Sólveig Anna sakar Drífu um að ráðast á láglaunafólk Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2022 13:11 Drífa Snædal forseti ASÍ og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Þar eru litlir kærleikar á milli. Drífa hefur lýst því að uppsagnir á skrifstofum Eflingar séu vafasamar en því mótmælir Sólveig Anna hástöfum. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem orðum Drífu Snædal forseta ASÍ er mótmælt hástöfum. Svo virðist sem brotist hafi út stríð innan verkalýðshreyfingarinnar. „Formaður Eflingar - stéttarfélags mótmælir órökstuddum yfirlýsingum forseta Alþýðusambands Íslands um lýðræðislegar ákvarðanir stjórnar Eflingar varðandi innri skipulagsmál á skrifstofum félagsins,“ segir í upphafi yfirlýsingar. Ákvörðun um uppsagnir málefnaleg Eins og Vísir hefur greint frá hefur Drífa, auk annarra verkalýðsleiðtoga, verið harðorð um hópuppsagnir sem boðað hefur verið til á skrifstofum Eflingar. Friðrik Jónsson formaður BHM hefur talað um að uppsagnirnar veki óhug og til þess séu refirnir skornir að losa sig við óæskilegt starfsfólk. Ekki segir Sólveig Anna: „Ákvörðun stjórnar Eflingar um breytingar sem nú standa yfir er tekin á skýrum og málefnalegum grunni. Eru þær breytingar hugsaðar til að innleiða samræmi, jafnrétti og gagnsæi í launakjörum starfsfólks, innleiða eðlilegt bil milli hæstu og lægstu launa á skrifstofunum, og gera aðrar löngu tímabærar og nauðsynlegar breytingar á skipulagi.“ Sólveig Anna tekur fram að Drífa hafi ekki haft fyrir því að leita upplýsinga eða skýringa frá formanni eða stjórn Eflingar. „En [hún] hikar þó ekki við að fordæma opinberlega þeirra störf í þágu félagsfólks í Eflingu. Það eru sorgleg nýmæli að forseti Alþýðusambandins ráðist á verka- og láglaunafólk í stjórn eins af aðildarfélögum ASÍ með þessum hætti,“ segir í yfirlýsingu Sólveigar Önnu. Sólveig Anna segir að aðilar hafi rofið trúnað Þar kemur einnig fram að Baráttulistinn, listi Sólveigar Önnu í síðustu kosningum innan Eflingar, hafi lýst því yfir í kosningabaráttu að hann myndi gera „nauðsynlegar breytingar á rekstri skrifstofu Eflingar. Við það loforð verður staðið.“ Þá segir jafnframt að í því ferli yfirstandandi sé lögum og vinnubrögðum sem gilda fylgt í einu og öllu. „Óhjákvæmilegt er að segja upp öllum ráðningarsamningum, en allt starfsfólk verður hvatt til að sækja um auglýst störf að nýju.“ Fram kemur í yfirlýsingunni að yfir standi lögbundið samráð við fulltrúa starfsfólks sem lögum samkvæmt ber að fara fram í trúnaði. „Formaður Eflingar harmar að aðilar hafi rofið trúnað, lekið gögnum í fjölmiðla og tjáð sig þar með óvarlegum hætti áður en því samráðsferli lauk,“ segir í lokaorðum yfirlýsingarinnar. Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Friðrik segir uppsagnir hjá Eflingu vekja óhug Eftir að stjórn Eflingar greip til hópuppsagna á skrifstofum sínum leikur allt á reiðiskjálfi innan verkalýðshreyfingarinnar en þar hefur reyndar verið mikil ólga að undanförnu. 12. apríl 2022 12:21 Starfsmannafundur hjá Eflingu eftir fregnir af uppsögnum Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Eflingu og er skrifstofan lokuð vegna þessa. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum var samþykkt í gær. 12. apríl 2022 09:23 Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Sjá meira
„Formaður Eflingar - stéttarfélags mótmælir órökstuddum yfirlýsingum forseta Alþýðusambands Íslands um lýðræðislegar ákvarðanir stjórnar Eflingar varðandi innri skipulagsmál á skrifstofum félagsins,“ segir í upphafi yfirlýsingar. Ákvörðun um uppsagnir málefnaleg Eins og Vísir hefur greint frá hefur Drífa, auk annarra verkalýðsleiðtoga, verið harðorð um hópuppsagnir sem boðað hefur verið til á skrifstofum Eflingar. Friðrik Jónsson formaður BHM hefur talað um að uppsagnirnar veki óhug og til þess séu refirnir skornir að losa sig við óæskilegt starfsfólk. Ekki segir Sólveig Anna: „Ákvörðun stjórnar Eflingar um breytingar sem nú standa yfir er tekin á skýrum og málefnalegum grunni. Eru þær breytingar hugsaðar til að innleiða samræmi, jafnrétti og gagnsæi í launakjörum starfsfólks, innleiða eðlilegt bil milli hæstu og lægstu launa á skrifstofunum, og gera aðrar löngu tímabærar og nauðsynlegar breytingar á skipulagi.“ Sólveig Anna tekur fram að Drífa hafi ekki haft fyrir því að leita upplýsinga eða skýringa frá formanni eða stjórn Eflingar. „En [hún] hikar þó ekki við að fordæma opinberlega þeirra störf í þágu félagsfólks í Eflingu. Það eru sorgleg nýmæli að forseti Alþýðusambandins ráðist á verka- og láglaunafólk í stjórn eins af aðildarfélögum ASÍ með þessum hætti,“ segir í yfirlýsingu Sólveigar Önnu. Sólveig Anna segir að aðilar hafi rofið trúnað Þar kemur einnig fram að Baráttulistinn, listi Sólveigar Önnu í síðustu kosningum innan Eflingar, hafi lýst því yfir í kosningabaráttu að hann myndi gera „nauðsynlegar breytingar á rekstri skrifstofu Eflingar. Við það loforð verður staðið.“ Þá segir jafnframt að í því ferli yfirstandandi sé lögum og vinnubrögðum sem gilda fylgt í einu og öllu. „Óhjákvæmilegt er að segja upp öllum ráðningarsamningum, en allt starfsfólk verður hvatt til að sækja um auglýst störf að nýju.“ Fram kemur í yfirlýsingunni að yfir standi lögbundið samráð við fulltrúa starfsfólks sem lögum samkvæmt ber að fara fram í trúnaði. „Formaður Eflingar harmar að aðilar hafi rofið trúnað, lekið gögnum í fjölmiðla og tjáð sig þar með óvarlegum hætti áður en því samráðsferli lauk,“ segir í lokaorðum yfirlýsingarinnar.
Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Friðrik segir uppsagnir hjá Eflingu vekja óhug Eftir að stjórn Eflingar greip til hópuppsagna á skrifstofum sínum leikur allt á reiðiskjálfi innan verkalýðshreyfingarinnar en þar hefur reyndar verið mikil ólga að undanförnu. 12. apríl 2022 12:21 Starfsmannafundur hjá Eflingu eftir fregnir af uppsögnum Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Eflingu og er skrifstofan lokuð vegna þessa. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum var samþykkt í gær. 12. apríl 2022 09:23 Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Sjá meira
Friðrik segir uppsagnir hjá Eflingu vekja óhug Eftir að stjórn Eflingar greip til hópuppsagna á skrifstofum sínum leikur allt á reiðiskjálfi innan verkalýðshreyfingarinnar en þar hefur reyndar verið mikil ólga að undanförnu. 12. apríl 2022 12:21
Starfsmannafundur hjá Eflingu eftir fregnir af uppsögnum Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Eflingu og er skrifstofan lokuð vegna þessa. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum var samþykkt í gær. 12. apríl 2022 09:23
Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36