Kjarninn tók út frétt vegna yfirgengilegs rasisma Smári Jökull Jónsson skrifar 17. apríl 2022 19:37 Þórður Snær Júlíusson er ritstjóri Kjarnans Vísir/Egill Aðalsteinsson Vefmiðlinn Kjarninn tók út frétt sem birtist á vefnum vegna persónuárása, rasisma og hatursorðræðu gegn Lenyu Rún Taha Karim, varaþingsmanns Pírata. Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans segir að sig hafi sett hljóðan við lestur ummælanna. Kjarninn birti á föstudag viðtal við Lenyu Rún þar sem hún greinir frá því sem hún hafi gengið í gegnum sem varaþingmaður vegna uppruna síns. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að hún hafi íhugað að skila kjörbréfi sínu vegna persónuárása í hennar garð. Í pistli sem Þórður Snær skrifar á Facebook síðu Kjarnans nú undir kvöld segir hann að það verklag sé viðhaft að vinna eina til tvær fréttir upp úr stærri viðtölum og birta dagana á eftir. Það var einnig gert í þetta skiptið. Þórður segir hins vegar að þegar hluti af viðtalinu við Lenyu Rún hafi verið tekinn úr stærra samhengi hafi orðið til viðbrögð sem hann hafi ekki séð fyrir. Hann segir ekki hægt að lýsa viðbrögðunum öðruvísi en sem persónuárásum, rasisma og hatursorðræðu. Hann hafi því ákveðið að eyða út ömurlegustu umræðunum sem birtust á samfélagsmiðlum Kjarnans og loka fyrir ný ummæli. Það dugði hins vegar ekki og síðdegis í dag hafi sú ákvörðun verið tekin að eyða út deilingum fréttarinnar og taka hana úr birtingu. Lenya Rún er fimmta yngsta manneskjan sem hefur tekið sæti á Alþingi sem varamaður en hún var 22 ára og 9 daga gömul þegar hún settist fyrst á þing undir lok síðasta árs. Hún er fædd og uppalin á Íslandi en bjó í Kúrdistan á árunum 2013 til 2016. Í viðtalinu við Kjarnann segir hún að hún hafi tekið eftir hatursfullum ummælum þegar hún tók sæti á Alþingi í fyrsta sinn. „Fólk í kommentakerfinu vísar í okkur sem krakka og mig sem íslamista,“ segir Lenya Rún í viðtalinu við Kjarnann og á þar við hana sjálfa og Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur sem tók sæti á þingi sama dag og Lenya Rún. Alþingi Kynþáttafordómar Fjölmiðlar Píratar Tengdar fréttir Yngst til að taka sæti á þingi Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, varaþingmaður Pírata, varð í dag yngsta manneskjan til að taka sæti á Alþingi Íslendinga. Gunnhildur Fríða er jafnframt fyrsta manneskjan sem fædd er á þessari öld til að taka sæti á þingi, en hún er nítján ára og 241 daga gömul. 27. desember 2021 12:05 Hefur tilkynnt fjölda rasískra skilaboða til lögreglu Varaþingmaður hefur gert lögreglu viðvart eftir að fjöldi skilaboða í anda hatursorðræðu bárust henni. Hún segir tíma kominn á almennilega umræðu um fjölbreytileika samfélagsins. 16. október 2021 20:32 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Kjarninn birti á föstudag viðtal við Lenyu Rún þar sem hún greinir frá því sem hún hafi gengið í gegnum sem varaþingmaður vegna uppruna síns. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að hún hafi íhugað að skila kjörbréfi sínu vegna persónuárása í hennar garð. Í pistli sem Þórður Snær skrifar á Facebook síðu Kjarnans nú undir kvöld segir hann að það verklag sé viðhaft að vinna eina til tvær fréttir upp úr stærri viðtölum og birta dagana á eftir. Það var einnig gert í þetta skiptið. Þórður segir hins vegar að þegar hluti af viðtalinu við Lenyu Rún hafi verið tekinn úr stærra samhengi hafi orðið til viðbrögð sem hann hafi ekki séð fyrir. Hann segir ekki hægt að lýsa viðbrögðunum öðruvísi en sem persónuárásum, rasisma og hatursorðræðu. Hann hafi því ákveðið að eyða út ömurlegustu umræðunum sem birtust á samfélagsmiðlum Kjarnans og loka fyrir ný ummæli. Það dugði hins vegar ekki og síðdegis í dag hafi sú ákvörðun verið tekin að eyða út deilingum fréttarinnar og taka hana úr birtingu. Lenya Rún er fimmta yngsta manneskjan sem hefur tekið sæti á Alþingi sem varamaður en hún var 22 ára og 9 daga gömul þegar hún settist fyrst á þing undir lok síðasta árs. Hún er fædd og uppalin á Íslandi en bjó í Kúrdistan á árunum 2013 til 2016. Í viðtalinu við Kjarnann segir hún að hún hafi tekið eftir hatursfullum ummælum þegar hún tók sæti á Alþingi í fyrsta sinn. „Fólk í kommentakerfinu vísar í okkur sem krakka og mig sem íslamista,“ segir Lenya Rún í viðtalinu við Kjarnann og á þar við hana sjálfa og Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur sem tók sæti á þingi sama dag og Lenya Rún.
Alþingi Kynþáttafordómar Fjölmiðlar Píratar Tengdar fréttir Yngst til að taka sæti á þingi Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, varaþingmaður Pírata, varð í dag yngsta manneskjan til að taka sæti á Alþingi Íslendinga. Gunnhildur Fríða er jafnframt fyrsta manneskjan sem fædd er á þessari öld til að taka sæti á þingi, en hún er nítján ára og 241 daga gömul. 27. desember 2021 12:05 Hefur tilkynnt fjölda rasískra skilaboða til lögreglu Varaþingmaður hefur gert lögreglu viðvart eftir að fjöldi skilaboða í anda hatursorðræðu bárust henni. Hún segir tíma kominn á almennilega umræðu um fjölbreytileika samfélagsins. 16. október 2021 20:32 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Yngst til að taka sæti á þingi Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, varaþingmaður Pírata, varð í dag yngsta manneskjan til að taka sæti á Alþingi Íslendinga. Gunnhildur Fríða er jafnframt fyrsta manneskjan sem fædd er á þessari öld til að taka sæti á þingi, en hún er nítján ára og 241 daga gömul. 27. desember 2021 12:05
Hefur tilkynnt fjölda rasískra skilaboða til lögreglu Varaþingmaður hefur gert lögreglu viðvart eftir að fjöldi skilaboða í anda hatursorðræðu bárust henni. Hún segir tíma kominn á almennilega umræðu um fjölbreytileika samfélagsins. 16. október 2021 20:32