Samtök grænkera vilja alls engar hvalveiðar við Ísland Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. apríl 2022 15:03 Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera á Íslandi í pontu á ráðstefnunni á Hótel Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Samtök grænkera á Íslandi ætla að berjast fyrir því að engar hvalveiðar verði við Íslandi í sumar í ljósi þess að hvalir séu mjög mikilvægir til að halda heilbrigði sjávar og lífríkisins þar. Formaður samtakanna segir að Kristján Loftsson sé síðasti móhíkaninn þegar hvalveiðar eru annars vegar. Nýjasta umhverfiskönnun frá Gallup sem gerð var í upphafi árs sýnir að um 15% fólks á aldrinum 18-29 ára borðar ekki kjöt, 9% að auki borða ekki rautt kjöt og 11% borða kjöt mjög sjaldan. Þetta er meðal þess, sem Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera á Íslandi sagði frá í erindi á ráðstefnunni, „Maturinn, jörðin og við“ á Selfossi nýlega. Valgerður er ötull talsmaður dýra enda er það eitt af aðalhlutverkum samtakanna að berjast fyrir hagsmunum þeirra. Valgerður var með erindi á ráðstefnu á Selfossi nýlega, sem bar þessa yfirskrift; "Er framtíðin vegan?"Magnús Hlynur Hreiðarsson „Velferð dýra er mikilvægasta málið. Það verður einhver að standa vörð um dýrin og bera hag þeirra fyrir brjósti númer eitt, tvö og þrjú og það er það, sem við brennum fyrir. Svo er það umhverfið líka, við viljum ekki vera umhverfissóðar í matvælaframleiðslu og verðum að huga að því að fara vel með jörðina okkar og svoleiðis,“ segir Valgerður. Ein af glærunum frá Valgerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Valgerður segist ekki trúa því að hvalveiðar verði við Ísland í sumar eins og rætt hefur verið um. „Þannig að það er næsti slagur okkar, mótmæli gegn hvalveiðum og reyna að þrýsta á stjórnvöld að koma í veg fyrir það. Við höfum alltaf barist fyrir því hvalveiðar verði bannaðar á Íslandi, það er löngu komin tími til þess. Þetta er bæði af dýravelferðissjónarmiðum og umhverfissjónarmiðum vegna þess að hvalir eru mjög mikilvægir til að halda heilbrigði sjávar og lífríkisins þar,“ segir hún. Valgerður segist ekki hafa mikið álit á Kristjáni Loftssyni, sem vill hefja hvalveiðar í sumar. „Það er ekki í boði að einn maður getið haldið uppi hvalveiðum, hann er síðasti móhíkaninn í þessu og okkur þykir nóg komið,“ segir Valgerður. Valgerður segir að Kristján Loftsson sé síðasti móhíkaninn þegar kemur að hvalveiðum á Íslandi.VÍSIR/GETTY Árborg Hvalveiðar Vegan Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Nýjasta umhverfiskönnun frá Gallup sem gerð var í upphafi árs sýnir að um 15% fólks á aldrinum 18-29 ára borðar ekki kjöt, 9% að auki borða ekki rautt kjöt og 11% borða kjöt mjög sjaldan. Þetta er meðal þess, sem Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera á Íslandi sagði frá í erindi á ráðstefnunni, „Maturinn, jörðin og við“ á Selfossi nýlega. Valgerður er ötull talsmaður dýra enda er það eitt af aðalhlutverkum samtakanna að berjast fyrir hagsmunum þeirra. Valgerður var með erindi á ráðstefnu á Selfossi nýlega, sem bar þessa yfirskrift; "Er framtíðin vegan?"Magnús Hlynur Hreiðarsson „Velferð dýra er mikilvægasta málið. Það verður einhver að standa vörð um dýrin og bera hag þeirra fyrir brjósti númer eitt, tvö og þrjú og það er það, sem við brennum fyrir. Svo er það umhverfið líka, við viljum ekki vera umhverfissóðar í matvælaframleiðslu og verðum að huga að því að fara vel með jörðina okkar og svoleiðis,“ segir Valgerður. Ein af glærunum frá Valgerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Valgerður segist ekki trúa því að hvalveiðar verði við Ísland í sumar eins og rætt hefur verið um. „Þannig að það er næsti slagur okkar, mótmæli gegn hvalveiðum og reyna að þrýsta á stjórnvöld að koma í veg fyrir það. Við höfum alltaf barist fyrir því hvalveiðar verði bannaðar á Íslandi, það er löngu komin tími til þess. Þetta er bæði af dýravelferðissjónarmiðum og umhverfissjónarmiðum vegna þess að hvalir eru mjög mikilvægir til að halda heilbrigði sjávar og lífríkisins þar,“ segir hún. Valgerður segist ekki hafa mikið álit á Kristjáni Loftssyni, sem vill hefja hvalveiðar í sumar. „Það er ekki í boði að einn maður getið haldið uppi hvalveiðum, hann er síðasti móhíkaninn í þessu og okkur þykir nóg komið,“ segir Valgerður. Valgerður segir að Kristján Loftsson sé síðasti móhíkaninn þegar kemur að hvalveiðum á Íslandi.VÍSIR/GETTY
Árborg Hvalveiðar Vegan Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira