Hlutverk leikskólans er að tryggja börnum gæðamenntun Jónína Hauksdóttir skrifar 13. apríl 2022 16:01 Nú þegar styttist í sveitarstjórnarkosningar setja frambjóðendur ýmissa flokka fram hugmyndir sem snúa sérstaklega að leikskólastiginu, oft að því er virðist án þess að hafa nægjanlega þekkingu á þessum málaflokki. Meðal annars heyrist að brúa verði bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla með því að taka inn yngri og yngri börn. Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig og í raun of hratt til þess að geta staðið almennilega undir sér. Ákvarðanir kjörinna fulltrúa um að bjóða sífellt yngri börnum skóladvöl án þess hugsa málin fyllilega til enda hefur aukið á vandann, því fleiri börn kalla á fleiri kennara. Ráðast þarf að rót vandans sem er að fjölga verður leikskólakennurum í starfi áður en hægt er að bjóða yngri börnum skóladvöl. Frekari stækkun skólastigsins núna mun alltaf verða á kostnað gæða í skólastarfi því fagmennska og þekking kennara á þroska og námi barna er sá þáttur sem skapar þau gæði sem börn eiga rétt á. Önnur hugmynd sem kallar á stækkun leikskólastigsins kom fram á dögunum. Að Landspítalinn opni leikskóla sem býður upp á opnunartíma um kvöld og helgar til að þjóna starfsfólki spítalans. Sú hugmynd felur í sér þá hugsun að leikskólar séu til staðar til að þjóna atvinnulífinu. Ef stofnanir eða fyrirtæki vilja eða ætla sér að bjóða sínu starfsfólki upp á vistun fyrir börn sín utan hefðbundins starfstíma leikskóla verður að kalla slíka þjónustu eitthvað allt annað en leikskóla. Samkvæmt lögum um leikskóla snýr hlutverk hans að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska undir handleiðslu leikskólakennara. Er það gert í gegnum leik sem er námsleið barna og kennsluaðferð kennara á leikskólastiginu. Ágætu frambjóðendur, setjið krafta ykkar og orku í að styðja við leikskólastigið með raunhæfum leiðum svo leikskólar geti sinnt sínum lögbundnu skyldum á sem bestan hátt með hagsmuni barna í fyrirrúmi. Margt er hægt að gera til að bæta námsaðstæður barna og um leið starfsaðstæður kennara. Kennarasamband Íslands og aðildarfélög þess eru reiðubúin til skrafs og ráðagerða þegar kemur að raunhæfum hugmyndum sem snúa að öllum skólastigum og skólagerðum. Nýtið ykkur okkar þekkingu því öll viljum við hag barna landsins sem bestan. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skoðun: Kosningar 2022 Landspítalinn Börn og uppeldi Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Sjá meira
Nú þegar styttist í sveitarstjórnarkosningar setja frambjóðendur ýmissa flokka fram hugmyndir sem snúa sérstaklega að leikskólastiginu, oft að því er virðist án þess að hafa nægjanlega þekkingu á þessum málaflokki. Meðal annars heyrist að brúa verði bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla með því að taka inn yngri og yngri börn. Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig og í raun of hratt til þess að geta staðið almennilega undir sér. Ákvarðanir kjörinna fulltrúa um að bjóða sífellt yngri börnum skóladvöl án þess hugsa málin fyllilega til enda hefur aukið á vandann, því fleiri börn kalla á fleiri kennara. Ráðast þarf að rót vandans sem er að fjölga verður leikskólakennurum í starfi áður en hægt er að bjóða yngri börnum skóladvöl. Frekari stækkun skólastigsins núna mun alltaf verða á kostnað gæða í skólastarfi því fagmennska og þekking kennara á þroska og námi barna er sá þáttur sem skapar þau gæði sem börn eiga rétt á. Önnur hugmynd sem kallar á stækkun leikskólastigsins kom fram á dögunum. Að Landspítalinn opni leikskóla sem býður upp á opnunartíma um kvöld og helgar til að þjóna starfsfólki spítalans. Sú hugmynd felur í sér þá hugsun að leikskólar séu til staðar til að þjóna atvinnulífinu. Ef stofnanir eða fyrirtæki vilja eða ætla sér að bjóða sínu starfsfólki upp á vistun fyrir börn sín utan hefðbundins starfstíma leikskóla verður að kalla slíka þjónustu eitthvað allt annað en leikskóla. Samkvæmt lögum um leikskóla snýr hlutverk hans að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska undir handleiðslu leikskólakennara. Er það gert í gegnum leik sem er námsleið barna og kennsluaðferð kennara á leikskólastiginu. Ágætu frambjóðendur, setjið krafta ykkar og orku í að styðja við leikskólastigið með raunhæfum leiðum svo leikskólar geti sinnt sínum lögbundnu skyldum á sem bestan hátt með hagsmuni barna í fyrirrúmi. Margt er hægt að gera til að bæta námsaðstæður barna og um leið starfsaðstæður kennara. Kennarasamband Íslands og aðildarfélög þess eru reiðubúin til skrafs og ráðagerða þegar kemur að raunhæfum hugmyndum sem snúa að öllum skólastigum og skólagerðum. Nýtið ykkur okkar þekkingu því öll viljum við hag barna landsins sem bestan. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun