Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.
Reikna má með minnkandi sunnanátt í dag, 8-15 m/s í morgunsárið en víða 5-10 í kvöld. Rigning í flestum landshlutum en þurrt að kalla norðaustanlands.
Breytileg átt 3-10 á morgun og stöku skúrir á víð og dreif, en úrkomumeira í fyrramálið á Suðausturlandi. Hiti breytist lítið.
Það snýst í norðanátt á mánudag, víða 3-10 m/s en 8-15 austast. Aftur stöku skúrir en bætir í úrkomu seinnipartinn austanlands. Áfram milt á sunnanverðu landinu en kólnar smám saman fyrir norðan.
Suðaustan og sunnan 8-15 m/s og víða rigning, en þurrt að kalla norðaustanlands. Suðlæg átt 3-10 annað kvöld. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast fyrir norðan.
Suðvestlæg átt 3-10 á morgun og líttilsháttar skúrir á víð og dreif. Hiti 3 til 10 stig, svalast á Vestfjörðum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag (páskadagur):
Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og lítilsháttar skúrir á víð og dreif. Hiti 3 til 10 stig, svalast á Vestfjörðum.
Á mánudag (annar í páskum):
Gengur í norðan 5-13 m/s með rigningu eða slyddu um landið austanvert, en annars þurrt og víða bjart. Hiti frá 1 stigi í innsveitum á Norðausturlandi, upp í 9 stig syðst.
Á þriðjudag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-8. Slydda eða snjókoma í fyrstu á norðanverðu landinu og hiti um frostmark. Bjart með köflum sunnanlands og hiti að 8 stigum yfir daginn.
Á miðvikudag:
Stíf suðaustanátt og rigning, einkum sunnan- og vestanlands en þurrt að kalla norðaustantil. Hiti 2 til 7 stig.
Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):
Austlæg eða breytileg átt og bjart fyrir norðan, en lítilsháttar væta syðra. Hiti 4 til 12 stig að deginum, svalast norðaustantil.
Á föstudag:
Hæg breytileg átt og bjart verður en líkur á þokusúld við sjávarsíðuna. Hiti 4 til 10 stig yfir daginn.