Af hverju ætti ungt fólk að setja X við D? Einar Freyr Guðmundsson skrifar 13. apríl 2022 12:00 Í gegnum tíðina hef ég oft verið spurður að því hvers vegna ég styð Sjálfstæðisflokkinn. Svarið við þessari spurningu er alltaf á sömu leið – það kemur einfaldlega ekkert annað til greina. Ástæðurnar fyrir því hafa aftur á móti þróast og breyst í gegnum árin og í því samhengi má nefna að áður en ég fór að hafa brennandi áhuga á stjórnmálum byggðist stuðningur minn við flokkinn líklega frekar á matarást heldur en stuðningi við stefnu flokksins. Í minningunni voru það allavega léttu veitingarnar sem drógu hinn 10 ára gamla mig á kosningaskrifstofu flokksins í fyrstu skiptin. Stuðning þarf að byggja á fleiru en gæðum léttra veitinga Eftir því sem árin liðu jókst áhugi minn á stjórnmálum verulega og ég áttaði mig fljótlega á því að fyrr en síðar þyrfti ég að byggja stuðning minn við Sjálfstæðisflokkinn á fleiru en gæðum léttra veitinga. Ég hófst því handa við að kynna mér stefnur allra flokka til að geta myndað mér upplýsta skoðun á stefnum þeirra. Að vel athuguðu máli komst ég að þeirri niðurstöðu að ég er áberandi mest sammála stefnu Sjálfstæðisflokksins og hef stutt flokkinn allar götur síðan. En hvers vegna ætti ungt fólk að styðja og kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungu fólki Í fyrsta lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn sýnt það í verki að hann treystir ungu fólki til forystu. Ekki er nóg með að innan raða flokksins séu tveir yngstu kvenráðherrar sögunnar; Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, heldur staðfesta úrslit nýafstaðins prófkjörs flokksins í Múlaþingi þetta einnig, en við vorum tvö á SUS aldri sem hlutum kosningu í þau sæti sem við óskuðum eftir. Hlutdeild í mörgum málum sem gagnast ungu fólki Í öðru lagi hefur flokkurinn átt þátt í mörgum málum gagnast ungu fólki sérstaklega og í því samhengi er Loftbrúin frábært dæmi, en tölfræðin sýnir að hún hefur nýst ungu fólki einstaklega vel. Ábyrg fjármálastjórn Í þriðja lagi er eitt af aðalsmerkjum Sjálfstæðisflokksins ábyrg fjármálastjórn, en enginn aldurshópur á meira undir ábyrgri fjármálastjórn en sá yngsti. Óábyrgri fjármálastjórn fylgir oft mikil lántaka og með lántöku er verið að velta byrðum nútímans yfir á komandi kynslóðir. Það gleymist nefnilega oft í umræðum um lán að það kemur að skuldadögum og eðli málsins samkvæmt á unga fólkið mest undir því að lántöku sé haldið í lágmarki því að það verður jú líklega enn á lífi þegar skuldadagarnir renna upp. Ungt fólk, er ekki bara best að setja X við D? Svona mætti lengi telja og það eru í raun nánast óteljandi ástæður fyrir því að ungt fólk ætti að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er ávísun á betra samfélag. Það er enginn annar kostur betri en að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur er menntaskólanemi sem skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Múlaþing Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í gegnum tíðina hef ég oft verið spurður að því hvers vegna ég styð Sjálfstæðisflokkinn. Svarið við þessari spurningu er alltaf á sömu leið – það kemur einfaldlega ekkert annað til greina. Ástæðurnar fyrir því hafa aftur á móti þróast og breyst í gegnum árin og í því samhengi má nefna að áður en ég fór að hafa brennandi áhuga á stjórnmálum byggðist stuðningur minn við flokkinn líklega frekar á matarást heldur en stuðningi við stefnu flokksins. Í minningunni voru það allavega léttu veitingarnar sem drógu hinn 10 ára gamla mig á kosningaskrifstofu flokksins í fyrstu skiptin. Stuðning þarf að byggja á fleiru en gæðum léttra veitinga Eftir því sem árin liðu jókst áhugi minn á stjórnmálum verulega og ég áttaði mig fljótlega á því að fyrr en síðar þyrfti ég að byggja stuðning minn við Sjálfstæðisflokkinn á fleiru en gæðum léttra veitinga. Ég hófst því handa við að kynna mér stefnur allra flokka til að geta myndað mér upplýsta skoðun á stefnum þeirra. Að vel athuguðu máli komst ég að þeirri niðurstöðu að ég er áberandi mest sammála stefnu Sjálfstæðisflokksins og hef stutt flokkinn allar götur síðan. En hvers vegna ætti ungt fólk að styðja og kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungu fólki Í fyrsta lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn sýnt það í verki að hann treystir ungu fólki til forystu. Ekki er nóg með að innan raða flokksins séu tveir yngstu kvenráðherrar sögunnar; Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, heldur staðfesta úrslit nýafstaðins prófkjörs flokksins í Múlaþingi þetta einnig, en við vorum tvö á SUS aldri sem hlutum kosningu í þau sæti sem við óskuðum eftir. Hlutdeild í mörgum málum sem gagnast ungu fólki Í öðru lagi hefur flokkurinn átt þátt í mörgum málum gagnast ungu fólki sérstaklega og í því samhengi er Loftbrúin frábært dæmi, en tölfræðin sýnir að hún hefur nýst ungu fólki einstaklega vel. Ábyrg fjármálastjórn Í þriðja lagi er eitt af aðalsmerkjum Sjálfstæðisflokksins ábyrg fjármálastjórn, en enginn aldurshópur á meira undir ábyrgri fjármálastjórn en sá yngsti. Óábyrgri fjármálastjórn fylgir oft mikil lántaka og með lántöku er verið að velta byrðum nútímans yfir á komandi kynslóðir. Það gleymist nefnilega oft í umræðum um lán að það kemur að skuldadögum og eðli málsins samkvæmt á unga fólkið mest undir því að lántöku sé haldið í lágmarki því að það verður jú líklega enn á lífi þegar skuldadagarnir renna upp. Ungt fólk, er ekki bara best að setja X við D? Svona mætti lengi telja og það eru í raun nánast óteljandi ástæður fyrir því að ungt fólk ætti að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er ávísun á betra samfélag. Það er enginn annar kostur betri en að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur er menntaskólanemi sem skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun