Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. apríl 2022 12:00 Baldur segir að vel geti verið að Íslendingar geti fundið fyrir reiði Rússa, sækist Finnar og Svíar eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu. Vísir/Vilhelm Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ Í gær tilkynntu forsætisráðherrar Finnlands og Svíþjóðar að mögulegt væri að bæði ríkin myndu sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Það væri vegna þess að innrás Rússa í Úkraínu hefði breytt öryggislandslagi Evrópu í grundvallaratriðum. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor telur að innganga ríkjanna í bandalagið gæti haft bein áhrif á Ísland. Rússar hafi hótað hörðum viðbrögðum ef ríkin tvö sækist eftir aðild, sem Baldur telur að myndu aðallega beinast að þeim tveimur. „En þau gætu líka beinst gegn aðildarríkjum NATO og hinum Norðurlandanna. Ég held að það sé mjög mikilvægt að huga sérstaklega að þessu, sérstaklega fyrir Ísland. Vegna þess að það má velta fyrir sér hvort við séum bara veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO,“ segir Baldur og bendir máli sínu til stuðnings á að Ísland sé herlaust, og ekki með fasta viðveru varnarliðs hér á landi. Hann segir mikilvægt að stjórnvöld sem sýsla með varnarmál tryggi innviði, á borð við netöryggi, öryggi sæstrengja og helstu stofnana landsins. Þó sé ekki útilokað að til annars konar, harðari refsiaðgerða komi. „Við vitum einfaldlega ekki hversu hörð viðbrögð ráðamanna í Kreml verða við hugsanlegri aðildarumsókn Svíþjóðar og Finnlands. Þau gætu orðið mjög hörð.“ Kortleggja þurfi hættuna og samhæfa viðbrögð Baldur segir ráðamenn í Svíþjóð og Finnlandi óttast viðbrögð Rússa svo mikið að það gæti leitt til þess að ríkin láti ekki verða af umsókn í bandalagið. Líklegast sé þó að þau láti slag standa og sæki um fyrir júnílok. „Ísland er ekki eyland þegar kemur að þessu og ég held það sé mjög mikilvægt að huga að því hvernig við ætlum að bregðast við, ef við verðum fyrir refsiaðgerðum sem Rússland mun beita í tengslum við aðildarumsókn þessara ríkja.“ Baldur telur mikilvægt að hefja viðræður við helstu bandalagsríki Íslands um hverjar ógnirnar eru. „Hvað Rússar gætu gert okkur, hvaða refsiaðgerðir gætu beinst að okkur, og grípa svo til viðeigandi ráðstafana í samvinnu við helstu bandalagsríki okkar.“ Finnland og Svíþjóð yrðu í sömu stöðu og Úkraína En í hverju felast hagsmunir Finna og Svía af því að ganga í NATO? „Það er einfaldlega þannig að Rússland virðir ekki lengur landamæri nágrannaríkja sinna og Finnland og Svíþjóð yrðu í sömu stöðu og Úkraína, ráðist rússneski herinn inn í löndin. Það er vegna þess að NATO mun ekki koma þessum ríkjum til bjargar og verja þau beint, þó að Finnland og Svíþjóð eigi í náinni varnarsamvinnu við aðildarríki Atlantshafsbandalagsins,“ segir Baldur. Því sækist ríkin einfaldlega eftir því að vera varin af bandalagsríkjunum, ef til innrásar Rússa kæmi. En hagsmunir Rússa af því að þessi ríki gangi ekki inn í NATO? „Rússar munu líta sem svo á, ef þessi ríki ganga inn í Atlantshafsbandalagið, að það ógni öryggi þeirra, það sé enn verið að sækja að þeim og nú í norðri. Ráðamenn í Kreml gætu upplifað sé ógnað, ekkert á ólíkan hátt frá því sem þeir telja sér stafa ógn af því ef Úkraína gengur í bandalagið,“ segir Baldur. Ein þeirra ástæðna sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti og rússnesk stjórnvöld hafa gefið fyrir innrásinni er „útþenslustefna NATO til austurs,“ sem sporna þurfi við. Nú virðist innrásin hins vegar hafa þveröfug áhrif, miðað við fyrirætlanir Svía og Finna. „NATO hefur verið mjög tregt til þess að stækka, en það hafa verið nágrannaríki Rússland sem hafa sóst mikið eftir aðild að bandalaginu. En dyrnar standa Finnlandi og Svíþjóð opnar.“ Pútín hefur augastað á Finnlandi Baldur segir stórmerkilega viðhorfsbreytingu nú eiga sér stað í Finnlandi og Svíþjóð, jafnt hjá almenningi sem ráðamönnum jafnaðarmanna, sem hafi hingað til haft hlutleysisstefnu í hávegum. „Nú óttast menn einfaldlega ráðamenn í Kreml, vegna þess að þeir hafa margítrekað sýnt á síðustu árum að þeir virða ekki landamæri nágrannaríkja sinna og útþenslustefna Pútíns virðist eiga sér engin takmörk og hann hefur lýst því beint og óbeint yfir að hann telji að Finnland eigi að tilheyra Rússlandi. Þetta er ástæða þess að Finnland gengur fram fyrir skjöldu og þrýstir sérstaklega á aðild, og virðist ætla að draga Svíþjóð með sér inn í bandalagið,“ segir Baldur. Hann telur það meira áríðandi fyrir Finna en Svía að fá aðild að bandalaginu, og vísar um það til stórra landamæra Finnlands að Rússlandi, sem og yfirlýsinga Pútíns um að Finnland eigi að tilheyra Rússlandi. NATO Rússland Úkraína Finnland Svíþjóð Sæstrengir Tengdar fréttir Vaktin: Úkraínumenn segja flaggskip Rússa vera að sökkva Rússnesk stjórnvöld segja að Úkraínuher hafi sent þyrlur inn í lofthelgi Rússa. Þar hafi flugmenn skotið sprengjum á byggingar í þorpinu Klimovo í Brjanskfylki. Rússar hafa áður haldið sams konar ásökunum á lofti, en Úkraínumenn neituðu þeim. 14. apríl 2022 16:20 Finnar og Svíar færast nær NATO-aðild Forsætisráðherrar Finnlands og Svíþjóðar segja báðir að öryggislandslag Evrópu hafi tekið grundvallarbreytingum með innrás Rússa í Úkraínu. Það geti leitt til þessa að bæði ríki sæki um aðild að NATO, Atlantshafsbandalaginu. 13. apríl 2022 15:00 „Slátrarinn í Sýrlandi“ tekur við stjórn hersins í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað nýjan herforingja til að taka yfir stjórn innrásarinnar í Úkraínu. Sá heitir Aleksandr Dvornikov en er gjarnan kallaður „Slátrarinn í Sýrlandi“. Herforinginn tók við stjórn innrásarinnar um helgina en hingað til hefur enginn einn herforingi haldið utan um hernaðaraðgerðir Rússa. 12. apríl 2022 10:50 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Sjá meira
Í gær tilkynntu forsætisráðherrar Finnlands og Svíþjóðar að mögulegt væri að bæði ríkin myndu sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Það væri vegna þess að innrás Rússa í Úkraínu hefði breytt öryggislandslagi Evrópu í grundvallaratriðum. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor telur að innganga ríkjanna í bandalagið gæti haft bein áhrif á Ísland. Rússar hafi hótað hörðum viðbrögðum ef ríkin tvö sækist eftir aðild, sem Baldur telur að myndu aðallega beinast að þeim tveimur. „En þau gætu líka beinst gegn aðildarríkjum NATO og hinum Norðurlandanna. Ég held að það sé mjög mikilvægt að huga sérstaklega að þessu, sérstaklega fyrir Ísland. Vegna þess að það má velta fyrir sér hvort við séum bara veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO,“ segir Baldur og bendir máli sínu til stuðnings á að Ísland sé herlaust, og ekki með fasta viðveru varnarliðs hér á landi. Hann segir mikilvægt að stjórnvöld sem sýsla með varnarmál tryggi innviði, á borð við netöryggi, öryggi sæstrengja og helstu stofnana landsins. Þó sé ekki útilokað að til annars konar, harðari refsiaðgerða komi. „Við vitum einfaldlega ekki hversu hörð viðbrögð ráðamanna í Kreml verða við hugsanlegri aðildarumsókn Svíþjóðar og Finnlands. Þau gætu orðið mjög hörð.“ Kortleggja þurfi hættuna og samhæfa viðbrögð Baldur segir ráðamenn í Svíþjóð og Finnlandi óttast viðbrögð Rússa svo mikið að það gæti leitt til þess að ríkin láti ekki verða af umsókn í bandalagið. Líklegast sé þó að þau láti slag standa og sæki um fyrir júnílok. „Ísland er ekki eyland þegar kemur að þessu og ég held það sé mjög mikilvægt að huga að því hvernig við ætlum að bregðast við, ef við verðum fyrir refsiaðgerðum sem Rússland mun beita í tengslum við aðildarumsókn þessara ríkja.“ Baldur telur mikilvægt að hefja viðræður við helstu bandalagsríki Íslands um hverjar ógnirnar eru. „Hvað Rússar gætu gert okkur, hvaða refsiaðgerðir gætu beinst að okkur, og grípa svo til viðeigandi ráðstafana í samvinnu við helstu bandalagsríki okkar.“ Finnland og Svíþjóð yrðu í sömu stöðu og Úkraína En í hverju felast hagsmunir Finna og Svía af því að ganga í NATO? „Það er einfaldlega þannig að Rússland virðir ekki lengur landamæri nágrannaríkja sinna og Finnland og Svíþjóð yrðu í sömu stöðu og Úkraína, ráðist rússneski herinn inn í löndin. Það er vegna þess að NATO mun ekki koma þessum ríkjum til bjargar og verja þau beint, þó að Finnland og Svíþjóð eigi í náinni varnarsamvinnu við aðildarríki Atlantshafsbandalagsins,“ segir Baldur. Því sækist ríkin einfaldlega eftir því að vera varin af bandalagsríkjunum, ef til innrásar Rússa kæmi. En hagsmunir Rússa af því að þessi ríki gangi ekki inn í NATO? „Rússar munu líta sem svo á, ef þessi ríki ganga inn í Atlantshafsbandalagið, að það ógni öryggi þeirra, það sé enn verið að sækja að þeim og nú í norðri. Ráðamenn í Kreml gætu upplifað sé ógnað, ekkert á ólíkan hátt frá því sem þeir telja sér stafa ógn af því ef Úkraína gengur í bandalagið,“ segir Baldur. Ein þeirra ástæðna sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti og rússnesk stjórnvöld hafa gefið fyrir innrásinni er „útþenslustefna NATO til austurs,“ sem sporna þurfi við. Nú virðist innrásin hins vegar hafa þveröfug áhrif, miðað við fyrirætlanir Svía og Finna. „NATO hefur verið mjög tregt til þess að stækka, en það hafa verið nágrannaríki Rússland sem hafa sóst mikið eftir aðild að bandalaginu. En dyrnar standa Finnlandi og Svíþjóð opnar.“ Pútín hefur augastað á Finnlandi Baldur segir stórmerkilega viðhorfsbreytingu nú eiga sér stað í Finnlandi og Svíþjóð, jafnt hjá almenningi sem ráðamönnum jafnaðarmanna, sem hafi hingað til haft hlutleysisstefnu í hávegum. „Nú óttast menn einfaldlega ráðamenn í Kreml, vegna þess að þeir hafa margítrekað sýnt á síðustu árum að þeir virða ekki landamæri nágrannaríkja sinna og útþenslustefna Pútíns virðist eiga sér engin takmörk og hann hefur lýst því beint og óbeint yfir að hann telji að Finnland eigi að tilheyra Rússlandi. Þetta er ástæða þess að Finnland gengur fram fyrir skjöldu og þrýstir sérstaklega á aðild, og virðist ætla að draga Svíþjóð með sér inn í bandalagið,“ segir Baldur. Hann telur það meira áríðandi fyrir Finna en Svía að fá aðild að bandalaginu, og vísar um það til stórra landamæra Finnlands að Rússlandi, sem og yfirlýsinga Pútíns um að Finnland eigi að tilheyra Rússlandi.
NATO Rússland Úkraína Finnland Svíþjóð Sæstrengir Tengdar fréttir Vaktin: Úkraínumenn segja flaggskip Rússa vera að sökkva Rússnesk stjórnvöld segja að Úkraínuher hafi sent þyrlur inn í lofthelgi Rússa. Þar hafi flugmenn skotið sprengjum á byggingar í þorpinu Klimovo í Brjanskfylki. Rússar hafa áður haldið sams konar ásökunum á lofti, en Úkraínumenn neituðu þeim. 14. apríl 2022 16:20 Finnar og Svíar færast nær NATO-aðild Forsætisráðherrar Finnlands og Svíþjóðar segja báðir að öryggislandslag Evrópu hafi tekið grundvallarbreytingum með innrás Rússa í Úkraínu. Það geti leitt til þessa að bæði ríki sæki um aðild að NATO, Atlantshafsbandalaginu. 13. apríl 2022 15:00 „Slátrarinn í Sýrlandi“ tekur við stjórn hersins í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað nýjan herforingja til að taka yfir stjórn innrásarinnar í Úkraínu. Sá heitir Aleksandr Dvornikov en er gjarnan kallaður „Slátrarinn í Sýrlandi“. Herforinginn tók við stjórn innrásarinnar um helgina en hingað til hefur enginn einn herforingi haldið utan um hernaðaraðgerðir Rússa. 12. apríl 2022 10:50 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Sjá meira
Vaktin: Úkraínumenn segja flaggskip Rússa vera að sökkva Rússnesk stjórnvöld segja að Úkraínuher hafi sent þyrlur inn í lofthelgi Rússa. Þar hafi flugmenn skotið sprengjum á byggingar í þorpinu Klimovo í Brjanskfylki. Rússar hafa áður haldið sams konar ásökunum á lofti, en Úkraínumenn neituðu þeim. 14. apríl 2022 16:20
Finnar og Svíar færast nær NATO-aðild Forsætisráðherrar Finnlands og Svíþjóðar segja báðir að öryggislandslag Evrópu hafi tekið grundvallarbreytingum með innrás Rússa í Úkraínu. Það geti leitt til þessa að bæði ríki sæki um aðild að NATO, Atlantshafsbandalaginu. 13. apríl 2022 15:00
„Slátrarinn í Sýrlandi“ tekur við stjórn hersins í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað nýjan herforingja til að taka yfir stjórn innrásarinnar í Úkraínu. Sá heitir Aleksandr Dvornikov en er gjarnan kallaður „Slátrarinn í Sýrlandi“. Herforinginn tók við stjórn innrásarinnar um helgina en hingað til hefur enginn einn herforingi haldið utan um hernaðaraðgerðir Rússa. 12. apríl 2022 10:50