember 2021 12:05
Hefur tilkynnt fjölda rasískra skilaboða til lögreglu Varaþingmaður hefur gert lögreglu viðvart eftir að fjöldi skilaboða í anda hatursorðræðu bárust henni. Hún segir tíma kominn á almennilega umræðu um fjölbreytileika samfélagsins. 16. október 2021 20:32