Þetta kemur fram á vef Landspítalans. Greint var frá því í gær að tvær konur á áttræðisaldri með Covid-19 hafi látist á Landspítalanum um síðustu helgi.
Sautján sjúklingar liggja nú inni á Landspítala með Covid-19 og þar af eru ellefu með virkt smit. Enginn sjúklinganna er á gjörgæslu. Alls lágu 22 sjúklingar inni á Landspítala með Covid-19 í gær og þar af átján með virkt smit.
106 manns hafa því látist af völdum Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins.