Samtök grænkera vilja alls engar hvalveiðar við Ísland Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. apríl 2022 15:03 Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera á Íslandi í pontu á ráðstefnunni á Hótel Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Samtök grænkera á Íslandi ætla að berjast fyrir því að engar hvalveiðar verði við Íslandi í sumar í ljósi þess að hvalir séu mjög mikilvægir til að halda heilbrigði sjávar og lífríkisins þar. Formaður samtakanna segir að Kristján Loftsson sé síðasti móhíkaninn þegar hvalveiðar eru annars vegar. Nýjasta umhverfiskönnun frá Gallup sem gerð var í upphafi árs sýnir að um 15% fólks á aldrinum 18-29 ára borðar ekki kjöt, 9% að auki borða ekki rautt kjöt og 11% borða kjöt mjög sjaldan. Þetta er meðal þess, sem Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera á Íslandi sagði frá í erindi á ráðstefnunni, „Maturinn, jörðin og við“ á Selfossi nýlega. Valgerður er ötull talsmaður dýra enda er það eitt af aðalhlutverkum samtakanna að berjast fyrir hagsmunum þeirra. Valgerður var með erindi á ráðstefnu á Selfossi nýlega, sem bar þessa yfirskrift; "Er framtíðin vegan?"Magnús Hlynur Hreiðarsson „Velferð dýra er mikilvægasta málið. Það verður einhver að standa vörð um dýrin og bera hag þeirra fyrir brjósti númer eitt, tvö og þrjú og það er það, sem við brennum fyrir. Svo er það umhverfið líka, við viljum ekki vera umhverfissóðar í matvælaframleiðslu og verðum að huga að því að fara vel með jörðina okkar og svoleiðis,“ segir Valgerður. Ein af glærunum frá Valgerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Valgerður segist ekki trúa því að hvalveiðar verði við Ísland í sumar eins og rætt hefur verið um. „Þannig að það er næsti slagur okkar, mótmæli gegn hvalveiðum og reyna að þrýsta á stjórnvöld að koma í veg fyrir það. Við höfum alltaf barist fyrir því hvalveiðar verði bannaðar á Íslandi, það er löngu komin tími til þess. Þetta er bæði af dýravelferðissjónarmiðum og umhverfissjónarmiðum vegna þess að hvalir eru mjög mikilvægir til að halda heilbrigði sjávar og lífríkisins þar,“ segir hún. Valgerður segist ekki hafa mikið álit á Kristjáni Loftssyni, sem vill hefja hvalveiðar í sumar. „Það er ekki í boði að einn maður getið haldið uppi hvalveiðum, hann er síðasti móhíkaninn í þessu og okkur þykir nóg komið,“ segir Valgerður. Valgerður segir að Kristján Loftsson sé síðasti móhíkaninn þegar kemur að hvalveiðum á Íslandi.VÍSIR/GETTY Árborg Hvalveiðar Vegan Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Nýjasta umhverfiskönnun frá Gallup sem gerð var í upphafi árs sýnir að um 15% fólks á aldrinum 18-29 ára borðar ekki kjöt, 9% að auki borða ekki rautt kjöt og 11% borða kjöt mjög sjaldan. Þetta er meðal þess, sem Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera á Íslandi sagði frá í erindi á ráðstefnunni, „Maturinn, jörðin og við“ á Selfossi nýlega. Valgerður er ötull talsmaður dýra enda er það eitt af aðalhlutverkum samtakanna að berjast fyrir hagsmunum þeirra. Valgerður var með erindi á ráðstefnu á Selfossi nýlega, sem bar þessa yfirskrift; "Er framtíðin vegan?"Magnús Hlynur Hreiðarsson „Velferð dýra er mikilvægasta málið. Það verður einhver að standa vörð um dýrin og bera hag þeirra fyrir brjósti númer eitt, tvö og þrjú og það er það, sem við brennum fyrir. Svo er það umhverfið líka, við viljum ekki vera umhverfissóðar í matvælaframleiðslu og verðum að huga að því að fara vel með jörðina okkar og svoleiðis,“ segir Valgerður. Ein af glærunum frá Valgerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Valgerður segist ekki trúa því að hvalveiðar verði við Ísland í sumar eins og rætt hefur verið um. „Þannig að það er næsti slagur okkar, mótmæli gegn hvalveiðum og reyna að þrýsta á stjórnvöld að koma í veg fyrir það. Við höfum alltaf barist fyrir því hvalveiðar verði bannaðar á Íslandi, það er löngu komin tími til þess. Þetta er bæði af dýravelferðissjónarmiðum og umhverfissjónarmiðum vegna þess að hvalir eru mjög mikilvægir til að halda heilbrigði sjávar og lífríkisins þar,“ segir hún. Valgerður segist ekki hafa mikið álit á Kristjáni Loftssyni, sem vill hefja hvalveiðar í sumar. „Það er ekki í boði að einn maður getið haldið uppi hvalveiðum, hann er síðasti móhíkaninn í þessu og okkur þykir nóg komið,“ segir Valgerður. Valgerður segir að Kristján Loftsson sé síðasti móhíkaninn þegar kemur að hvalveiðum á Íslandi.VÍSIR/GETTY
Árborg Hvalveiðar Vegan Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira