Skipafarþegar og áhafnir, vannýtt auðlind fyrir hagkerfi Hafnfirðinga Guðmundur Fylkisson skrifar 17. apríl 2022 20:01 Síðasta kjörtímabil hef ég fengið að starfa á vettvangi hafnarstjórnar Hafnarfjarðarhafnar. Sem brottfluttur Ísfirðingur þá hef ég haft nokkurn áhuga á skemmtiferðaskipum og komum þeirra en Ísafjarðarhöfn tekur á móti 160 skipum, 198.452 farþegum og 81.511 áhafnarmeðlimum komandi sumar. Við tökum á móti 17 skipum, 6.472 farþegum og 3.435 áhafnameðlimum þetta sumarið. Á næsta ári er gert ráð fyrir um 30 skemmtiferðaskipum. Skipin sem koma til okkar nota flest Hafnarfjarðarhöfn sem „heimahöfn“ og hér fara fram farþegaskipti, það er að farþegar koma með flugi til landsins og fara um borð í Hafnarfirði. Skemmtiferðaskipin reyna að sjálfsögðu að selja sínum farþegum ferðir út frá skipinu en það eru ekki allir sem vilja endilega fara í rútuferðir heldur vilja kannski taka göngutúr og skoða það sem bærinn okkar hefur upp á að bjóða. Eins er það svo að áhöfnin er líklegri til að fá sér göngutúr upp í bæ. 30 milljónir inn í hagkerfið Ísfirðingar gerðu rannsókn á því árið 2018 hversu mikiðferðamenn eyddu í landi. Kom þá í ljós að meðal ferðamaðurinn eyddi um 5.000 kr. í landi á Ísafirði, í handverk, minjagripi, mat og drykk. Þetta er fyrir utan það sem þau eyddu í ferðir. Ef þetta væri raunin hér í Hafnarfirði þá værum við að tala um rúmar 30 milljónir! 30 milljónir inn í hagkerfið okkar hér skiptir máli, fyrir veitingastaði og þá sem eru í handverki, hönnun og minjagripum. Ísfirðingarnir eru að fá um 500 milljónir inn í þeirra hagkerfi veitingastaða, handverks og minjagripasala. Fullur bær af áhugaverðum stöðum En hvað höfum við Hafnfirðingar upp á að bjóða? Strax á hafnarsvæðinu erum við með hönnunar- og handverksfólk og veitingastað við Fornubúðir. Við erum svo með fjölmarga veitingastaði af ýmsum gerðum á Strandgötunni, Linnetstígnum og Fjarðargötunni. Allt frá pulsum og pizzum upp í fisk, steikur og veganrétti, kaffihús og bakarí. Við erum með Byggðasafnið á Vesturgötu, Bungalowið, Hellisgerði og síðan byggingasöguna um allan Vesturbæ Hafnarfjarðar. Við erum með Austurgötu, Tjarnarbraut og Lækjargötuna, fuglana við Lækinn, Reykdalsvirkjun, Suðurgötu, Brekkugötu og Suðurbæjarlaugina. QR kóðar, öpp og merkingar Það er nefnilega svo að margur ferðamaðurinn hefur áhuga á að sjá hvernig við búum, byggðum og byggjum. Allt er þetta í góðu göngufæri við höfnina og ef við færum í það verkefni að merkja og upplýsa, t.d. með appi og QR kóðum, skiltum eða máluðum línum sem leiða fólk um bæinn, þá myndum við auka umferð þessara ferðamanna inn í bæinn okkar og þau myndu þá skilja eitthvað af gjaldeyri eftir í hagkerfi Hafnfirðinga. Ekki er ólíklegt að fleiri en farþegar og áhafnir skemmtiferðaskipa myndu nýta sér þetta ef af yrði. Í bænum eru starfandi mörg ferðaþjónustufyrirtæki og hafa þau byggt upp flotta þjónustu. Hins vegar má alveg velta því fyrir sér hvort stuðningur, innviðavinna og markaðssókn bæjarins megi ekki bæta, t.d. með bættum merkingum, tölvutækni og fróðleik á netinu þar sem hægt er að lesa sig til um t.d. byggingarsöguna og sögu bæjarins. Gæti þetta ekki verið hluti af sumarstarfi námsmanna? Ég er ekki ferðamálafræðingur eða sérfræðingur í því hvernig ferðamenn hugsa. Ég hef aftur á móti ekið fjölda ferðamanna á rútum í gegnum bæinn okkar og því miður hefur það verið án þess að verið sé að stöðva og skoða. Það sem helst hefur verið staldrað við í Hafnarfirði eru skreiðartrönurnar við Krýsuvíkurveg. Umhverfisvæn Hafnarfjarðarhöfn hefur tekið skref í rafvæðingu hafna. Á Sjómannadaginn, 12. júní n.k., verður fyrsta skemmtiferðarskipinu stungið í samband. Þetta verður fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til Íslands þar sem þetta verður gert. Þetta skip og systurskip þess munu koma ellefu sinnum til hafnar hjá okkur í sumar. En af því að þú ert Íslendingur og ert að lesa þetta þá er einnig rétt að vekja athygli á Bæjarbíói og Gaflaraleikhúsinu ásamt ýmsum gistimöguleikum í bænum. Guðmundur Fylkisson skipar 6. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Fylkisson Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 08.03.2025 Halldór Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Halla Gunnarsdóttir, formaður VR Agla Arnars Katrínardóttir Skoðun Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Síðasta kjörtímabil hef ég fengið að starfa á vettvangi hafnarstjórnar Hafnarfjarðarhafnar. Sem brottfluttur Ísfirðingur þá hef ég haft nokkurn áhuga á skemmtiferðaskipum og komum þeirra en Ísafjarðarhöfn tekur á móti 160 skipum, 198.452 farþegum og 81.511 áhafnarmeðlimum komandi sumar. Við tökum á móti 17 skipum, 6.472 farþegum og 3.435 áhafnameðlimum þetta sumarið. Á næsta ári er gert ráð fyrir um 30 skemmtiferðaskipum. Skipin sem koma til okkar nota flest Hafnarfjarðarhöfn sem „heimahöfn“ og hér fara fram farþegaskipti, það er að farþegar koma með flugi til landsins og fara um borð í Hafnarfirði. Skemmtiferðaskipin reyna að sjálfsögðu að selja sínum farþegum ferðir út frá skipinu en það eru ekki allir sem vilja endilega fara í rútuferðir heldur vilja kannski taka göngutúr og skoða það sem bærinn okkar hefur upp á að bjóða. Eins er það svo að áhöfnin er líklegri til að fá sér göngutúr upp í bæ. 30 milljónir inn í hagkerfið Ísfirðingar gerðu rannsókn á því árið 2018 hversu mikiðferðamenn eyddu í landi. Kom þá í ljós að meðal ferðamaðurinn eyddi um 5.000 kr. í landi á Ísafirði, í handverk, minjagripi, mat og drykk. Þetta er fyrir utan það sem þau eyddu í ferðir. Ef þetta væri raunin hér í Hafnarfirði þá værum við að tala um rúmar 30 milljónir! 30 milljónir inn í hagkerfið okkar hér skiptir máli, fyrir veitingastaði og þá sem eru í handverki, hönnun og minjagripum. Ísfirðingarnir eru að fá um 500 milljónir inn í þeirra hagkerfi veitingastaða, handverks og minjagripasala. Fullur bær af áhugaverðum stöðum En hvað höfum við Hafnfirðingar upp á að bjóða? Strax á hafnarsvæðinu erum við með hönnunar- og handverksfólk og veitingastað við Fornubúðir. Við erum svo með fjölmarga veitingastaði af ýmsum gerðum á Strandgötunni, Linnetstígnum og Fjarðargötunni. Allt frá pulsum og pizzum upp í fisk, steikur og veganrétti, kaffihús og bakarí. Við erum með Byggðasafnið á Vesturgötu, Bungalowið, Hellisgerði og síðan byggingasöguna um allan Vesturbæ Hafnarfjarðar. Við erum með Austurgötu, Tjarnarbraut og Lækjargötuna, fuglana við Lækinn, Reykdalsvirkjun, Suðurgötu, Brekkugötu og Suðurbæjarlaugina. QR kóðar, öpp og merkingar Það er nefnilega svo að margur ferðamaðurinn hefur áhuga á að sjá hvernig við búum, byggðum og byggjum. Allt er þetta í góðu göngufæri við höfnina og ef við færum í það verkefni að merkja og upplýsa, t.d. með appi og QR kóðum, skiltum eða máluðum línum sem leiða fólk um bæinn, þá myndum við auka umferð þessara ferðamanna inn í bæinn okkar og þau myndu þá skilja eitthvað af gjaldeyri eftir í hagkerfi Hafnfirðinga. Ekki er ólíklegt að fleiri en farþegar og áhafnir skemmtiferðaskipa myndu nýta sér þetta ef af yrði. Í bænum eru starfandi mörg ferðaþjónustufyrirtæki og hafa þau byggt upp flotta þjónustu. Hins vegar má alveg velta því fyrir sér hvort stuðningur, innviðavinna og markaðssókn bæjarins megi ekki bæta, t.d. með bættum merkingum, tölvutækni og fróðleik á netinu þar sem hægt er að lesa sig til um t.d. byggingarsöguna og sögu bæjarins. Gæti þetta ekki verið hluti af sumarstarfi námsmanna? Ég er ekki ferðamálafræðingur eða sérfræðingur í því hvernig ferðamenn hugsa. Ég hef aftur á móti ekið fjölda ferðamanna á rútum í gegnum bæinn okkar og því miður hefur það verið án þess að verið sé að stöðva og skoða. Það sem helst hefur verið staldrað við í Hafnarfirði eru skreiðartrönurnar við Krýsuvíkurveg. Umhverfisvæn Hafnarfjarðarhöfn hefur tekið skref í rafvæðingu hafna. Á Sjómannadaginn, 12. júní n.k., verður fyrsta skemmtiferðarskipinu stungið í samband. Þetta verður fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til Íslands þar sem þetta verður gert. Þetta skip og systurskip þess munu koma ellefu sinnum til hafnar hjá okkur í sumar. En af því að þú ert Íslendingur og ert að lesa þetta þá er einnig rétt að vekja athygli á Bæjarbíói og Gaflaraleikhúsinu ásamt ýmsum gistimöguleikum í bænum. Guðmundur Fylkisson skipar 6. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun