Ákveðinn hópur útskúfaður og ljóst hverjir eiga að halda starfi sínu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. apríl 2022 20:00 Gabríel Benjamín, trúnaðarmaður Eflingar fyrir VR, segir ljóst að auglýsingin hafi verið gerð með það fyrir sjónum að ákveðnir aðilar myndu ekki snúa aftur. Starfsmenn Eflingar eru enn í miklu áfalli eftir að þeim var öllum sagt upp í byrjun vikunnar. Auglýst var eftir nýju starfsfólki í morgun og starfsmönnum hent út af innri vef félagsins í gærkvöldi. Trúnaðarmaður félagsmanna VR í Eflingu gagnrýnir framkomu stjórnar harðlega og skiptar skoðanir voru meðal stjórnarmeðlima VR á aukafundi um málið í morgun. Efling auglýsti í morgun eftir nýju starfsfólki með heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu. Í auglýsingunni var óskað eftir fólki í flest störf, allt frá framkvæmdastjóra til þjónustufulltrúa. Það vakti þó athygli meðal fyrrum starfsmanna sem hugðust sækja aftur um að nú væri gerð krafa um góða færni í íslensku og ensku. „Þess ber að geta að það eru þó nokkrir starfsmenn innan Eflingar sem tala ekki reiprennandi íslensku og það er þar af leiðandi verið að útskúfa þá fyrir það,“ segir Gabríel Benjamín, kjaramálafulltrúi og trúnaðarmaður Eflingar fyrir VR. Hann vísar til að mynda til tveggja starfsmanna sem starfa við vinnustaðareftirlit. „Hvorug þeirra talar reiprennandi íslensku en á milli sín tala þær átta tungumál, sem er gífurlegur mannauður fyrir Eflingu,“ segir Gabríel en hann segir þær geta nálgast fólkið betur en aðrir sem tala ekki tungumálið. „Það er gífurlega mikilvægt að við getum nálgast þetta fólk á því tungumáli sem það skilur.“ Ljóst hverjir eigi að halda starfi sínu og hverjir ekki Þá virðist samráð ekki hafa átt sér stað, líkt og kveðið er á um í lögum, og lítið er um sveigjanleika. „Við sjáum núna að stjórnin kom þessu í gegn, stjórn Sólveigar Önnu, Baráttulistinn, án umræðu. Það hefur verið ráðist í þessa risastóra auglýsingu og ég ætla bara ekki að trúa því að það hafi náðst á einhverjum tveimur dögum að undirbúa það,“ segir Gabríel. Hann telur ólíklegt að um saklaus mistök hafi verið að ræða við gerð auglýsingarinnar þannig ákveðnir starfsmenn geta ekki sótt um sitt starf aftur. „Ég held að það sé alveg borðliggjandi þegar þú ferð í gegnum þessar auglýsingar, þá sérðu hver á að halda starfi sínu og hver á ekki að halda starfi sínu,“ segir hann. Í gærkvöldi kom síðan í ljós að starfsmenn höfðu ekki lengur aðgang að innri vef þar sem þeir áttu í óformlegum samskiptum. „Það að loka þessum innri vef, ég veit ekki hvort það sé vísvitandi, og ef svo er þá er það augljóslega til þess að reyna að stöðva okkur starfsfólkið til að ræða saman og skipuleggja okkur, eða þetta eru mistök, en ég skil ekki af hverju það er ekki búið að hafa samband við okkur og ræða það,“ segir Gabríel. Hann segir starfsmenn skiljanlega í miklu áfalli og að þeir séu einfaldlega að reyna að átta sig á því í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Finnst þer að það sé eitthvað hægt að gera til að bæta þetta upp að svo stöddu? Afsökunarbeiðni væri góð til að byrja með. Áhyggjuraddir meðal stjórnarmanna VR Stjórn VR fundaði um málið í dag en heimildir fréttastofu herma að skiptar skoðanir hafi verið meðal stjórnarmanna og að þeir muni funda aftur. Áhyggjuraddir heyrast meðal stjórnarmanna, ekki síst í ljósi þess að af þeim sem sagt var upp hjá Eflingu eru um tíu félagsmenn VR. Þeir segja að stefnt verði að því að bregðast við eins fljótt og auðið er og hafa bent á að VR sé reiðubúið til að leggja félagsmönnum Eflingar lið, óski þeir eftir því. Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Horfa þurfi á hópuppsögn Eflingar í stærra samhengi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, segir að hópuppsögn starfsmanna Eflingar hafi komið sér á óvart og slíkar aðgerðir séu ávallt áhyggjuefni. Þó beri að horfa á ákvörðunina í samhengi við þau langvarandi átök sem hafi ríkt innan Eflingar. 15. apríl 2022 18:32 „Gífurleg afglöp“ hjá stjórn Eflingar Fyrrverandi stjórnarmaður í Eflingu segir það gífurleg afglöp að segja upp öllu starfsfólki skrifstofunnar. Stjórn félagsins sé klofin og nú sé til umræðu að kalla saman félagsfund til að kjósa hana frá. 14. apríl 2022 15:54 Búið sé að gengisfella tíu ára starf fyrir egó Sólveigar Önnu Trúnaðarmaður starfsfólks Eflingar segir að Sólveig Anna sé búin að gengisfella tíu ára starf innan verkalýðshreyfingarinnar með hópuppsögn - sem ekkert samráð hafi verið haft um. 13. apríl 2022 20:51 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Efling auglýsti í morgun eftir nýju starfsfólki með heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu. Í auglýsingunni var óskað eftir fólki í flest störf, allt frá framkvæmdastjóra til þjónustufulltrúa. Það vakti þó athygli meðal fyrrum starfsmanna sem hugðust sækja aftur um að nú væri gerð krafa um góða færni í íslensku og ensku. „Þess ber að geta að það eru þó nokkrir starfsmenn innan Eflingar sem tala ekki reiprennandi íslensku og það er þar af leiðandi verið að útskúfa þá fyrir það,“ segir Gabríel Benjamín, kjaramálafulltrúi og trúnaðarmaður Eflingar fyrir VR. Hann vísar til að mynda til tveggja starfsmanna sem starfa við vinnustaðareftirlit. „Hvorug þeirra talar reiprennandi íslensku en á milli sín tala þær átta tungumál, sem er gífurlegur mannauður fyrir Eflingu,“ segir Gabríel en hann segir þær geta nálgast fólkið betur en aðrir sem tala ekki tungumálið. „Það er gífurlega mikilvægt að við getum nálgast þetta fólk á því tungumáli sem það skilur.“ Ljóst hverjir eigi að halda starfi sínu og hverjir ekki Þá virðist samráð ekki hafa átt sér stað, líkt og kveðið er á um í lögum, og lítið er um sveigjanleika. „Við sjáum núna að stjórnin kom þessu í gegn, stjórn Sólveigar Önnu, Baráttulistinn, án umræðu. Það hefur verið ráðist í þessa risastóra auglýsingu og ég ætla bara ekki að trúa því að það hafi náðst á einhverjum tveimur dögum að undirbúa það,“ segir Gabríel. Hann telur ólíklegt að um saklaus mistök hafi verið að ræða við gerð auglýsingarinnar þannig ákveðnir starfsmenn geta ekki sótt um sitt starf aftur. „Ég held að það sé alveg borðliggjandi þegar þú ferð í gegnum þessar auglýsingar, þá sérðu hver á að halda starfi sínu og hver á ekki að halda starfi sínu,“ segir hann. Í gærkvöldi kom síðan í ljós að starfsmenn höfðu ekki lengur aðgang að innri vef þar sem þeir áttu í óformlegum samskiptum. „Það að loka þessum innri vef, ég veit ekki hvort það sé vísvitandi, og ef svo er þá er það augljóslega til þess að reyna að stöðva okkur starfsfólkið til að ræða saman og skipuleggja okkur, eða þetta eru mistök, en ég skil ekki af hverju það er ekki búið að hafa samband við okkur og ræða það,“ segir Gabríel. Hann segir starfsmenn skiljanlega í miklu áfalli og að þeir séu einfaldlega að reyna að átta sig á því í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Finnst þer að það sé eitthvað hægt að gera til að bæta þetta upp að svo stöddu? Afsökunarbeiðni væri góð til að byrja með. Áhyggjuraddir meðal stjórnarmanna VR Stjórn VR fundaði um málið í dag en heimildir fréttastofu herma að skiptar skoðanir hafi verið meðal stjórnarmanna og að þeir muni funda aftur. Áhyggjuraddir heyrast meðal stjórnarmanna, ekki síst í ljósi þess að af þeim sem sagt var upp hjá Eflingu eru um tíu félagsmenn VR. Þeir segja að stefnt verði að því að bregðast við eins fljótt og auðið er og hafa bent á að VR sé reiðubúið til að leggja félagsmönnum Eflingar lið, óski þeir eftir því.
Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Horfa þurfi á hópuppsögn Eflingar í stærra samhengi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, segir að hópuppsögn starfsmanna Eflingar hafi komið sér á óvart og slíkar aðgerðir séu ávallt áhyggjuefni. Þó beri að horfa á ákvörðunina í samhengi við þau langvarandi átök sem hafi ríkt innan Eflingar. 15. apríl 2022 18:32 „Gífurleg afglöp“ hjá stjórn Eflingar Fyrrverandi stjórnarmaður í Eflingu segir það gífurleg afglöp að segja upp öllu starfsfólki skrifstofunnar. Stjórn félagsins sé klofin og nú sé til umræðu að kalla saman félagsfund til að kjósa hana frá. 14. apríl 2022 15:54 Búið sé að gengisfella tíu ára starf fyrir egó Sólveigar Önnu Trúnaðarmaður starfsfólks Eflingar segir að Sólveig Anna sé búin að gengisfella tíu ára starf innan verkalýðshreyfingarinnar með hópuppsögn - sem ekkert samráð hafi verið haft um. 13. apríl 2022 20:51 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Horfa þurfi á hópuppsögn Eflingar í stærra samhengi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, segir að hópuppsögn starfsmanna Eflingar hafi komið sér á óvart og slíkar aðgerðir séu ávallt áhyggjuefni. Þó beri að horfa á ákvörðunina í samhengi við þau langvarandi átök sem hafi ríkt innan Eflingar. 15. apríl 2022 18:32
„Gífurleg afglöp“ hjá stjórn Eflingar Fyrrverandi stjórnarmaður í Eflingu segir það gífurleg afglöp að segja upp öllu starfsfólki skrifstofunnar. Stjórn félagsins sé klofin og nú sé til umræðu að kalla saman félagsfund til að kjósa hana frá. 14. apríl 2022 15:54
Búið sé að gengisfella tíu ára starf fyrir egó Sólveigar Önnu Trúnaðarmaður starfsfólks Eflingar segir að Sólveig Anna sé búin að gengisfella tíu ára starf innan verkalýðshreyfingarinnar með hópuppsögn - sem ekkert samráð hafi verið haft um. 13. apríl 2022 20:51