Agnieszku sagt upp og segist hún telja Sólveigu í hefndarhug Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2022 15:39 Agnieszku Ewu Ziólkowsku hefur verið sagt upp störfum á skrifstofu Eflingar. vísir/Vilhelm Agnieszku Ewu Ziółkowsku, varaformanni Eflingar, barst í gærkvöldi uppsagnarbréf frá stjórn Eflingu. Hún segist óviss hvað þetta þýði, enda hafi hún verið lýðræðislega kjörin af félagsmönnum, ekki ráðin eftir auglýsingu. „Ég er ein af þeim sem fékk uppsagnarbréf frá Eflingu í gærkvöldi. Þar er ég hvött til að sækja aftur um stöðuna þegar hún verður auglýst. Ég var kjörin varaformaður eflingar árið 2019 og aftur árið 2021. Síðast þegar ég gáði var varaformaður félagsins lýðræðislega kjörin, ekki ráðinn eftir auglýsingu,“ skrifar Agnieszka í færslu á Facebook. Þar birtir hún uppsagnarbréfið sem henni barst í gærkvöldi. Fram kemur í bréfinu að ástæða uppsagnar séu skipulags- og rekstrarbreytingar sem nái til allra stöðugilda Eflingar. Ný störf hjá félaginu verði þá auglýst og hún hvött til að sækja aftur um. „Er þetta hluti af nýrri stefnu B-listans? Hvað næst? Ætla þau að auglýsa eftir fólki í stjórn? Nýjum formanni?“ spyr Agnieszka. Hún segir í samtali við Vísi viss um það að Sólveig Anna sé í hefndarhug. Agnieszka var ein þeirra sem hvatti félagsmenn Eflingar til að kjósa Ólöfu Helgu Adolfsdóttur til formanns í kjöri sem fór fram í vor. Agnieszka var varaformaður í fyrri formannssetu Sólveigar Önnu og tók við formennskunni þegar Sólveig Anna sagði sig frá henni. Sólveig Anna hefur frá því að greint var frá hópuppsögnunum ítrekað að stjórn félagsins hafi verið lýðræðislega kjörin og hafi því umboð félagsmanna til að framkvæma það sem stjórnin telji réttast. „Við erum lýðræðislega kjörin forysta í þessu félagi við höfum umboð félagsfólks í þessu félagi til að leiða félagið, það er það sem við erum að gera,“ sagði Sólveig meðal annars í samtali við fréttastofu í gær. Sólveig segir í samtali við Vísi að ekki sé verið að segja Agnieszku upp sem varaformanni félagsins. Hún sé hins vegar á ráðningarkjörum og allir sem eru við störf og séu launafólk hjá félaginu hafi fengið sama uppsagnarbréfið. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Trúnaðarmenn segja fullyrðingar Sólveigar Önnu með öllu rangar Trúnaðarmenn starfsmanna Eflingar segja að fullyrðingar Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns félagsins um að samkomulag hafi náðst um framkvæmd hópuppsagnar með öllu rangar. Þeir segja hana sömuleiðis ekki hafa setið samráðsfundi með trúnaðarmönnum áður en hópuppsagnir voru tilkynntar. 13. apríl 2022 15:21 Kom ekki til greina að hætta við uppsagnirnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ekki hafi komið til umræðu að hætta við uppsagnir alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar, þegar unnið var að samkomulagi við trúnaðarmenn starfsfólks. Fráleitt sé að halda því fram að réttindi starfsfólksins verði ekki virt. 13. apríl 2022 12:08 Starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar sakar stjórnina um hræsni „Ef einhver vinnustaður annar hefði tilkynnt um hópuppsagnir til að svo endurráða starfsfólk á lægri kjörum þá værum við hjá Eflingu fyrst til að verja þau og þeirra réttindi. Ef einhver annar vinnustaður hefði ráðist á trúnaðarmenn sína og starfsmenn í fjölmiðlum þá værum við fyrst til að fordæma það og taka upp hanskann fyrir það starfsfólk.“ 13. apríl 2022 10:25 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi Sjá meira
„Ég er ein af þeim sem fékk uppsagnarbréf frá Eflingu í gærkvöldi. Þar er ég hvött til að sækja aftur um stöðuna þegar hún verður auglýst. Ég var kjörin varaformaður eflingar árið 2019 og aftur árið 2021. Síðast þegar ég gáði var varaformaður félagsins lýðræðislega kjörin, ekki ráðinn eftir auglýsingu,“ skrifar Agnieszka í færslu á Facebook. Þar birtir hún uppsagnarbréfið sem henni barst í gærkvöldi. Fram kemur í bréfinu að ástæða uppsagnar séu skipulags- og rekstrarbreytingar sem nái til allra stöðugilda Eflingar. Ný störf hjá félaginu verði þá auglýst og hún hvött til að sækja aftur um. „Er þetta hluti af nýrri stefnu B-listans? Hvað næst? Ætla þau að auglýsa eftir fólki í stjórn? Nýjum formanni?“ spyr Agnieszka. Hún segir í samtali við Vísi viss um það að Sólveig Anna sé í hefndarhug. Agnieszka var ein þeirra sem hvatti félagsmenn Eflingar til að kjósa Ólöfu Helgu Adolfsdóttur til formanns í kjöri sem fór fram í vor. Agnieszka var varaformaður í fyrri formannssetu Sólveigar Önnu og tók við formennskunni þegar Sólveig Anna sagði sig frá henni. Sólveig Anna hefur frá því að greint var frá hópuppsögnunum ítrekað að stjórn félagsins hafi verið lýðræðislega kjörin og hafi því umboð félagsmanna til að framkvæma það sem stjórnin telji réttast. „Við erum lýðræðislega kjörin forysta í þessu félagi við höfum umboð félagsfólks í þessu félagi til að leiða félagið, það er það sem við erum að gera,“ sagði Sólveig meðal annars í samtali við fréttastofu í gær. Sólveig segir í samtali við Vísi að ekki sé verið að segja Agnieszku upp sem varaformanni félagsins. Hún sé hins vegar á ráðningarkjörum og allir sem eru við störf og séu launafólk hjá félaginu hafi fengið sama uppsagnarbréfið.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Trúnaðarmenn segja fullyrðingar Sólveigar Önnu með öllu rangar Trúnaðarmenn starfsmanna Eflingar segja að fullyrðingar Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns félagsins um að samkomulag hafi náðst um framkvæmd hópuppsagnar með öllu rangar. Þeir segja hana sömuleiðis ekki hafa setið samráðsfundi með trúnaðarmönnum áður en hópuppsagnir voru tilkynntar. 13. apríl 2022 15:21 Kom ekki til greina að hætta við uppsagnirnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ekki hafi komið til umræðu að hætta við uppsagnir alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar, þegar unnið var að samkomulagi við trúnaðarmenn starfsfólks. Fráleitt sé að halda því fram að réttindi starfsfólksins verði ekki virt. 13. apríl 2022 12:08 Starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar sakar stjórnina um hræsni „Ef einhver vinnustaður annar hefði tilkynnt um hópuppsagnir til að svo endurráða starfsfólk á lægri kjörum þá værum við hjá Eflingu fyrst til að verja þau og þeirra réttindi. Ef einhver annar vinnustaður hefði ráðist á trúnaðarmenn sína og starfsmenn í fjölmiðlum þá værum við fyrst til að fordæma það og taka upp hanskann fyrir það starfsfólk.“ 13. apríl 2022 10:25 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi Sjá meira
Trúnaðarmenn segja fullyrðingar Sólveigar Önnu með öllu rangar Trúnaðarmenn starfsmanna Eflingar segja að fullyrðingar Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns félagsins um að samkomulag hafi náðst um framkvæmd hópuppsagnar með öllu rangar. Þeir segja hana sömuleiðis ekki hafa setið samráðsfundi með trúnaðarmönnum áður en hópuppsagnir voru tilkynntar. 13. apríl 2022 15:21
Kom ekki til greina að hætta við uppsagnirnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ekki hafi komið til umræðu að hætta við uppsagnir alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar, þegar unnið var að samkomulagi við trúnaðarmenn starfsfólks. Fráleitt sé að halda því fram að réttindi starfsfólksins verði ekki virt. 13. apríl 2022 12:08
Starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar sakar stjórnina um hræsni „Ef einhver vinnustaður annar hefði tilkynnt um hópuppsagnir til að svo endurráða starfsfólk á lægri kjörum þá værum við hjá Eflingu fyrst til að verja þau og þeirra réttindi. Ef einhver annar vinnustaður hefði ráðist á trúnaðarmenn sína og starfsmenn í fjölmiðlum þá værum við fyrst til að fordæma það og taka upp hanskann fyrir það starfsfólk.“ 13. apríl 2022 10:25