Suðaustlægar áttir ráða ríkjum á sunnanverður landinu. Því fylgir kaldi eða strekkingur og dálítil væta.
Rignir víða um land á morgun, en þurrt að mestu norðaustanlands og hlýnandi veður í bili. Áfram verða suðlægar áttir um páskahelgina og dálítil væta, einkum sunnan og vestan til, en fer að kólna smám saman, fyrst á Vesturlandi.
Eftir helgi er von á norðaustanáttum og mun þá kólna enn frekar.
Samgöngur um páskahelgina ættu þó að vera með skásta móti og víða verður ágætisútivistarveður að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.
Veðurhorfur á landinu
Austlæg átt, 5-10 m/s og 10-15 syðst. Dálítil rigning suðaustanlands og lítilsháttar él fyrir austan, en annars bjartviðri. Frost víða 0 til 5 stig, en yfirleitt frostlaust við sjóinn. Suðaustan 8-15 m/s og rigning með köflum sunnanlands í dag, en víða bjart fyrir norðan og hiti 1 til 12 stig, hlýjast suðvestan til. Suðaustan 8-15 og víða rigning á morgun, en þurrt að mestu norðaustan til. Hiti 6 til 11 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Suðaustan 10-18 m/s og víða rigning, talsverð á Suðausturlandi, en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast fyrir norðan.
Á föstudag:
Suðaustan 8-15 m/s og rigningu í fyrstu, síðan skúrir, en styttir upp austanlands. Áfram úrkomulítið á Norðurlandi, en fer að rigna vestast um kvöldið. Hiti 5 til 10 stig.
Á laugardag:
Suðaustlæg átt, 8-13 m/s og rigning með köflum, en þurrt að kalla norðaustanlands. Milt veður.
Á sunnudag:
Fremur hæg suðvestlæg átt, skýjað með köflum og stöku skúrir. Heldur kólnandi veður og líkur á vægu frosti um kvöldið.
Á mánudag:
Snýst í norðaustan 8-13 m/s. Dálítil væta við austurströndina, skýjað fyrir norðan, en annars bjart með köflum. Milt veður fyrir sunnan, en annars fremur svalt.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir norðaustlæg átt og dálítil él, en bjartviðri sunnan heiða. Svalt í veðri.